„Frekar myndum við fara í fangelsi“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 5. janúar 2018 09:05 Jón Trausti Reynisson er ritstjóri Stundarinnar en GlitnirHoldco fór fram á lögbann á fréttaflutning miðilsins og Reykjavík Media úr gögnum frá Glitni. Vísir/ÞÞ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skýrslutaka hefst klukkan 9:15 en áætlað er að aðalmeðferðin standi til 14:15 samkvæmt dagskrá dómstólanna. Þann 13. október síðastliðinn fór félag Glitnis HoldCo fram á lögbann á frekari fréttaflutningi útgáfufélags Stundarinnar og Reykjavik Media ehf. úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum. Þá höfðu Stundin og Reykjavik Media, ásamt breska fjölmiðlinum The Guardian, um nokkurra vikna skeið flutt ítarlegar fréttir um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans, dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Auk lögbannskröfunnar fór Glitnir HoldCo fram á að gögnin yrðu afhent og að lögbanni yrði komið á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfunni um afhendingu gagnanna var hafnað og féll lögmaður Glitnis frá síðari kröfunni. Þá var lögbannskrafan byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir og rökin með henni að í gögnunum væri að finna upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Var í lögbannsbeiðninni látið að því liggja að gögnin væru stolin úr kerfum bankans og ítrekað að beiðnin yrði því tekin fyrir tafarlaust. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á að lögbannskrafan yrði samþykkt og gengu fulltrúar embættisins fyrirvaralaust inn á skrifstofur Stundarinnar þar sem afhendingu gagnanna var krafist. Sigríður Rut Júlíusdóttir, annar tveggja lögmanna Stundarinnar og Reykjavik Media, gerði athugasemd við framkvæmdina og sagði að blaðamenn Stundarinnar hefðu engum vörnum getað komið við. Þá sagði Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, að frekar færu þau í fangelsi heldur en að afhenda gögnin sýslumanni.Sjá einnig: „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“„Aðför“ gegn Sjálfstæðisflokknum og formanni hansHaft var eftir Bjarna Benedikssyni, sem Stundin fjallaði um út frá gögnunum, að hann hefði ekki beðið um lögbannið og hafi aldrei kveinkað sér undan fjölmiðlaumfjöllun og enn síður farið fram á að látið yrði af umræðu um sig í fjölmiðlum. Þá sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að lögbannið væri aðför að flokknum og formanni hans. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans.[...]“ Fylgst verður með aðalmeðferðinni á Vísi í dag. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skýrslutaka hefst klukkan 9:15 en áætlað er að aðalmeðferðin standi til 14:15 samkvæmt dagskrá dómstólanna. Þann 13. október síðastliðinn fór félag Glitnis HoldCo fram á lögbann á frekari fréttaflutningi útgáfufélags Stundarinnar og Reykjavik Media ehf. úr gögnum sem Stundin hafði undir höndum. Þá höfðu Stundin og Reykjavik Media, ásamt breska fjölmiðlinum The Guardian, um nokkurra vikna skeið flutt ítarlegar fréttir um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans, dagana fyrir efnahagshrunið árið 2008. Auk lögbannskröfunnar fór Glitnir HoldCo fram á að gögnin yrðu afhent og að lögbanni yrði komið á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfunni um afhendingu gagnanna var hafnað og féll lögmaður Glitnis frá síðari kröfunni. Þá var lögbannskrafan byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir og rökin með henni að í gögnunum væri að finna upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Var í lögbannsbeiðninni látið að því liggja að gögnin væru stolin úr kerfum bankans og ítrekað að beiðnin yrði því tekin fyrir tafarlaust. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á að lögbannskrafan yrði samþykkt og gengu fulltrúar embættisins fyrirvaralaust inn á skrifstofur Stundarinnar þar sem afhendingu gagnanna var krafist. Sigríður Rut Júlíusdóttir, annar tveggja lögmanna Stundarinnar og Reykjavik Media, gerði athugasemd við framkvæmdina og sagði að blaðamenn Stundarinnar hefðu engum vörnum getað komið við. Þá sagði Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, að frekar færu þau í fangelsi heldur en að afhenda gögnin sýslumanni.Sjá einnig: „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“„Aðför“ gegn Sjálfstæðisflokknum og formanni hansHaft var eftir Bjarna Benedikssyni, sem Stundin fjallaði um út frá gögnunum, að hann hefði ekki beðið um lögbannið og hafi aldrei kveinkað sér undan fjölmiðlaumfjöllun og enn síður farið fram á að látið yrði af umræðu um sig í fjölmiðlum. Þá sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að lögbannið væri aðför að flokknum og formanni hans. „Þetta lögbann toppar líklega allar aðrar aðfarir að flokknum mínum og formanni hans.[...]“ Fylgst verður með aðalmeðferðinni á Vísi í dag.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira