Menning

Fullgerðar sögur og brot úr fleirum á sýningu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Arnar vildi vera í þessum bransa síðan hann var sjö ára.
Arnar vildi vera í þessum bransa síðan hann var sjö ára. Vísir/Eyþór
Arnar Heiðmar hefur opnað myndasögusýningu í Borgarbókasafninu/Menningarhúsi í Grófinni við Tryggvagötu. Þar eru bæði fullgerðar sögur og brot úr fleirum sem Arnar hefur annaðhvort skrifað eða ritstýrt á síðustu árum.

Here and Back Again heitir sýningin. Sem listamaður rekur Arnar feril sinn til þess þegar hann tók þátt í myndasögusamkeppni með Elizabeth Katrín Mason í Grófinni fyrir fjórum árum. Síðan þá hefur hann unnið með fyrirtækjum, útgefendum og listamönnum.





„Áhugi minn á myndasögum snýr einkum að því að sjá hvernig myndir geta bætt við frásagnir – og öfugt – til dæmis þegar kemur að því að lýsa tilfinningum sögupersóna,“ segir Arnar. Spurður hvað hafi kveikt þann áhuga svarar hann: „Það voru aðallega myndir og þættir sem byggðu á myndasögum, svo sem Batman: The Animated Series. Bókasöfnin gáfu mér líka tækifæri til að lesa aragrúa af myndasögum, svo sem Sandman eftir Neil Gaiman. Ég hef viljað vera í þessum bransa síðan ég var um sjö ára aldur eða svo.“

Þetta er fyrsta skipti sem Arnar er með opinbera sýningu og hann útskýrir að sumar sögurnar geti verið byggðar á almenningsefni, svo sem ævintýrasögum. „Ég teikna ekki myndasögur heldur skrifa ég og ritstýri þeim og vinn af og til aðra vinnu tengda myndasögum.

Allar myndir á sýningunni núna eru eftir konur sem flestallar eru útlendingar sem ég finn í gegnum netið. Nöfn þeirra eru sýnd skýrt á sýningunni og mæli ég endilega með því að fólk sjái verkin þeirra.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×