Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2018 08:31 Seth Meyers var gestgjafi Golden Globe í nótt. vísir/getty Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt enda verðlaunaafhendingin fyrsta stóra hátíðin í Hollywood eftir að ásakanir á hendur valdamiklum körlum í skemmtanabransanum um kynferðislegt ofbeldi og áreitni komu fram. Ísinn var brotinn í október síðastliðnum þegar New York Times og New Yorker birtu frásagnir fjölda kvenna af kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær sögðu Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda í Hollywood, hafa beitt sig. Síðan þá hafa fjölmargar konur sem og karlar stigið fram og sagt frá kynferðsilegu ofbeldi og áreitni um allan heim undir merkjum MeToo-byltingarinnar. Seth Meyers: "Good evening ladies and remaining gentlemen" #GoldenGlobes— Variety (@Variety) January 8, 2018 Weinstein, sem var einn valdamesti maðurinn í Hollywood, var í kjölfarið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og úr Óskarsakademíunni en Seth Meyers hafði þetta að segja um Weinstein í nótt: „Það er kominn tími til að tala um fílinn sem er ekki í herberginu. Harvey Weinstein er ekki hér. Það er út af því að ég hef heyrt orðróm um að hann sé ruglaður og erfitt að vinna með honum. En ekki hafa áhyggjur,hann kemur aftur eftir 20 ár þegar það verður púað á hann þegar hans verður minnst á meðal þeirra sem hafa látist á árinu,“ sagði Meyers. Hann skaut líka á leikarann Kevin Spacey sem rekinn var úr þáttaröðinni House of Cards eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingspilti árið 1986. Þá var hann einnig klipptur út úr mynd Ridley Scott, All the Money in the World, og var Christopher Plummer fenginn í hans stað til að leika Paul Getty. „Þrátt fyrir allt þá heldur sýningin áfram. Ég var til dæmis ánægður með að heyra að það á að gera aðra þáttaröð af House of Cards. Er Christopher Plummer laus í það líka? Getur hann talað með Suðurríkahreim því Kevin Spacey getur það ekki. Æ, var þetta of andstyggilegt? Í garð Kevin Spacey?“ Ræðu Meyers má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Golden Globes Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Hollywood Tengdar fréttir Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt enda verðlaunaafhendingin fyrsta stóra hátíðin í Hollywood eftir að ásakanir á hendur valdamiklum körlum í skemmtanabransanum um kynferðislegt ofbeldi og áreitni komu fram. Ísinn var brotinn í október síðastliðnum þegar New York Times og New Yorker birtu frásagnir fjölda kvenna af kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær sögðu Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda í Hollywood, hafa beitt sig. Síðan þá hafa fjölmargar konur sem og karlar stigið fram og sagt frá kynferðsilegu ofbeldi og áreitni um allan heim undir merkjum MeToo-byltingarinnar. Seth Meyers: "Good evening ladies and remaining gentlemen" #GoldenGlobes— Variety (@Variety) January 8, 2018 Weinstein, sem var einn valdamesti maðurinn í Hollywood, var í kjölfarið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og úr Óskarsakademíunni en Seth Meyers hafði þetta að segja um Weinstein í nótt: „Það er kominn tími til að tala um fílinn sem er ekki í herberginu. Harvey Weinstein er ekki hér. Það er út af því að ég hef heyrt orðróm um að hann sé ruglaður og erfitt að vinna með honum. En ekki hafa áhyggjur,hann kemur aftur eftir 20 ár þegar það verður púað á hann þegar hans verður minnst á meðal þeirra sem hafa látist á árinu,“ sagði Meyers. Hann skaut líka á leikarann Kevin Spacey sem rekinn var úr þáttaröðinni House of Cards eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni gegn unglingspilti árið 1986. Þá var hann einnig klipptur út úr mynd Ridley Scott, All the Money in the World, og var Christopher Plummer fenginn í hans stað til að leika Paul Getty. „Þrátt fyrir allt þá heldur sýningin áfram. Ég var til dæmis ánægður með að heyra að það á að gera aðra þáttaröð af House of Cards. Er Christopher Plummer laus í það líka? Getur hann talað með Suðurríkahreim því Kevin Spacey getur það ekki. Æ, var þetta of andstyggilegt? Í garð Kevin Spacey?“ Ræðu Meyers má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Golden Globes Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Hollywood Tengdar fréttir Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55
Golden Globe 2018: Sigurvegarar næturinnar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 75. skipti með pompi og prakt í Beverly Hills í Los Angeles í nótt. 8. janúar 2018 06:18