Renault – Nissan – Mitsubishi segjast stærstir Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2018 09:54 Renault - Nissan - Mitsubishi segist nú framleiða fleiri fólksbíla en Volkswagen Group. Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen Group þá átti fyrirtækið frábært söluár í fyrra og seldi alls 10,74 milljón bíla og jók söluna um 4,3% frá fyrra ári. Sérstaklega átti fyrirtækið frábæran desembermánuð en þá seldi það 998.800 bíla og jók söluna um 8,5% frá desember árið áður. En eftir að Renault – Nissan keypti stóran hlut í Mitsubishi reiknar fyrirtækið alla sölu fyrirtækjanna þriggja saman. Hún nam ríflega 10,6 milljón bíla í fyrra og segir að hún sé meiri en hjá Volkswagen Group þar sem Volkswagen Group tekur sölu á Scania og MAN trukkaframleiðendunum með í sinni heildarbílasölu og nam sala þessara tveggja trukkamerkja 200.000 bílum. Með því sé fólksbílasala Renault – Nissan – Mitsubishi meiri en hjá Volkswagen Group. Inní sölu Renault – Nissan – Mitsubishi eru bílamerkin Dacia, Datsun og hið rússneska AvtoVAZ sem framleiðir Lada bíla, en öll þessi fyrirtæki tilheyra Renault – Nissan. Víst er þó að Toyota er í þriðja sætinu þegar kemur að heildarsölu með 10,35 milljón bíla sölu í fyrra en í þeirri tölu er sala Toyota, Lexus, Daihatsu og Hino. Toyota áætlar að selja 10,5 milljón bíla í ár. Þegar kemur að lúxusbílamerkjum trónir Mercedes Benz á toppnum með 2,3 milljón bíla sölu, BMW í öðru sæti með 2,08 milljón bíla og Audi í því þriðja með 1,87 milljón bíla sölu í fyrra. Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent
Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen Group þá átti fyrirtækið frábært söluár í fyrra og seldi alls 10,74 milljón bíla og jók söluna um 4,3% frá fyrra ári. Sérstaklega átti fyrirtækið frábæran desembermánuð en þá seldi það 998.800 bíla og jók söluna um 8,5% frá desember árið áður. En eftir að Renault – Nissan keypti stóran hlut í Mitsubishi reiknar fyrirtækið alla sölu fyrirtækjanna þriggja saman. Hún nam ríflega 10,6 milljón bíla í fyrra og segir að hún sé meiri en hjá Volkswagen Group þar sem Volkswagen Group tekur sölu á Scania og MAN trukkaframleiðendunum með í sinni heildarbílasölu og nam sala þessara tveggja trukkamerkja 200.000 bílum. Með því sé fólksbílasala Renault – Nissan – Mitsubishi meiri en hjá Volkswagen Group. Inní sölu Renault – Nissan – Mitsubishi eru bílamerkin Dacia, Datsun og hið rússneska AvtoVAZ sem framleiðir Lada bíla, en öll þessi fyrirtæki tilheyra Renault – Nissan. Víst er þó að Toyota er í þriðja sætinu þegar kemur að heildarsölu með 10,35 milljón bíla sölu í fyrra en í þeirri tölu er sala Toyota, Lexus, Daihatsu og Hino. Toyota áætlar að selja 10,5 milljón bíla í ár. Þegar kemur að lúxusbílamerkjum trónir Mercedes Benz á toppnum með 2,3 milljón bíla sölu, BMW í öðru sæti með 2,08 milljón bíla og Audi í því þriðja með 1,87 milljón bíla sölu í fyrra.
Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent