Lamborghini þakinn 1,3 milljónum Swarovski kristöllum Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2018 15:57 Það styrnir af bíl hennar Dariu Radionovu. Þessi Lamborghini Huracán bíll á líklega engan sinn líkan því hann er með 1.300.000 Swarovski kristöllum í lakkinu sem hann var endurskrautaður með. Það má geta sér til að það hafi kostað skildinginn að þekja bíl sinn svo rækilega með kristöllunum, en það er reyndar ekkert nýtt fyrir eiganda bílsins. Bíllinn er í eigu Daria Radionova en hún hefur áður átt fjölmarga rándýra lúxusbíla sem hún hefur einmitt þakið Swarovski kristöllum. Fyrir nokkrum árum lét hún þekja Mercedes Benz CLS 350 bíl sinn með einni milljón kristalla og þann bíl seldi hún svo á eBay fyrir 154.000 dollara. Það er ekki nema von að bíllinn hafi vakið nokkra athygli á meðal vegfarenda í London, þaðan sem þetta myndskeið er. Þessi Lamborghini Huracán Vinceri Edition hennar Dariu Radionovu er með 610 hestafla V10 vél, svo hún ætti að komast hratt og örugglega á milli tískuverslananna í London.Svona var Benzinn hennar Dariu Radionovu. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður
Þessi Lamborghini Huracán bíll á líklega engan sinn líkan því hann er með 1.300.000 Swarovski kristöllum í lakkinu sem hann var endurskrautaður með. Það má geta sér til að það hafi kostað skildinginn að þekja bíl sinn svo rækilega með kristöllunum, en það er reyndar ekkert nýtt fyrir eiganda bílsins. Bíllinn er í eigu Daria Radionova en hún hefur áður átt fjölmarga rándýra lúxusbíla sem hún hefur einmitt þakið Swarovski kristöllum. Fyrir nokkrum árum lét hún þekja Mercedes Benz CLS 350 bíl sinn með einni milljón kristalla og þann bíl seldi hún svo á eBay fyrir 154.000 dollara. Það er ekki nema von að bíllinn hafi vakið nokkra athygli á meðal vegfarenda í London, þaðan sem þetta myndskeið er. Þessi Lamborghini Huracán Vinceri Edition hennar Dariu Radionovu er með 610 hestafla V10 vél, svo hún ætti að komast hratt og örugglega á milli tískuverslananna í London.Svona var Benzinn hennar Dariu Radionovu.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður