Nýr og endurhannaður Duster kynntur hjá BL Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2018 13:14 Dacia Duster hefur reynst vel við íslenskar aðstæður. Dacia kynnti nýja og endurhannaða útgáfu af sportjeppanum Duster á bílasýningunni í Frankfurt í september 2017. Næstkomandi laugardag 20. janúar kynnir BL bílinn í sýningarsalnum við Sævarhöfða þar sem einnig verða reynsluakstursbílar til taks. Meðal breytinga, sem gerðar hafa verið á Duster, má nefna nýjan og öflugri undirvagn til að auka torfærugetuna, en einnig hefur verið skerpt á útlínum og ásýnd bílsins til vitnis um bætta getu auk þess sem ýmsu hefur verið breytt í farþegarýminu til að auka þægindi ökumanns og farþega. Duster hefur fengið nýja vélarhlíf með skarpari línum, nýtt grill og nýja hönnun aðalljósa ásamt LED-dagljósum auk þess sem efri lína framrúðunnar hefur verið hækkuð til að auka rýmistilfinningu farþeganna. Þá hafa þakbogarnir verið lengdir og er Duster nú auk þess fáanlegur á 17” álfelgum. Helsta breytingin að aftan eru alveg ný ferköntuð afturljós sem ná út á jaðar beggja hliða.Ný ásýnd í farþegarými Farþegarýmið hefur fengið nýja innréttingu, hljóðeinangrun hefur verið aukin, bæði frá vél og ytri umhverfishljóðum auk þess sem hljómgæði afþreyingarkerfisins hafa verið bætt með nýjum hátölurum. Bíllinn er búinn alveg nýjum og þægilegri sætum og hönnun og staðsetning stjórntækja hefur verið breytt. Meðal annars er kominn nýr og stærri fjölnotaskjár á lóðréttan miðjustokkinn sem tengist bakkmyndavélinni. Þá hefur handbremsan verið færð ásamt 4WD- hnappnum til að auka geymslupláss. Hægt er að stilla stýrishjólið á tvo vegu (upp/niður og að/frá) og stillingar á ökumannssætinu eru nú fleiri en áður auk þess sem armpúða hefur verið bætt við hægra megin. Einnig hefur hönnun höfuðpúðanna að aftan verið breytt til að auka sýn ökumanns um afturrúðuna. Undir aftursætin hefur einnig verið útbúin ný geymsla sem er góð viðbót við 467 lítra farangursgeymsluna sem stækka má í allt að 1.623 lítra með því að fella niður bak aftursætanna.Bættir aksturseiginleikarSem fyrr eru 210 mm undir lægsta punkt á Duster sem skapað hafa rómaða aksturseiginleika á fábrotnum vegum eins og þeim sem ferðalangar þekkja á hálendi Íslands. Til að bæta aksturseiginleikana enn frekar er nýr Duster búinn nýrri rafdrifinni stýrisvél sem bregst betur og nákvæmar við en áður og auðveldar ökumanni akstur við krefjandi aðstæður.Staðalbúnaður og verðNýr Duster er mjög vel búinn staðalbúnaði eins og fráfarandi gerð bílsins sem hægt er að kynna sér á vef BL. Meðal nýunga sem bætt hefur verið við eru brekkustjórn (Hill Descent Control) og brekkuaðstoð (Hill Start Assist). Brekkustjórn heldur bílnum á öruggum hraða á leið niður brattar og erfiðar brekkur og vinnur m.a. með fjórhjóladrifinu til að tryggja hámarksstöðugleika. Brekkuaðstoðin hins vegar tryggir að bíllinn renni ekki aftur á bak þegar ekið er af stað upp bratta brekku. Einnig tryggja kerfin öruggari akstur í veghalla. Þá er nýr Duster einnig búinn áttavita og Start/Stop hnappi, en einnig er hægt að fá Duster með lyklalausu aðgengi sem m.a. aflæsir bílnum þegar ökumaður kemur upp að bílnum. Bíllinn er einnig búinn vistaksturstakka (Eco2) sem ökumaður notar til að hámarka eldsneytisnýtingu sportjeppans sem eins og áður er búinn hinni þaulreyndu 110 hestafla dísilvél frá Renault. Þá mun BL einnig bjóða Duster með nýrri 125 hestafla 1,2 l Tce-bensínvél. Lyklalausa aðgengið fylgir Prestigeútgáfu Duster auk sjálfvirkrar miðstöðvar með loftkælingu. Einnig er Prestige búinn Multiview myndavélakerfi og 17“ álfelgum og hægt er að panta bílinn með leðursætum. Með bensínvél kostar Duster frá 3.490 þúsundum króna og frá 3.690 þúsundum króna með dísilvél.Myndarlegt farangursrými.Ný og betri innrétting og bætt hljóðeinangrun. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent
