Neyðarlínan tengd á ný í Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Neyðarlínan hefur nú verið tengd á ný og geta ríkin því auðveldlega átt í beinum samskiptum. vísir/epa Neyðarlína á milli yfirvalda í Norður- og Suður-Kóreu hefur verið tengd á ný. Suður-Kóreumenn fengu í gær símtal í gegnum línuna þar sem einræðisríkið tilkynnti að tengingu hefði verið komið á. Engin slík lína hefur verið tengd í tvö ár eftir að einræðisherrann Kim Jong-un fyrirskipaði aftengingu hennar. Samkvæmt sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu eru 33 neyðarlínur sem þessi til. Þessi tiltekna lína er staðsett í landamærabænum Panmunjom. Ríkin hafa ekki átt í viðræðum frá því í desember 2015. Skömmu eftir þær fyrirskipaði Kim aftenginguna og hætti norðrið því að svara í þennan merkilega síma. Athygli vakti að í Norður-Kóreu var það ekki ríkismiðillinn KCNA sem greindi frá tíðindunum. Þess í stað gaf Ri Son-gwon, formaður nefndar um friðsamlega sameiningu föðurlandsins, út tilkynningu sem hann sagði gefna út með samþykki Kim Jong-un.Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.vísir/afpHið fyrsta símtal var stutt og greindu suðurkóreskir miðlar frá því að enn væri verið að gera athuganir á línunni, til að mynda á öryggi hennar. Markmiðið með þessari ákvörðun einræðisherrans er að ríkin tvö geti átt í einföldum samskiptum um að senda íþróttamenn frá Norður-Kóreu á Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu síðar á þessu ári. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, tók ákvörðuninni fagnandi og sagði hana afar mikilvæga. „Þetta gerir okkur kleift að eiga í samskiptum hvenær sem er.“ Suðurkóreskir fjölmiðlar voru þó fullir efasemda. Þannig sagði í dagblaðinu JoongAng Ilbo að ef til vill hefði Norður-Kóreustjórn ákveðið að sækja í átt að friði nú til þess að vinna sér inn tíma svo hægt væri að fullklára kjarnorkuáætlun ríkisins. Dagblaðið Hankyoreh tók í sama streng. „Kim hefur ekki haggast tommu frá þeirri óábyrgu kjarnorkuþróunarstefnu sem hann hefur unnið að,“ sagði í blaðinu. Í nýársávarpi sínu sagðist Kim vilja þíða frosið samband á Kóreuskaga. Sagði hann enn fremur að þátttaka Norður-Kóreu á Ólympíuleikunum væri til þess fallin að sýna að íbúar Kóreuskaga stæðu saman. En í nýársávarpinu boðaði Kim þó ekki einungis frið. Hótaði hann Bandaríkjunum ítrekað og sagði jafnframt að hann væri tilbúinn með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu sínu. Átti hann þar við að hann gæti fyrirskipað kjarnorkuárás án þess að hreyfa sig nema um örfáa sentimetra. Þessu tók Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ekki þegjandi. „Vill einhver úr þessari þreyttu og sveltu ógnarstjórn hans vinsamlega upplýsa Kim um að ég sé líka með kjarnorkuhnapp. Hann er hins vegar miklu stærri og öflugri en hans hnappur. Minn virkar meira að segja,“ tísti forsetinn. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Neyðarlína á milli yfirvalda í Norður- og Suður-Kóreu hefur verið tengd á ný. Suður-Kóreumenn fengu í gær símtal í gegnum línuna þar sem einræðisríkið tilkynnti að tengingu hefði verið komið á. Engin slík lína hefur verið tengd í tvö ár eftir að einræðisherrann Kim Jong-un fyrirskipaði aftengingu hennar. Samkvæmt sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu eru 33 neyðarlínur sem þessi til. Þessi tiltekna lína er staðsett í landamærabænum Panmunjom. Ríkin hafa ekki átt í viðræðum frá því í desember 2015. Skömmu eftir þær fyrirskipaði Kim aftenginguna og hætti norðrið því að svara í þennan merkilega síma. Athygli vakti að í Norður-Kóreu var það ekki ríkismiðillinn KCNA sem greindi frá tíðindunum. Þess í stað gaf Ri Son-gwon, formaður nefndar um friðsamlega sameiningu föðurlandsins, út tilkynningu sem hann sagði gefna út með samþykki Kim Jong-un.Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.vísir/afpHið fyrsta símtal var stutt og greindu suðurkóreskir miðlar frá því að enn væri verið að gera athuganir á línunni, til að mynda á öryggi hennar. Markmiðið með þessari ákvörðun einræðisherrans er að ríkin tvö geti átt í einföldum samskiptum um að senda íþróttamenn frá Norður-Kóreu á Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu síðar á þessu ári. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, tók ákvörðuninni fagnandi og sagði hana afar mikilvæga. „Þetta gerir okkur kleift að eiga í samskiptum hvenær sem er.“ Suðurkóreskir fjölmiðlar voru þó fullir efasemda. Þannig sagði í dagblaðinu JoongAng Ilbo að ef til vill hefði Norður-Kóreustjórn ákveðið að sækja í átt að friði nú til þess að vinna sér inn tíma svo hægt væri að fullklára kjarnorkuáætlun ríkisins. Dagblaðið Hankyoreh tók í sama streng. „Kim hefur ekki haggast tommu frá þeirri óábyrgu kjarnorkuþróunarstefnu sem hann hefur unnið að,“ sagði í blaðinu. Í nýársávarpi sínu sagðist Kim vilja þíða frosið samband á Kóreuskaga. Sagði hann enn fremur að þátttaka Norður-Kóreu á Ólympíuleikunum væri til þess fallin að sýna að íbúar Kóreuskaga stæðu saman. En í nýársávarpinu boðaði Kim þó ekki einungis frið. Hótaði hann Bandaríkjunum ítrekað og sagði jafnframt að hann væri tilbúinn með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu sínu. Átti hann þar við að hann gæti fyrirskipað kjarnorkuárás án þess að hreyfa sig nema um örfáa sentimetra. Þessu tók Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ekki þegjandi. „Vill einhver úr þessari þreyttu og sveltu ógnarstjórn hans vinsamlega upplýsa Kim um að ég sé líka með kjarnorkuhnapp. Hann er hins vegar miklu stærri og öflugri en hans hnappur. Minn virkar meira að segja,“ tísti forsetinn.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira