Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 16:36 Gríðarleg flóð fylgdu öflugum fellibyljum sem gengu á land í Bandaríkjunum í ágúst og september. Vísir/AFP Fellibyljir og skógareldar voru á meðal náttúruhamfara sem ollu meira en þrjú hundruð milljarða dollara tjóni í Bandaríkjunum í fyrra. Kostnaðurinn við tjón af völdum náttúruhamfara hefur aldrei verið meira samkvæmt nýjum tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Dýrustu einstöku náttúruhamfarirnar voru fellibylurinn Harvey sem skall á Texas og fleiri ríkjum á suðurströnd Bandaríkjanna í águst og september. Hann olli gríðarlegum flóðum í Houston og nærliggjandi svæðum. Tjónið þar nam um 125 milljörðum dollara, að því er segir í frétt Washington Post. Harvey er næstkostnaðarsömustu náttúruhamfarir sem gengi ð hafa yfir Bandaríkin. Aðeins Fellibylurinn Katrína árið 2005 olli meira tjóni. Fellibylurinn María sem olli mannskaða og eyðileggingu og heldur áfram að plaga íbúa Púertó Ríko olli 90 milljarða dollara tjóni. Irma, sem skall á Flórída í september, olli tjóni sem nam um 50 milljörðum dollara. Í heildina urðu sextán veður- og loftslagshamfarir sem ollu milljarðar dollara tjóni eða meira og er það einnig met. Alls fórust 362 í hamförunum og fjöldi manns til viðbótar slasaðist. NOAA gerir ráð fyrir að uppbygging eftir þrjá meiriháttar fellibylji og áframhaldandi elda í vesturhluta Bandaríkjanna eigi eftir að halda áfram langt fram á þetta ár.Flóð, þurrkar, frost, fellibyljir, stormar og hvirfilbyljir voru á meðal hamfara sem þjökuðu Bandaríkin í fyrra.NOAA NCEIMælingar NOAA sýndu jafnframt að árið 2017 var það þriðja hlýjasta í Bandaríkjunum frá því að mælingar hófust fyrir 123 árum. Fimm hlýjustu árin hafa öll verið eftir árið 2006 og árið í fyrra var það tuttugasta og fyrsta í röð þar sem meðalhiti var yfir meðaltali. Öll ríkin á meginlandi Bandaríkjanna og Alaska voru hlýrri en að meðaltali. Spáð er að hlýnandi loftslag á jörðinni af völdum manna muni leiða til meiri öfga í veðurfari. Tölur NOAA beina því sjónum að því að tjón af völdum náttúruhamfara í framtíðinni gæti orðið enn verra. Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Fellibyljir og skógareldar voru á meðal náttúruhamfara sem ollu meira en þrjú hundruð milljarða dollara tjóni í Bandaríkjunum í fyrra. Kostnaðurinn við tjón af völdum náttúruhamfara hefur aldrei verið meira samkvæmt nýjum tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Dýrustu einstöku náttúruhamfarirnar voru fellibylurinn Harvey sem skall á Texas og fleiri ríkjum á suðurströnd Bandaríkjanna í águst og september. Hann olli gríðarlegum flóðum í Houston og nærliggjandi svæðum. Tjónið þar nam um 125 milljörðum dollara, að því er segir í frétt Washington Post. Harvey er næstkostnaðarsömustu náttúruhamfarir sem gengi ð hafa yfir Bandaríkin. Aðeins Fellibylurinn Katrína árið 2005 olli meira tjóni. Fellibylurinn María sem olli mannskaða og eyðileggingu og heldur áfram að plaga íbúa Púertó Ríko olli 90 milljarða dollara tjóni. Irma, sem skall á Flórída í september, olli tjóni sem nam um 50 milljörðum dollara. Í heildina urðu sextán veður- og loftslagshamfarir sem ollu milljarðar dollara tjóni eða meira og er það einnig met. Alls fórust 362 í hamförunum og fjöldi manns til viðbótar slasaðist. NOAA gerir ráð fyrir að uppbygging eftir þrjá meiriháttar fellibylji og áframhaldandi elda í vesturhluta Bandaríkjanna eigi eftir að halda áfram langt fram á þetta ár.Flóð, þurrkar, frost, fellibyljir, stormar og hvirfilbyljir voru á meðal hamfara sem þjökuðu Bandaríkin í fyrra.NOAA NCEIMælingar NOAA sýndu jafnframt að árið 2017 var það þriðja hlýjasta í Bandaríkjunum frá því að mælingar hófust fyrir 123 árum. Fimm hlýjustu árin hafa öll verið eftir árið 2006 og árið í fyrra var það tuttugasta og fyrsta í röð þar sem meðalhiti var yfir meðaltali. Öll ríkin á meginlandi Bandaríkjanna og Alaska voru hlýrri en að meðaltali. Spáð er að hlýnandi loftslag á jörðinni af völdum manna muni leiða til meiri öfga í veðurfari. Tölur NOAA beina því sjónum að því að tjón af völdum náttúruhamfara í framtíðinni gæti orðið enn verra.
Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Loftslagsmál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira