Zara Tindall, barnabarn Elísabetar II Bretadrottningar, er ólétt af sínu öðru barni með eiginmanni sínum, Mike Tindall. Sky News segir frá þessu.
Talsmaður Buckinghamhallar segir drottninguna og fjölskyldu „mjög ánægða“ með fréttirnar.
Zara Tindall er dóttir Önnu, dóttur Elísabetar, og hefur hún unnið til fjölda verðlauna í hestaíþróttum. Mike Tindall er fyrrverandi rúgbíspilari. Fyrir eiga hjónin hina þriggja ára Miu.
Elísabet á fyrir fimm langömmubörn, en Vilhjálmur prins og Katrín eiga von á barni í apríl.
Anna, móðir Zöru, er næstelsta barn Elísabetar drottningar og Filippusar.
Elísabet drottning á von á sínu sjöunda langömmubarni
Atli Ísleifsson skrifar