Dacia kynnti nýja og endurhannaða útgáfu af sportjeppanum Duster á bílasýningunni í Frankfurt í september 2017. Næstkomandi laugardag 20. janúar kynnir BL bílinn í sýningarsalnum við Sævarhöfða þar sem einnig verða reynsluakstursbílar til taks. Meðal breytinga, sem gerðar hafa verið á Duster, má nefna nýjan og öflugri undirvagn til að auka torfærugetuna, en einnig hefur verið skerpt á útlínum og ásýnd bílsins til vitnis um bætta getu auk þess sem ýmsu hefur verið breytt í farþegarýminu til að auka þægindi ökumanns og farþega. Duster hefur fengið nýja vélarhlíf með skarpari línum, nýtt grill og nýja hönnun aðalljósa ásamt LED-dagljósum auk þess sem efri lína framrúðunnar hefur verið hækkuð til að auka rýmistilfinningu farþeganna. Þá hafa þakbogarnir verið lengdir og er Duster nú auk þess fáanlegur á 17” álfelgum. Helsta breytingin að aftan eru alveg ný ferköntuð afturljós sem ná út á jaðar beggja hliða.Ný ásýnd í farþegarými Farþegarýmið hefur fengið nýja innréttingu, hljóðeinangrun hefur verið aukin, bæði frá vél og ytri umhverfishljóðum auk þess sem hljómgæði afþreyingarkerfisins hafa verið bætt með nýjum hátölurum. Bíllinn er búinn alveg nýjum og þægilegri sætum og hönnun og staðsetning stjórntækja hefur verið breytt. Meðal annars er kominn nýr og stærri fjölnotaskjár á lóðréttan miðjustokkinn sem tengist bakkmyndavélinni. Þá hefur handbremsan verið færð ásamt 4WD- hnappnum til að auka geymslupláss. Hægt er að stilla stýrishjólið á tvo vegu (upp/niður og að/frá) og stillingar á ökumannssætinu eru nú fleiri en áður auk þess sem armpúða hefur verið bætt við hægra megin. Einnig hefur hönnun höfuðpúðanna að aftan verið breytt til að auka sýn ökumanns um afturrúðuna. Undir aftursætin hefur einnig verið útbúin ný geymsla sem er góð viðbót við 467 lítra farangursgeymsluna sem stækka má í allt að 1.623 lítra með því að fella niður bak aftursætanna.Bættir aksturseiginleikarSem fyrr eru 210 mm undir lægsta punkt á Duster sem skapað hafa rómaða aksturseiginleika á fábrotnum vegum eins og þeim sem ferðalangar þekkja á hálendi Íslands. Til að bæta aksturseiginleikana enn frekar er nýr Duster búinn nýrri rafdrifinni stýrisvél sem bregst betur og nákvæmar við en áður og auðveldar ökumanni akstur við krefjandi aðstæður.Staðalbúnaður og verðNýr Duster er mjög vel búinn staðalbúnaði eins og fráfarandi gerð bílsins sem hægt er að kynna sér á vef BL. Meðal nýunga sem bætt hefur verið við eru brekkustjórn (Hill Descent Control) og brekkuaðstoð (Hill Start Assist). Brekkustjórn heldur bílnum á öruggum hraða á leið niður brattar og erfiðar brekkur og vinnur m.a. með fjórhjóladrifinu til að tryggja hámarksstöðugleika. Brekkuaðstoðin hins vegar tryggir að bíllinn renni ekki aftur á bak þegar ekið er af stað upp bratta brekku. Einnig tryggja kerfin öruggari akstur í veghalla. Þá er nýr Duster einnig búinn áttavita og Start/Stop hnappi, en einnig er hægt að fá Duster með lyklalausu aðgengi sem m.a. aflæsir bílnum þegar ökumaður kemur upp að bílnum. Bíllinn er einnig búinn vistaksturstakka (Eco2) sem ökumaður notar til að hámarka eldsneytisnýtingu sportjeppans sem eins og áður er búinn hinni þaulreyndu 110 hestafla dísilvél frá Renault. Þá mun BL einnig bjóða Duster með nýrri 125 hestafla 1,2 l Tce-bensínvél. Lyklalausa aðgengið fylgir Prestigeútgáfu Duster auk sjálfvirkrar miðstöðvar með loftkælingu. Einnig er Prestige búinn Multiview myndavélakerfi og 17“ álfelgum og hægt er að panta bílinn með leðursætum. Með bensínvél kostar Duster frá 3.490 þúsundum króna og frá 3.690 þúsundum króna með dísilvél.Myndarlegt farangursrými.Ný og betri innrétting og bætt hljóðeinangrun.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent