Að lifa lífinu Telma Tómasson skrifar 9. janúar 2018 07:00 Einu sinni var maður sem gekk á vegg. Hann fór í eina klessu. Svakalega klessu. Fólki brá sem hitti hann, maðurinn leit hræðilega illa út. Hvað hafði eiginlega komið fyrir? Þetta var mjög, mjög sorglegt. Sorglegast var þó að hann virtist sá eini sem ekkert fattaði. Þvert á móti sagðist hann aldrei hafa verið hressari. Forstýran hristir vantrúuð höfuðið á nýársmorgun. „Alveg ótrúlegur þessi maður, bara mættur til vinnu,“ segir hún við sambýlinginn, steinhissa á tölvupóstinum sem var að detta inn. Hann lítur letilega upp úr bókinni með spurn í svipnum yfir ákafa starfsmannsins og kemur sér betur fyrir undir hlýju teppinu. Einmanalegt ljós logar á tíundu hæð. Það fer ekki á milli mála, okkar maður er peppaður við skrifborðið sitt úti í bæ. Klárar staflann sem hann náði ekki á gamlárs. „Vera snöggur, skokk upp að Steini eftir smá. Má ekki missa af,“ hugsar hann, rauður í framan, þvalur í lófum, með hjartslátt. „2018 er ár sigurvegarans,“ þýtur í gegnum huga mannsins meðan hann hamrar enn hraðar á lyklaborðið. „Vinna: eins og óður. Hlaupagrúppan: að sjálfsögðu. Fjallaskíði: kann það ekki, en já takk. Hjólawow: tékk. Sjósund: nýja trendið! count me in. Ræktin í bítið: best í heimi. Brölt á tinda: ekki gleyma ykkar manni!“ Eftirminnilegasta árið, rækilega myndað. Og skjalfest á Insta. Pirraður, ósofinn, viðskotaillur, fjarlægur, kaldur. Almennt ekki á staðnum. Hleypur í hringi, eltir á sér skottið. En nær aldrei í það. Konan segir stopp. Farin. Börnin segja stopp. Líta undan. Vinirnir segja stopp. Leita annað. Kannast einhver við þetta? Kannski kominn tími til að vakna? Gleðilegt ár, annars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Telma Tómasson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun
Einu sinni var maður sem gekk á vegg. Hann fór í eina klessu. Svakalega klessu. Fólki brá sem hitti hann, maðurinn leit hræðilega illa út. Hvað hafði eiginlega komið fyrir? Þetta var mjög, mjög sorglegt. Sorglegast var þó að hann virtist sá eini sem ekkert fattaði. Þvert á móti sagðist hann aldrei hafa verið hressari. Forstýran hristir vantrúuð höfuðið á nýársmorgun. „Alveg ótrúlegur þessi maður, bara mættur til vinnu,“ segir hún við sambýlinginn, steinhissa á tölvupóstinum sem var að detta inn. Hann lítur letilega upp úr bókinni með spurn í svipnum yfir ákafa starfsmannsins og kemur sér betur fyrir undir hlýju teppinu. Einmanalegt ljós logar á tíundu hæð. Það fer ekki á milli mála, okkar maður er peppaður við skrifborðið sitt úti í bæ. Klárar staflann sem hann náði ekki á gamlárs. „Vera snöggur, skokk upp að Steini eftir smá. Má ekki missa af,“ hugsar hann, rauður í framan, þvalur í lófum, með hjartslátt. „2018 er ár sigurvegarans,“ þýtur í gegnum huga mannsins meðan hann hamrar enn hraðar á lyklaborðið. „Vinna: eins og óður. Hlaupagrúppan: að sjálfsögðu. Fjallaskíði: kann það ekki, en já takk. Hjólawow: tékk. Sjósund: nýja trendið! count me in. Ræktin í bítið: best í heimi. Brölt á tinda: ekki gleyma ykkar manni!“ Eftirminnilegasta árið, rækilega myndað. Og skjalfest á Insta. Pirraður, ósofinn, viðskotaillur, fjarlægur, kaldur. Almennt ekki á staðnum. Hleypur í hringi, eltir á sér skottið. En nær aldrei í það. Konan segir stopp. Farin. Börnin segja stopp. Líta undan. Vinirnir segja stopp. Leita annað. Kannast einhver við þetta? Kannski kominn tími til að vakna? Gleðilegt ár, annars.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun