Kannast ekki við lögsókn Radiohead gegn Lönu Del Rey Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2018 21:22 Lana greindi sjálf frá því um helgina að Radiohead hefði stefnt henni fyrir lagastuld. Vísir/Getty Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. Lana greindi sjálf frá því um helgina að Radiohead hefði stefnt henni fyrir lagastuld. Átti hljómsveitin að telja að lag hennar „Get free“ væri svo líkt lagi þeirra „Creep“ að þa væri augljóslega stolið. „Þetta er rétt með málsóknina. Þrátt fyrir að ég viti að lagið mitt hafi ekki verið samið undir áhrifum lagsins Creep telja Radiohead að svo sé og vilja hundrað prósent af ágóða lagsins,“ sagði Lana. Talsmaður útgáfufyrirtækis Radiohead segir þessa yfirlýsingu söngkonunnar ekki vera rétta. „Það er rétt að við höfum verið í viðræðum síðan í ágúst á síðast ári við fulltrúa Lönu Del Rey. Það er ljóst að í erindum lagsins „Get Free“ eru þættir sem finna má í erindum lagsins „Creep“ og við höfum farið þess á leit að þetta verði viðurkennt sem greiði við höfunda „Creep.“ Til að hafa það á hreinu hefur engin stefna verið gefin út og Radiohead hafa ekki sagt að þeir „muni einungis taka við 100% af ágóða „Get Free,““ segir í yfirlýsingu frá talsmanni Warner/Chappell.Hér fyrir neðan geta áhugasamir borið lögin saman.Lagið Creep er líklega þekktasta Radiohead og það lag sem skaut hljómsveitinni á stjörnuhimininn þegar það kom út árið árið 1993. Lagið varð ofurvinsælt út um allan heim og er eitt þekktasta lag tíunda áratugs síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar högnuðust vel á vinsældunum og kallaði Thom Yorke meðal annars húsið sem hann keypti árið 1994 „húsið sem Creep byggði“. Ýmsir hafa þó bent á að ákveðin hræsni sé fólgin í lögsókn Radiohead á hendur söngkonunni þar sem þeir sjálfir sömdu við höfunda lagsins The Air That I Breath sem The Hollies gerðu frægt á áttunda áratug síðustu aldar vegna líkinda á milli lagsins og Creep. Eru þeir Albert Hammond og Mike Hazlewood skráðir sem meðhöfundar Creep og fá þeir hluta þeirra tekna sem lagið aflar. Tengdar fréttir Hljómsveitin Radiohead kærir Lönu Del Rey fyrir lagastuld Lag Lönu, Get Free, minnir óneitanlega á lagið Creep með Radiohead. 7. janúar 2018 18:55 Lana del Rey breytti lagatextum og skaut á Radiohead eftir lögsóknina Söngkonan hélt tónleika í Denver í gær og notaði tækifærið til þess að hnýta í Radiohead eftir að breska hljómsveitin lögsótti hana fyrir lagastuld. 8. janúar 2018 13:30 Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. Lana greindi sjálf frá því um helgina að Radiohead hefði stefnt henni fyrir lagastuld. Átti hljómsveitin að telja að lag hennar „Get free“ væri svo líkt lagi þeirra „Creep“ að þa væri augljóslega stolið. „Þetta er rétt með málsóknina. Þrátt fyrir að ég viti að lagið mitt hafi ekki verið samið undir áhrifum lagsins Creep telja Radiohead að svo sé og vilja hundrað prósent af ágóða lagsins,“ sagði Lana. Talsmaður útgáfufyrirtækis Radiohead segir þessa yfirlýsingu söngkonunnar ekki vera rétta. „Það er rétt að við höfum verið í viðræðum síðan í ágúst á síðast ári við fulltrúa Lönu Del Rey. Það er ljóst að í erindum lagsins „Get Free“ eru þættir sem finna má í erindum lagsins „Creep“ og við höfum farið þess á leit að þetta verði viðurkennt sem greiði við höfunda „Creep.“ Til að hafa það á hreinu hefur engin stefna verið gefin út og Radiohead hafa ekki sagt að þeir „muni einungis taka við 100% af ágóða „Get Free,““ segir í yfirlýsingu frá talsmanni Warner/Chappell.Hér fyrir neðan geta áhugasamir borið lögin saman.Lagið Creep er líklega þekktasta Radiohead og það lag sem skaut hljómsveitinni á stjörnuhimininn þegar það kom út árið árið 1993. Lagið varð ofurvinsælt út um allan heim og er eitt þekktasta lag tíunda áratugs síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar högnuðust vel á vinsældunum og kallaði Thom Yorke meðal annars húsið sem hann keypti árið 1994 „húsið sem Creep byggði“. Ýmsir hafa þó bent á að ákveðin hræsni sé fólgin í lögsókn Radiohead á hendur söngkonunni þar sem þeir sjálfir sömdu við höfunda lagsins The Air That I Breath sem The Hollies gerðu frægt á áttunda áratug síðustu aldar vegna líkinda á milli lagsins og Creep. Eru þeir Albert Hammond og Mike Hazlewood skráðir sem meðhöfundar Creep og fá þeir hluta þeirra tekna sem lagið aflar.
Tengdar fréttir Hljómsveitin Radiohead kærir Lönu Del Rey fyrir lagastuld Lag Lönu, Get Free, minnir óneitanlega á lagið Creep með Radiohead. 7. janúar 2018 18:55 Lana del Rey breytti lagatextum og skaut á Radiohead eftir lögsóknina Söngkonan hélt tónleika í Denver í gær og notaði tækifærið til þess að hnýta í Radiohead eftir að breska hljómsveitin lögsótti hana fyrir lagastuld. 8. janúar 2018 13:30 Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Hljómsveitin Radiohead kærir Lönu Del Rey fyrir lagastuld Lag Lönu, Get Free, minnir óneitanlega á lagið Creep með Radiohead. 7. janúar 2018 18:55
Lana del Rey breytti lagatextum og skaut á Radiohead eftir lögsóknina Söngkonan hélt tónleika í Denver í gær og notaði tækifærið til þess að hnýta í Radiohead eftir að breska hljómsveitin lögsótti hana fyrir lagastuld. 8. janúar 2018 13:30