Aðalmeðferð lýkur í dag: Segja lögbannið ekki snúast um fyrrverandi forsætisráðherra Daníel Freyr Birkisson skrifar 5. janúar 2018 14:43 Ólafur Eiríkssön, lögmaður Glitnis HoldCo (t.h), við aðalmeðferðina í morgun. vísir/ernir Í dag lýkur aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavik Media. Skýrslutökum er lokið yfir vitnum og helstu leikendum í málinu. Auk þess flutti lögmaður stefnenda, Ólafur Eiríksson, mál sitt sem og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður stefndu. Stefnendur þrotabús Glitnis segja að málið snúist ekki um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og tengsl hans við bankann. Meðferðin hófst snemma í morgun með skýrslutöku á þeim Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra og ritstjóra Stundarinnar, og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, hjá Reykjavik Media. Var það mat beggja að upplýsingar sem miðlarnir hefðu undir höndum ættu fullt erindi við almenning enda væri um að ræða viðskipti einnar af æðstu opinberu persónum á Íslandi dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Er þá átt við viðskipti Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, auk venslamanna hans við Glitni.Sjá einnig:„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“Sagði Jón Trausti fyrir dómi að það hafi aldrei verið ætlunin að birta allar upplýsingar úr gögnunum, sem eru talin vera um viðskipti yfir þúsund einstaklinga og fyrirtækja, heldur einungis að birta hluti sem miðlarnir töldu varða almannahagsmuni. Það væri því fullkomlega eðlilegt og raunar sjálfsagt að fjalla um tengsl opinberra persóna við viðskiptalífið.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.vísir/ernirBeittu fyrir sig 25. gr. fjölmiðlalagaLögmenn stefnenda, Glitnis HoldCo, óskuðu svara frá Jóni Trausta og Jóhannesi um hvers konar gögn væri að ræða og hvert umfang þeirra væri. Vísuðu þeir báðir til 25. gr. fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna. Í framhaldinu var Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóri Stundarinnar, leidd til skýrslutöku og voru svörin á sömu leið. Óskaði lögmaður Glitnis eftir því að úrskurðað yrði hvort vitnin þyrftu efnislega að svara þeim spurningum sem fram höfðu verið bornar. Þeirri beiðni var synjað af dómara málsins, Kjartani Bjarna Björgvinssyni. Því næst voru þeir Ingi Freyr Vilhjálmsson og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamenn Stundarinnar leiddir fyrir dóminn. Svöruðu þeir á sömu leið og vísuðu til 25. greinarinnar eftir úrskurð dómsins.Málið snúist ekki um forsætisráðherrann fyrrverandiÍ málflutningi Ólafs Eiríkssonar, lögmanns Glitnis, segir að af hálfu bankans snúist málið ekki um viðskipti Bjarna Benediktssonar dagana örlagaríku fyrir efnahagshrun. Tímasetning þingkosninga hafi öllu heldur ekki skipt neinu máli. Hún hafi einungis ráðist af því hvenær Stundin og Reykjavík Media hófu að birta upplýsingar úr gögnunum Auk þess snúist málið um friðhelgi einkalífs stefnanda og viðskiptavina hans. Því hafi verið nauðsynlegt að grípa í taumana áður en frekari upplýsingar viðskiptavina litu dagsins ljós. Í þeim efnum vísaði hann til þess að fjallað hefði verið um viðskipti fólks tengt forsætisráðherranum fyrrverandi, sem ekki gegndi opinberum störfum. Er þá farið fram á afhendingu gagnanna út frá ákvæði um bankaleynd í lögum og var einnig vitnað til þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki. Upplýsingarnar njóti einnig stjórnarskrárbundinnar verndar en að lögmæt takmörkun tjáningarfrelsis sé þar einnig til staðar. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 „Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis gegn Stundinni fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. janúar 2018 11:11 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Í dag lýkur aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavik Media. Skýrslutökum er lokið yfir vitnum og helstu leikendum í málinu. Auk þess flutti lögmaður stefnenda, Ólafur Eiríksson, mál sitt sem og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður stefndu. Stefnendur þrotabús Glitnis segja að málið snúist ekki um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og tengsl hans við bankann. Meðferðin hófst snemma í morgun með skýrslutöku á þeim Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra og ritstjóra Stundarinnar, og Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, hjá Reykjavik Media. Var það mat beggja að upplýsingar sem miðlarnir hefðu undir höndum ættu fullt erindi við almenning enda væri um að ræða viðskipti einnar af æðstu opinberu persónum á Íslandi dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Er þá átt við viðskipti Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, auk venslamanna hans við Glitni.Sjá einnig:„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“Sagði Jón Trausti fyrir dómi að það hafi aldrei verið ætlunin að birta allar upplýsingar úr gögnunum, sem eru talin vera um viðskipti yfir þúsund einstaklinga og fyrirtækja, heldur einungis að birta hluti sem miðlarnir töldu varða almannahagsmuni. Það væri því fullkomlega eðlilegt og raunar sjálfsagt að fjalla um tengsl opinberra persóna við viðskiptalífið.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.vísir/ernirBeittu fyrir sig 25. gr. fjölmiðlalagaLögmenn stefnenda, Glitnis HoldCo, óskuðu svara frá Jóni Trausta og Jóhannesi um hvers konar gögn væri að ræða og hvert umfang þeirra væri. Vísuðu þeir báðir til 25. gr. fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna. Í framhaldinu var Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóri Stundarinnar, leidd til skýrslutöku og voru svörin á sömu leið. Óskaði lögmaður Glitnis eftir því að úrskurðað yrði hvort vitnin þyrftu efnislega að svara þeim spurningum sem fram höfðu verið bornar. Þeirri beiðni var synjað af dómara málsins, Kjartani Bjarna Björgvinssyni. Því næst voru þeir Ingi Freyr Vilhjálmsson og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamenn Stundarinnar leiddir fyrir dóminn. Svöruðu þeir á sömu leið og vísuðu til 25. greinarinnar eftir úrskurð dómsins.Málið snúist ekki um forsætisráðherrann fyrrverandiÍ málflutningi Ólafs Eiríkssonar, lögmanns Glitnis, segir að af hálfu bankans snúist málið ekki um viðskipti Bjarna Benediktssonar dagana örlagaríku fyrir efnahagshrun. Tímasetning þingkosninga hafi öllu heldur ekki skipt neinu máli. Hún hafi einungis ráðist af því hvenær Stundin og Reykjavík Media hófu að birta upplýsingar úr gögnunum Auk þess snúist málið um friðhelgi einkalífs stefnanda og viðskiptavina hans. Því hafi verið nauðsynlegt að grípa í taumana áður en frekari upplýsingar viðskiptavina litu dagsins ljós. Í þeim efnum vísaði hann til þess að fjallað hefði verið um viðskipti fólks tengt forsætisráðherranum fyrrverandi, sem ekki gegndi opinberum störfum. Er þá farið fram á afhendingu gagnanna út frá ákvæði um bankaleynd í lögum og var einnig vitnað til þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki. Upplýsingarnar njóti einnig stjórnarskrárbundinnar verndar en að lögmæt takmörkun tjáningarfrelsis sé þar einnig til staðar.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 „Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis gegn Stundinni fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. janúar 2018 11:11 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05
„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis gegn Stundinni fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. 5. janúar 2018 11:11