Ford F-150 með dísilvél í vor Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2018 10:14 Dísilútgáfa Ford F-150 verður eyðslugrennsta útgáfa hans. Í nokkurn tíma hefur verið vitað að Ford ætli að bjóða hinn vinsæla F-150 pallbíl sinn með dísilvél, en fyrst nú hefur Ford greint frá um hvaða vél verður að ræða. Það verður 250 hestafla og 3,0 lítra Power Stroke úr eigin smiðju en þessi vél togar 597 Nm við aðeins 1.750 snúninga. Ein aðalástæða fyrir því að Ford ætlar að bjóða dísilvél í F-150 bílinn er sú að með henni á bíllinn að verða einkar eyðslugrannur, en uppgefin eyðsla hans í langkeyrslu er innan við 8 lítrar á hverja 100 kílómetra. Ford segir að opnað verði fyrir pantanir í þessa dísilútgáfu vinsælustu bílgerðar Bandaríkjanna strax um miðjan janúar en fyrstu eintök hans verða ekki afhent nýjum kaupendum fyrr en í vor. Með þessari 3,0 lítra dísilvél er kominn sjötti vélarkosturinn í F-150 bílinn. Sjálfskiptingin sem tengd verður dísilvélinni er 10 gíra og svo fjölgíra kassi á ekki síst að stuðla að lágri eyðslu bílsins. Einnig mun start/stop búnaður stuðla að lágri eyðslu hans. Hægt verður að fá dísilútgáfu F-150 með bæði fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og í Lariat, King Ranch og Platinum SuperCrew útfærslum með bæði 5,5 og 6,5 feta palli. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent
Í nokkurn tíma hefur verið vitað að Ford ætli að bjóða hinn vinsæla F-150 pallbíl sinn með dísilvél, en fyrst nú hefur Ford greint frá um hvaða vél verður að ræða. Það verður 250 hestafla og 3,0 lítra Power Stroke úr eigin smiðju en þessi vél togar 597 Nm við aðeins 1.750 snúninga. Ein aðalástæða fyrir því að Ford ætlar að bjóða dísilvél í F-150 bílinn er sú að með henni á bíllinn að verða einkar eyðslugrannur, en uppgefin eyðsla hans í langkeyrslu er innan við 8 lítrar á hverja 100 kílómetra. Ford segir að opnað verði fyrir pantanir í þessa dísilútgáfu vinsælustu bílgerðar Bandaríkjanna strax um miðjan janúar en fyrstu eintök hans verða ekki afhent nýjum kaupendum fyrr en í vor. Með þessari 3,0 lítra dísilvél er kominn sjötti vélarkosturinn í F-150 bílinn. Sjálfskiptingin sem tengd verður dísilvélinni er 10 gíra og svo fjölgíra kassi á ekki síst að stuðla að lágri eyðslu bílsins. Einnig mun start/stop búnaður stuðla að lágri eyðslu hans. Hægt verður að fá dísilútgáfu F-150 með bæði fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og í Lariat, King Ranch og Platinum SuperCrew útfærslum með bæði 5,5 og 6,5 feta palli.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent