Sport

Dana: Conor dauðlangar að berjast aftur við Mayweather

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fáum við annan bardaga á mili þeirra? Það verður tíminn að leiða í ljós.
Fáum við annan bardaga á mili þeirra? Það verður tíminn að leiða í ljós. vísir/getty
Í upphafi ársins er mikið spáð í hvað Conor McGregor geri næst en það er orðið ansi langt síðan hann barðist síðast fyrir UFC.

Á síðasta ári lét hann duga að keppa í boxi gegn Floyd Mayweather og tók fyrir það stjarnfræðilegan pening. Svo mikinn að hann þyrfti aldrei aftur að berjast.

Conor varð mjög spenntur er Mayweather gaf því undir fótinn á dögunum að koma í UFC. Ef af því verður ekki þá er hann meira en til í að boxa aftur við Mayweather að því er Dana White, forseti UFC, segir.

„Conor dauðlangar að boxa aftur við hann. Ég sagði honum að það hefði verið aðdáunarvert hvað hann stóð sig vel í síðasta bardaga gegn honum. Conor var aftur á móti ekki sáttur því hann trúði því virkilega að hann myndi hafa betur gegn Mayweather,“ segir White.

„Ég efast ekkert um að hann myndi stökkva á tækifærið að boxa aftur við Mayweather en hann þarf að koma sér aftur í MMA og verja titilinn sinn hjá okkur.“

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×