Tesla seldi 30.000 bíla á síðasta ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2018 09:38 Aðeins 1.550 nýir kaupendur Tesla Model 3 fengu bíla sína afhenta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Erfiðlega hefur gengið hjá rafbílaframleiðandanum Tesla að ná upp almennilegri fjöldaframleiðslu á bílum sínum þrátt fyrir bjartar áætlanir um aukna framleiðslugetu. Því er avallt beðið með eftirvæntingu er Tesla birtir tölur um sölu sína við lok hvers ársfjórðungs. Þær tölur birtust í gær fyrir lokaársfjórðung síðasta árs og reyndust vera 29.870 bílar, sem skiptist í 15.200 Model S bíla, 13.120 Model X bíla og 1.550 Model 3 bíla. Er þetta 26% meiri sala en á sama ársfjórðungi árið 2016 og 9% meiri sala en á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Framleiðslan er því á hægri uppleið en engu að síður ljóst að erfiðlega gengur enn að ná upp mikilli framleiðslu á Model 3 bílnum. Hún á fyrir löngu á að vera komin í 5.000 bíla framleiðslu á viku en á greinileg langt í land með það. Tesla segir að fyrirtækið muni ná því markmiði í júní í sumar og ekki veitir af því yfir 400.000 kaupendur bíða eftir bílum sínum. Tesla seldi alls 101.312 bíla á síðasta ári, sem er 33% meira en árið 2016. Í seldum bílum er Tesla því enn um hundrað sinnum minni bílaframleiðandi en Volkswagen Group sem seldi kringum 10 milljón bíla í fyrra. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent
Erfiðlega hefur gengið hjá rafbílaframleiðandanum Tesla að ná upp almennilegri fjöldaframleiðslu á bílum sínum þrátt fyrir bjartar áætlanir um aukna framleiðslugetu. Því er avallt beðið með eftirvæntingu er Tesla birtir tölur um sölu sína við lok hvers ársfjórðungs. Þær tölur birtust í gær fyrir lokaársfjórðung síðasta árs og reyndust vera 29.870 bílar, sem skiptist í 15.200 Model S bíla, 13.120 Model X bíla og 1.550 Model 3 bíla. Er þetta 26% meiri sala en á sama ársfjórðungi árið 2016 og 9% meiri sala en á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Framleiðslan er því á hægri uppleið en engu að síður ljóst að erfiðlega gengur enn að ná upp mikilli framleiðslu á Model 3 bílnum. Hún á fyrir löngu á að vera komin í 5.000 bíla framleiðslu á viku en á greinileg langt í land með það. Tesla segir að fyrirtækið muni ná því markmiði í júní í sumar og ekki veitir af því yfir 400.000 kaupendur bíða eftir bílum sínum. Tesla seldi alls 101.312 bíla á síðasta ári, sem er 33% meira en árið 2016. Í seldum bílum er Tesla því enn um hundrað sinnum minni bílaframleiðandi en Volkswagen Group sem seldi kringum 10 milljón bíla í fyrra.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent