Erlent

Kveikt í matvöruverslun gyðinga í París

Atli Ísleifsson skrifar
Verslun Promo & Destock er í hverfinu Créteil.
Verslun Promo & Destock er í hverfinu Créteil. Vísir/AFP
Kveikt var í kosher-matvöruverslun í úthverfi Parísar í nótt. Þess er minnst í dag að þrjú eru áru liðin frá því að ISIS-liðinn Amedy Coulibaly réðst inn í aðra kosher-verslun í frönsku höfuðborginni, tveimur dögum eftir árásina á ritstjórnarskrifstofur blaðsins Charlie Hebdo.

Eldurinn í nótt kom upp í versluninni Promo & Destock í hverfinu Créteil í suðausturhluta Parísar. Hatursáróðri var krotað á verslunina fyrir nokkrum dögum samkvæmt talsmanni lögregluyfirvalda.

Saksóknarinn Laure Beccuau segir að tjón sé mikið. Hann telur líklegt að um íkveikju hafi verið verið að ræða.

Búið var að krota hakakrossa á útveggi kosher-verslana í hverfinu í síðustu viku.

Coulibaly drap þrjá viðskiptavini og einn starfsmann Hypercacher-verslunarinnar þann 9. janúar 2015 og hófst þá mikil umræða í Frakklandi um vaxandi gyðingahatur í Frakklandi.

Coulibaly framkvæmdi árásina tveimur dögum eftir að vinir hans Saïd og Chérif Kouachi höfðu drepið ellefu manns fyrir utan og á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×