Kia Stinger GT vs. Panamera og BMW 640i Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2018 10:38 Kia Stinger GT á greinilega í fullu tré við stóru stákana sem kosta miklu meira. Mikið er þessa dagana fjallað um hinn nýja Kia Stinger GT sportbíl og erlendir bílavefir hafa borið hann saman við miklu dýrari bíla og yfirleitt fengið út þá niðustöðu að hinn fremur ódýri Kia Stinger GT standi mörgum helmingi dýrari bílum að sporði. Bílavefurinn Motor1.com bar saman Kia Stinger GT við Porsche Panamera 3,0L V6 og BMW 640i Gran Coupe M Sport nýlega og fékk út athygliverða niðurstöðu. Í Bandaríkjunum kostar Panamera bíllinn 90.900 dollara, BMW 640i 89.195 dollara, en Kia Stinger GT 41.250 dollara, eða minna en helminginn af hinum tveimur. Í prufunum á þessum bílum kom BMW 640i Gran Coupe M Sport talsvert verst út og tapa fyrir hinum tveimur á öllum sviðum, en Kia Stinger GT og Porsche Panamera bílarnir skiptu á milli sín sigrunum í hinum ýmsu prófunum á bílunum. Alls ekki slæmt fyrir bíl sem kost minna en helminginn af hinum tveimur. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá þennan samanburð bílanna þriggja. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent
Mikið er þessa dagana fjallað um hinn nýja Kia Stinger GT sportbíl og erlendir bílavefir hafa borið hann saman við miklu dýrari bíla og yfirleitt fengið út þá niðustöðu að hinn fremur ódýri Kia Stinger GT standi mörgum helmingi dýrari bílum að sporði. Bílavefurinn Motor1.com bar saman Kia Stinger GT við Porsche Panamera 3,0L V6 og BMW 640i Gran Coupe M Sport nýlega og fékk út athygliverða niðurstöðu. Í Bandaríkjunum kostar Panamera bíllinn 90.900 dollara, BMW 640i 89.195 dollara, en Kia Stinger GT 41.250 dollara, eða minna en helminginn af hinum tveimur. Í prufunum á þessum bílum kom BMW 640i Gran Coupe M Sport talsvert verst út og tapa fyrir hinum tveimur á öllum sviðum, en Kia Stinger GT og Porsche Panamera bílarnir skiptu á milli sín sigrunum í hinum ýmsu prófunum á bílunum. Alls ekki slæmt fyrir bíl sem kost minna en helminginn af hinum tveimur. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá þennan samanburð bílanna þriggja.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent