23.269 nýskráðir bílar 2017 Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2018 15:47 Hyundai Kona borgarsportjeppinn verður kynntur 13. janúar hjá BL. Á nýliðnu ári voru alls 23.269 nýir fólks- og sendibílar skráðir á innlenda bílamarkaðnum, 15% fleiri en 2016 og hafa aldrei áður fleiri nýir bílar verið skráðir hér á landi. Af heildarfjöldanum voru rúmlega 27,7% bílar af merkjum sem BL er með umboð fyrir, alls 6.453 sem er 25% aukning frá fyrra ári. Í síðasta mánuði ársins 2017 voru í heild 1.048 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, þar af 296 frá BL og var markaðshlutdeild fyrirtækisins 28,2% í desember. Aldrei fyrr í sögu BL eða forvera þess, IH og B&L, hafa fleiri bílar af viðkomandi merkjum verið nýskráðir á einu ári.Hyundai söluhæsturHyundai var söluhæsta merki BL 2017 með 1.771, 30% fleiri en 2016. Nissan var næst söluhæsta merkið þar sem 1.433 bílar voru nýskráðir, 36% fleiri en árið á undan. Þriðji söluhæstur var Renault með 1.279 bíla sem er 14% aukning frá 2016. Sala var einnig góð í öðrum merkjum BL, svo sem Dacia með 735 nýskráningar og Subaru þar sem 477 bílar voru nýskráðir. Sala var einnig góð í dýrari merkjum fyrirtækisins, en alls voru 717 BMW og Jaguar Land Rover nýskráðir á liðnu ári.Svipaður fjöldi bílaleigubíla Svipaður fjöldi fólks- og sendibíla var nýskráður bílaleigunum hér á landi árin 2016 og 2017. Einungis 19 færri voru skráðir á nýliðnu ári eða 8.580 saman borið við 8.599 árið 2016. Má ætla að markaður fyrir bílaleigubíla sé að komast í jafnvægi og haldast í hendur við fjölda erlendra ferðamanna sem sækir landið heim.BL með umboð fyrir 10 bílaframleiðendur Í rekstri BL og Hyundai á Íslandi einkenndist árið 2017 af einstaklega ánægjulegum samskiptum við viðskiptavini, hvort sem um ræðir einstaklinga, fyrirtæki eða stofnanir. BL er með umboð fyrir tíu bílaframleiðendur sem bjóða bíla á mjög breiðu verðbili. Má því með sanni segja að hjá BL finni flestir bíl við sitt hæfi. Á árinu frumsýndi fyrirtækið nærri 20 alveg nýja eða uppfærðar útgáfur af bílum framleiðenda, m.a. Jaguar, MINI, Hyundai IONIQ, Range Rover Velar, Land Rover Discovery, Nissan Micra, Renault Koleos og marga fleiri vinsæla bíla hér á landi enda hafa móttökurnar ekki látið á sér standa. Nýhafið ár byrjar af miklum krafti eins og í fyrra með áframhaldandi verðlækkunum á nýjum bílum eins og hægt er að kynna sér á heimasíðu fyrirtækisins. Fram undan eru svo frekari frumsýningar á nýjum og uppfærðum bílgerðum, svo sem frá Hyundai, BMW, MINI, Dacia og fleirum.BMW X3 af þriðju kynslóð verður einnig kynntur laugardaginn 13. janúar hjá BL.Hér sést sala allra umoðanna á nýliðnu ári. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent
Á nýliðnu ári voru alls 23.269 nýir fólks- og sendibílar skráðir á innlenda bílamarkaðnum, 15% fleiri en 2016 og hafa aldrei áður fleiri nýir bílar verið skráðir hér á landi. Af heildarfjöldanum voru rúmlega 27,7% bílar af merkjum sem BL er með umboð fyrir, alls 6.453 sem er 25% aukning frá fyrra ári. Í síðasta mánuði ársins 2017 voru í heild 1.048 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, þar af 296 frá BL og var markaðshlutdeild fyrirtækisins 28,2% í desember. Aldrei fyrr í sögu BL eða forvera þess, IH og B&L, hafa fleiri bílar af viðkomandi merkjum verið nýskráðir á einu ári.Hyundai söluhæsturHyundai var söluhæsta merki BL 2017 með 1.771, 30% fleiri en 2016. Nissan var næst söluhæsta merkið þar sem 1.433 bílar voru nýskráðir, 36% fleiri en árið á undan. Þriðji söluhæstur var Renault með 1.279 bíla sem er 14% aukning frá 2016. Sala var einnig góð í öðrum merkjum BL, svo sem Dacia með 735 nýskráningar og Subaru þar sem 477 bílar voru nýskráðir. Sala var einnig góð í dýrari merkjum fyrirtækisins, en alls voru 717 BMW og Jaguar Land Rover nýskráðir á liðnu ári.Svipaður fjöldi bílaleigubíla Svipaður fjöldi fólks- og sendibíla var nýskráður bílaleigunum hér á landi árin 2016 og 2017. Einungis 19 færri voru skráðir á nýliðnu ári eða 8.580 saman borið við 8.599 árið 2016. Má ætla að markaður fyrir bílaleigubíla sé að komast í jafnvægi og haldast í hendur við fjölda erlendra ferðamanna sem sækir landið heim.BL með umboð fyrir 10 bílaframleiðendur Í rekstri BL og Hyundai á Íslandi einkenndist árið 2017 af einstaklega ánægjulegum samskiptum við viðskiptavini, hvort sem um ræðir einstaklinga, fyrirtæki eða stofnanir. BL er með umboð fyrir tíu bílaframleiðendur sem bjóða bíla á mjög breiðu verðbili. Má því með sanni segja að hjá BL finni flestir bíl við sitt hæfi. Á árinu frumsýndi fyrirtækið nærri 20 alveg nýja eða uppfærðar útgáfur af bílum framleiðenda, m.a. Jaguar, MINI, Hyundai IONIQ, Range Rover Velar, Land Rover Discovery, Nissan Micra, Renault Koleos og marga fleiri vinsæla bíla hér á landi enda hafa móttökurnar ekki látið á sér standa. Nýhafið ár byrjar af miklum krafti eins og í fyrra með áframhaldandi verðlækkunum á nýjum bílum eins og hægt er að kynna sér á heimasíðu fyrirtækisins. Fram undan eru svo frekari frumsýningar á nýjum og uppfærðum bílgerðum, svo sem frá Hyundai, BMW, MINI, Dacia og fleirum.BMW X3 af þriðju kynslóð verður einnig kynntur laugardaginn 13. janúar hjá BL.Hér sést sala allra umoðanna á nýliðnu ári.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent