Dauðans alvara Jón Páll Hreinsson og Pétur G. Markan skrifar 18. janúar 2018 13:25 Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og Kirkjubólshlíð, hættulegasti vegur landsins, sem liggur á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Þetta eru tvær af helstu ógnum íbúa við Ísafjarðardjúp. Þessi staða er blákaldur veruleiki íbúanna við Djúpið, ógnar mannslífum og hindrar alla framþróun, hvort sem litið er til lýðfræðilegrar þróunar eða atvinnuþróunar. Þetta lífshættulega ástand ætti aldrei að ræða af sveimhug, kraftleysi eða hálfkæringi. Þetta er dauðans alvara. Það er skýlaus krafa okkar að lausn verði fundin á ótryggum flugsamgöngum. Ef það þýðir nýtt flugvallarstæði, þá er það bara réttlátt og öruggt. Einnig krefjumst við þess að Álftafjarðargöng fái röska meðferð innan samgönguáætlunnar, og verði komin til framkvæmdar næst á eftir Dýrafjarðargöngum. Þetta þarfnast ekki frekari umræðna. Það liggur fyrir að uppbygging er hafin á Vestfjörðum með tilkomu fiskeldis. Sú uppbygging er vonlaus án þess að við fáum til okkar nýtt fólk – ungt fólk – hæft fólk – frábært fólk. Þetta fólk sættir sig ekki við þá stöðu sem við lýsum hér. Krafa Vestfirðinga er að búa við sambærilega innviði og sambærilegt öryggi og aðrir landsmenn. Við búum í landi þar sem ekki er ásættanlegt að börn búi við hættu og öryggisleysi. Þegar líf og framtíð Vestfirðinga er undir eru engar málamiðlanir, kraftleysi og afslættir í boði. Við öskrum, berjumst, tryllumst og hættum aldrei fyrr en þessum málum er siglt í örugga höfn. Slíkt er eðlilegt þegar börnin manns eru í húfi. Slíkt er skylda þegar framtíð Vestfjarða er undir. Málið er dauðans alvara. Greinin er eftir Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar, og Pétur G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur G. Markan Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru skrifuð hefur einangrun Djúpsins verið viðvarandi frá laugardagskvöldi 13. janúar. Hvað þýðir það í nútímasamfélagi? Frá 13. janúar hafa allir vegir verið lokaðir til svæðisins, vegna ófærðar og snjóflóða, og flugsamgöngur verið stopular til landshlutans, vegna óhagstæðra vinda. Tvær megin orsakir eru til grundvallar þessari eingangrun; erfitt flugvallarstæði á Ísafirði og Kirkjubólshlíð, hættulegasti vegur landsins, sem liggur á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Þetta eru tvær af helstu ógnum íbúa við Ísafjarðardjúp. Þessi staða er blákaldur veruleiki íbúanna við Djúpið, ógnar mannslífum og hindrar alla framþróun, hvort sem litið er til lýðfræðilegrar þróunar eða atvinnuþróunar. Þetta lífshættulega ástand ætti aldrei að ræða af sveimhug, kraftleysi eða hálfkæringi. Þetta er dauðans alvara. Það er skýlaus krafa okkar að lausn verði fundin á ótryggum flugsamgöngum. Ef það þýðir nýtt flugvallarstæði, þá er það bara réttlátt og öruggt. Einnig krefjumst við þess að Álftafjarðargöng fái röska meðferð innan samgönguáætlunnar, og verði komin til framkvæmdar næst á eftir Dýrafjarðargöngum. Þetta þarfnast ekki frekari umræðna. Það liggur fyrir að uppbygging er hafin á Vestfjörðum með tilkomu fiskeldis. Sú uppbygging er vonlaus án þess að við fáum til okkar nýtt fólk – ungt fólk – hæft fólk – frábært fólk. Þetta fólk sættir sig ekki við þá stöðu sem við lýsum hér. Krafa Vestfirðinga er að búa við sambærilega innviði og sambærilegt öryggi og aðrir landsmenn. Við búum í landi þar sem ekki er ásættanlegt að börn búi við hættu og öryggisleysi. Þegar líf og framtíð Vestfirðinga er undir eru engar málamiðlanir, kraftleysi og afslættir í boði. Við öskrum, berjumst, tryllumst og hættum aldrei fyrr en þessum málum er siglt í örugga höfn. Slíkt er eðlilegt þegar börnin manns eru í húfi. Slíkt er skylda þegar framtíð Vestfjarða er undir. Málið er dauðans alvara. Greinin er eftir Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar, og Pétur G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar