Skipar dómarana sem nefndin mat hæfasta en gagnrýnir hana harðlega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2018 15:51 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, er settur dómsmálaráðherra í málinu. vísir/stefán Guðlaugur Þór Þórðarsson, settur dómsmálaráðherra, hefur skipað í embætti héraðsdómara þá átta einstaklinga sem dómnefnd um hæfi umsækjenda mat hæfasta. Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt.Þau átta sem Guðlaugur Þór skipaði í embætti eru:Arnar Þór Jónsson Ásgerður Ragnarsdóttir Ástráður Haraldsson Bergþóra Ingólfsdóttir Daði Kristjánsson Helgi Sigurðsson Ingiríður Lúðvíksdóttir Pétur Dam Leifsson Guðlaugur Þór var settur dómsmálaráðherra í málinu vegna þess Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vék sæti þar sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var einn umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Óskaði hann eftir nánari upplýsingum um mat nefndarinnar neðal annars hvort dómnefndin hefði raðað umsækjendum með hlutlægum hætti upp í stigatöflu, hvort sett hafi verið töluleg viðmið um mat á því hvenig umsækjendur uppfylltu einstaka kröfu, hvert hefði verið innbyrðis vægi sjónarmiða sem dómnefndin lagði mat á og hvert hefði verið innbyrðis vægi mats á umsóknargögnum.Í svari nefndarinnar kom meðal annars fram að dómnefndin hafði ekki sett hæfnismatið fram í valtöflu og að reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmannsstörfum og reynsla af stjórnsýslustörfum hefði haft mest vægi við gerð umsagnarinnar. Nefndin áréttaði að umsögnin hefði verið reist á heildstæðu mati samkvæmt málefnalegum sjónarmiðum.Ástráður Haraldsson var einn fjögurra sem sérstök hæfisnefnd taldi að skipa ætti sæti í Landsrétti. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipti Ástráði út ásamt þremur öðrum og skipaði fjóra aðra í þeirra stað og vék því sæti í því máli sem hér er fjallað um.Vísir/Anton BrinkSegir nefndina hafa sett ráðherra í tímaþröng Í bréfi sem Guðlaugur Þór skrifaði til dómsmálaráðherra og birt er á vef ráðuneytisins eftir að Guðlaugur Þór hafði skipað dómarana segir meðal annars að hann sé „enn litlu nær um það mat sem fór fram á vettvangi nefndarinnar þrátt fyrir að hafa í tvígang óskað eftir nánari skýringum.“ Gagnrýnir hann nefndina nokkuð harðlega fyrir að hafa ekki svarað bréfi ráðherra skilmerkilega og segir að ráðherra verði að geta átt í eðlilegum samskiptum við nefnd á borð við þessa, þó um sé að ræða sjálfstæða stjórnsýslunefnd. Þá gagnrýnir hann nefndina fyrir að hafa skilað mati hennar aðeins þremur dögum áður en hinir nýju dómarar áttu að taka til starfa og þremur mánuðum eftir að umsóknarfrestur rann út. Segir hann að sem settur dómsmálaráðherra í málinu hafi hann staðið frammi fyrir tveimur valkostum, annars vegar að skipa þá sem dómnefndin taldi hæfasta og hins vegar að víkja frá umsögn nefndarinnar og leggja fram tillögu til Alþingis um að skipa annan eða aðra í dómaraembættin að undangenginni sjálfstæðri rannsókn sem tekið hefði nokkrar vikur. „Ef farin hefði verið seinni leiðin hefði það sett starfsemi héraðsdómstólanna í tímabundið uppnám, enda áttu dómararnirað taka til starfa strax í upphafi nýs árs. Settum ráðherra hefði því í reynd verið ómögulegt að framkvæma þá rannsókn sem honum er skylt að gera ef hann ætlaði sér að víkja frá áliti nefndarinnar,“ segir í bréfi Guðlaugs Þórs. Segir Guðlaugur Þór að vegna tímahraks sem dómnefndin hafi sett settan ráðherra í og vegna afstöðu dómnefndar hafi hann ekki átt annan kost en að skipa þá sem dómnefndin taldi hæfasta „þótt settur ráðherra hafi í raun ekki haft fullnægjandi forsendur til að meta réttmæti þeirrar niðurstöðu,“ að því er segir í bréfi Guðlaugs Þórs.Leggur til að fulltrúar almennings komi að mati á hæfni dómara Beinir hann fjórum tillögum til dómsmálaráðherra til þess að hafa í huga vegna endurskoðun á verklagi og reglum sem gilda um veitingu dómaraembætta sem ráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að endurskoða.Í fyrsta lagi telur Guðlaugur Þór að sá tveggja vikna frestur sem ráðherra er úthlutaður til þess að leggja mat á umsögn dómnefndar sé of skammur. Útilokað sé fyrir ráðherra að framkvæma sjálfstæða rannsókn á þeim tíma. Þetta sé sérstaklega hæpið þegar skipa þarf í fleiri en eina stöðu.Þá þurfi að taka af öll tvímæli umkyldu nefndarinnar til að upplýsa ráðherra um hvaðréði mati hennar og afhenda honum öll vinnugögn. Í þriðja lagi telur Guðlaugur Þór að ástæða væri til að kanna hvort ekki væri æskilegt að að kveða á um það í lögunum að dómnefndin rökstyðji hver eða hverjir séu hæfastir til þess að hljóta viðkomandi dómaraembætti og leggur hann til að nefndin gæti hafi því til viðmiðunar að flokka umsækjendur í flokkana „hæfur“ „vel hæfur“ og „mjög vel hæfur.“Einnig telur Guðlaugur Þór að vel færi á því ef einn til tveir nefndarmenn væru eins konar fulltrúar almennings, þ.e. leikmenn en ekki löglærðir, sambærilegt því sem gerist í Danmörku,í stað núverandi fyrirkomulags þar sem meirihluti nefndarmanna er skipaður samkvæmt tilnefningum frá dómstólunum sjálfum. Slíkt gæti verið til þess fallið að auka víðsýni í vinnu nefndarinnar og spornað gegn einsleitni og dregið úr hættu á klíkumyndun í vali dómara.„Síðast en ekki síst vill settur ráðherra hnykkja á því að ótæk er sú staða að ráðherra fari að lögum með skipunarvaldið, og beri þannig lagalega ábyrgð á því ferli, en sé í reynd bundinn af niðurstöðu dómnefndar að því leyti að nánast ómögulegt er fyrir hann að gera breytingar frá niðurstöðu nefndarinnar, jafnvel þótt niðurstaða nefndarinnar sé ógegnsæ og viðbrögð nefndarinnar við eðlilegum spurningum ráðherra gagnrýniverð. Með þessu fer þannig í reynd ekki saman vald og ábyrgð,“ segir Guðlaugur að lokum í bréfinu.Bréf Guðlaugs Þórs má lesa hér. Tengdar fréttir Ástráður og sjö önnur verði dómarar við héraðsdóm Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu hvaða átta af 41 umsækjanda séu hæfust til að gegna stöðu héraðsdómara. 29. desember 2017 15:32 Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00 Ráðherra mun birta svarbréf dómnefndar Dómnefnd um hæfni umsækjenda um átta stöður héraðsdómara hefur óskað eftir því við Guðlaug Þór Þórðarson, settan dómsmálaráðherra, að svarbréf nefndarinnar við bréfi ráðherra verði birt á vef ráðuneytisins. 3. janúar 2018 18:45 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarsson, settur dómsmálaráðherra, hefur skipað í embætti héraðsdómara þá átta einstaklinga sem dómnefnd um hæfi umsækjenda mat hæfasta. Hann gerir þó ýmsar athugasemdir við starf dómnefndarinnar og telur að brýnt sé að verklagi og reglum við skipun dómara verði breytt.Þau átta sem Guðlaugur Þór skipaði í embætti eru:Arnar Þór Jónsson Ásgerður Ragnarsdóttir Ástráður Haraldsson Bergþóra Ingólfsdóttir Daði Kristjánsson Helgi Sigurðsson Ingiríður Lúðvíksdóttir Pétur Dam Leifsson Guðlaugur Þór var settur dómsmálaráðherra í málinu vegna þess Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vék sæti þar sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var einn umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Óskaði hann eftir nánari upplýsingum um mat nefndarinnar neðal annars hvort dómnefndin hefði raðað umsækjendum með hlutlægum hætti upp í stigatöflu, hvort sett hafi verið töluleg viðmið um mat á því hvenig umsækjendur uppfylltu einstaka kröfu, hvert hefði verið innbyrðis vægi sjónarmiða sem dómnefndin lagði mat á og hvert hefði verið innbyrðis vægi mats á umsóknargögnum.Í svari nefndarinnar kom meðal annars fram að dómnefndin hafði ekki sett hæfnismatið fram í valtöflu og að reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmannsstörfum og reynsla af stjórnsýslustörfum hefði haft mest vægi við gerð umsagnarinnar. Nefndin áréttaði að umsögnin hefði verið reist á heildstæðu mati samkvæmt málefnalegum sjónarmiðum.Ástráður Haraldsson var einn fjögurra sem sérstök hæfisnefnd taldi að skipa ætti sæti í Landsrétti. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipti Ástráði út ásamt þremur öðrum og skipaði fjóra aðra í þeirra stað og vék því sæti í því máli sem hér er fjallað um.Vísir/Anton BrinkSegir nefndina hafa sett ráðherra í tímaþröng Í bréfi sem Guðlaugur Þór skrifaði til dómsmálaráðherra og birt er á vef ráðuneytisins eftir að Guðlaugur Þór hafði skipað dómarana segir meðal annars að hann sé „enn litlu nær um það mat sem fór fram á vettvangi nefndarinnar þrátt fyrir að hafa í tvígang óskað eftir nánari skýringum.“ Gagnrýnir hann nefndina nokkuð harðlega fyrir að hafa ekki svarað bréfi ráðherra skilmerkilega og segir að ráðherra verði að geta átt í eðlilegum samskiptum við nefnd á borð við þessa, þó um sé að ræða sjálfstæða stjórnsýslunefnd. Þá gagnrýnir hann nefndina fyrir að hafa skilað mati hennar aðeins þremur dögum áður en hinir nýju dómarar áttu að taka til starfa og þremur mánuðum eftir að umsóknarfrestur rann út. Segir hann að sem settur dómsmálaráðherra í málinu hafi hann staðið frammi fyrir tveimur valkostum, annars vegar að skipa þá sem dómnefndin taldi hæfasta og hins vegar að víkja frá umsögn nefndarinnar og leggja fram tillögu til Alþingis um að skipa annan eða aðra í dómaraembættin að undangenginni sjálfstæðri rannsókn sem tekið hefði nokkrar vikur. „Ef farin hefði verið seinni leiðin hefði það sett starfsemi héraðsdómstólanna í tímabundið uppnám, enda áttu dómararnirað taka til starfa strax í upphafi nýs árs. Settum ráðherra hefði því í reynd verið ómögulegt að framkvæma þá rannsókn sem honum er skylt að gera ef hann ætlaði sér að víkja frá áliti nefndarinnar,“ segir í bréfi Guðlaugs Þórs. Segir Guðlaugur Þór að vegna tímahraks sem dómnefndin hafi sett settan ráðherra í og vegna afstöðu dómnefndar hafi hann ekki átt annan kost en að skipa þá sem dómnefndin taldi hæfasta „þótt settur ráðherra hafi í raun ekki haft fullnægjandi forsendur til að meta réttmæti þeirrar niðurstöðu,“ að því er segir í bréfi Guðlaugs Þórs.Leggur til að fulltrúar almennings komi að mati á hæfni dómara Beinir hann fjórum tillögum til dómsmálaráðherra til þess að hafa í huga vegna endurskoðun á verklagi og reglum sem gilda um veitingu dómaraembætta sem ráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að endurskoða.