Milljón rafmagnsbílar seldir í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2018 09:40 Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims. worldcarfans Árið 2017 seldust ríflega 1 milljón rafmagns- og tengiltvinnbílar í heiminum og eru slíkir bílar nú um 3,3 milljón talsins. Á þessu ári er búist við miklum vexti í sölu slíkra bíla, eða á bilinu 50-100% og að við lok þessa árs verði yfir 5 milljónir rafmagns- eða tengiltvinnbílar á götum heimsins. Er þá gert ráð fyrir að 1,7-2,0 milljón slíkir bílar seljist í ár. Rétt um 80 milljón bílar seldust í heiminum á síðasta ári og má búast við lítilsháttar aukningu í ár. Sala rafmagns- og tengiltvinnbíla gæti því numið yfir 2% af heildarsölunni á þessu ári, en var um 1,25% á nýliðnu ári. Flestir rafmagnsbílar seljast í Kína, en næststærsta einstaka landið í sölu þannig bíla er Bandaríkin og þar á eftir koma Japan og Noregur. Söluhæsta einstaka bílgerðin er Nissan Leaf.Sala rafmagnsbíla fer hratt vaxandiworldcarfans Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent
Árið 2017 seldust ríflega 1 milljón rafmagns- og tengiltvinnbílar í heiminum og eru slíkir bílar nú um 3,3 milljón talsins. Á þessu ári er búist við miklum vexti í sölu slíkra bíla, eða á bilinu 50-100% og að við lok þessa árs verði yfir 5 milljónir rafmagns- eða tengiltvinnbílar á götum heimsins. Er þá gert ráð fyrir að 1,7-2,0 milljón slíkir bílar seljist í ár. Rétt um 80 milljón bílar seldust í heiminum á síðasta ári og má búast við lítilsháttar aukningu í ár. Sala rafmagns- og tengiltvinnbíla gæti því numið yfir 2% af heildarsölunni á þessu ári, en var um 1,25% á nýliðnu ári. Flestir rafmagnsbílar seljast í Kína, en næststærsta einstaka landið í sölu þannig bíla er Bandaríkin og þar á eftir koma Japan og Noregur. Söluhæsta einstaka bílgerðin er Nissan Leaf.Sala rafmagnsbíla fer hratt vaxandiworldcarfans
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent