Menning

Lúðraþytur og trumbusláttur tengjast hátíðum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þeir félagar hafa spilað fyrir fullu húsi í Hallgrímskirkju árlega frá 1992.
Þeir félagar hafa spilað fyrir fullu húsi í Hallgrímskirkju árlega frá 1992.
Trompetleikararnir Eiríkur Örn Pálsson, Einar St. Jónsson og Baldvin Oddsson, Hörður Áskelsson orgelleikari og Eggert Pálsson pákuleikari flytja glæsileg hátíðarverk í Hallgrímskirkju í dag klukkan 16.30 og á morgun, gamlársdag, á sama tíma. Flest verkin eiga uppruna sinn á barrokktímabilinu. Þau eru meðal annars eftir J.S. Bach, Albinoni, Purcell og Petzel.

Þetta er í 25. sinn sem Listvinafélag Hallgrímskirkju býður upp á tónleika undir yfirskriftinni Hátíðarhljómar við áramót. Með þeim er gamla árið kvatt og nýja árið boðið velkomið með lúðraþyt, trumbuslætti og kröftugum orgelleik.

Það er á stefnuskrá þeirra félaga koma öllum í áramótaskapið enda hafa þeir leikið fyrir fullu húsi á gamlárskvöld allt frá vígslu Klais-orgelsins í Hallgrímskirkju árið 1992.  Nú var aukatónleikum bætt við og þeir eru síðdegis í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×