Í fyrsta lagi telur Guðlaugur Þór að sá tveggja vikna frestur sem ráðherra er úthlutaður til þess að leggja mat á umsögn dómnefndar sé of skammur. Útilokað sé fyrir ráðherra að framkvæma sjálfstæða rannsókn á þeim tíma. Þetta sé sérstaklega hæpið þegar skipa þarf í fleiri en eina stöðu.Þá þurfi að taka af öll tvímæli umkyldu nefndarinnar til að upplýsa ráðherra um hvaðréði mati hennar og afhenda honum öll vinnugögn. Í þriðja lagi telur Guðlaugur Þór að ástæða væri til að kanna hvort ekki væri æskilegt að að kveða á um það í lögunum að dómnefndin rökstyðji hver eða hverjir séu hæfastir til þess að hljóta viðkomandi dómaraembætti og leggur hann til að nefndin gæti hafi því til viðmiðunar að flokka umsækjendur í flokkana „hæfur“ „vel hæfur“ og „mjög vel hæfur.“Einnig telur Guðlaugur Þór að vel færi á því ef einn til tveir nefndarmenn væru eins konar fulltrúar almennings, þ.e. leikmenn en ekki löglærðir, sambærilegt því sem gerist í Danmörku,í stað núverandi fyrirkomulags þar sem meirihluti nefndarmanna er skipaður samkvæmt tilnefningum frá dómstólunum sjálfum. Slíkt gæti verið til þess fallið að auka víðsýni í vinnu nefndarinnar og spornað gegn einsleitni og dregið úr hættu á klíkumyndun í vali dómara.„Síðast en ekki síst vill settur ráðherra hnykkja á því að ótæk er sú staða að ráðherra fari að lögum með skipunarvaldið, og beri þannig lagalega ábyrgð á því ferli, en sé í reynd bundinn af niðurstöðu dómnefndar að því leyti að nánast ómögulegt er fyrir hann að gera breytingar frá niðurstöðu nefndarinnar, jafnvel þótt niðurstaða nefndarinnar sé ógegnsæ og viðbrögð nefndarinnar við eðlilegum spurningum ráðherra gagnrýniverð. Með þessu fer þannig í reynd ekki saman vald og ábyrgð,“ segir Guðlaugur að lokum í bréfinu.Bréf Guðlaugs Þórs má lesa hér.
Tengdar fréttir Ástráður og sjö önnur verði dómarar við héraðsdóm Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu hvaða átta af 41 umsækjanda séu hæfust til að gegna stöðu héraðsdómara. 29. desember 2017 15:32 Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52 Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00 Ráðherra mun birta svarbréf dómnefndar Dómnefnd um hæfni umsækjenda um átta stöður héraðsdómara hefur óskað eftir því við Guðlaug Þór Þórðarson, settan dómsmálaráðherra, að svarbréf nefndarinnar við bréfi ráðherra verði birt á vef ráðuneytisins. 3. janúar 2018 18:45 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Ástráður og sjö önnur verði dómarar við héraðsdóm Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu hvaða átta af 41 umsækjanda séu hæfust til að gegna stöðu héraðsdómara. 29. desember 2017 15:32
Dómnefndin kveðst ekki lúta boðvaldi ráðherra Dómsmálaráðuneytið hefur birt svarbréf dómnefndar um hæfni umsækjenda um átta embætti héraðsdómara á vef sínum. 3. janúar 2018 20:52
Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndar Athygli vakti að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson, var ekki talinn meðal þeirra átta hæfustu – þrátt fyrir að hafa að baki um 20 ára reynslu sem héraðsdómari víða um land. 30. desember 2017 21:00
Ráðherra mun birta svarbréf dómnefndar Dómnefnd um hæfni umsækjenda um átta stöður héraðsdómara hefur óskað eftir því við Guðlaug Þór Þórðarson, settan dómsmálaráðherra, að svarbréf nefndarinnar við bréfi ráðherra verði birt á vef ráðuneytisins. 3. janúar 2018 18:45