Bíó og sjónvarp

Lokaþáttaröð Game of Thrones sýnd árið 2019

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kit Harrington í hlutverki Jon Snow í Game of Thrones.
Kit Harrington í hlutverki Jon Snow í Game of Thrones. IMDB
Lokaþáttaröð hinna geysivinsælu sjónvarpsþátta Game of Thrones verður sýnd á næsta ári, 2019. Frá þessu var greint á Facebook-þáttanna í kvöld þar sem segir að þáttaröðin verði sú áttunda og jafnframt síðasta í röðinni. Þar með er staðfest það sem áður var talið líklegt, það er að ekki væri von á þáttaröðinni á þessu ári heldur því næsta. 

Fyrsta þáttaröðin var sýnd árið 2011 og síðan hefur komið ein þáttaröð á ári, nú síðast í júlí og ágúst en oft hefur fyrsti þáttur í nýrri seríu verið sýndur í apríl.

Ekki er tilgreind nánari tímasetning fyrir lokaþáttaráðina á Facebook-síðunni svo hvort að aðdáendur þáttanna þurfi „bara“ að bíða í ár, eitt og hálft ár eða tæp tvö ár er ójóst. Það er að minnsta kosti alveg ljóst að aðdáendurnir bíða spenntir eftir síðustu þáttaröðinni. 

Vísir greindi frá því í desember að tökur á þáttaröðinni myndu fara fram hér á landi í febrúar. Er búist við því að tökurnar standi yfir í nokkra daga en tökur á þáttunum hafa áður farið fram hér á landi þegar teknar voru upp senur fyrir þáttaraðir tvö, þjrú, fjögur og sjö.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×