Dregið um veiðileyfi í Elliðaánum í kvöld Karl Lúðvíksson skrifar 18. janúar 2018 11:03 Ásgeir Heiðar tekst á við lax í Teljarastreng SVFR Eitt að vinsælustu veiðisvæðum landsins og líklega sú á sem hvað flestir þekkja er Elliðaáin sem rennur í gegnum Reykjavík. Hún hefur um árabil verið vinsæl og eru veiðileyfin í hana mjög eftirsótt enda er veiðin góð og svo sannarlega stutt af fara í veiði fyrir borgarbúa. Sú tilhögum er á úthlutun að dregið er um veiðileyfi og er sá dráttur gjarnan mjög spennandi en dregið verður um leyfin í kvöld hjá SVFR. Eftirfarandi frétt er frá félaginu: "Það er loksins að koma að því að dregið verði úr innsendum umsóknum um veiðileyfi í Elliðaánum á komandi veiðisumri. Útdráttur fer fram í húsakynnum SVFR að Rafstöðvarvegi 14, fimmtudagskvöldið 18. janúar kl. 20.00.Áhugasömum er boðið að koma og fylgjast með en einnig verður fjallað ítarlega um útdráttinn á vef SVFR og á Facebook-síðu félagsins eftir því sem honum vindur fram. Mikill áhugi er meðal félagsmanna SVFR á að veiða í Elliðaánum enda hefur veiðin undanfarin ár verið góð. Segja má að í Elliðaánum séu félagsmenn á heimavelli enda var félagið stofnað árið 1939 utan um leigu ánna og þar hafa fjölmargir veiðimenn tekið sín fyrstu skref í laxveiðinni – lært hvernig á að kasta, lesa vatn og krækja í laxa. Barna- og unglingadagar SVFR við Elliðaárnar eru t.a.m. lykilþáttur í fræðslustarfi félagsins.Eins og við var að búast var töluverð umframeftirspurn eftir veiðileyfum í Elliðanum næsta sumar. Vegna þessa var brugðið á það ráð að láta tölvu sjá um útdrátt leyfa líkt og hefur gefist vel undanfarin ár. Félagsmenn SVFR sóttu í úthlutun um tiltekna viku sem þeir helst vilja veiða í og á fimmtudaginn kemur í ljós hverjir detta í lukkupottinn. Umsóknir þeirra sem ekki fá úthlutað leyfum fara í pott og verður dregið úr honum um lausa daga sem eftir standa. Fari svo að einhverir dagar gangi ekki út verða þeir boðnir til sölu í vefsölu félagsins. Úthlutanir á öðrum svæðum félagsins eru í fullum gangi og ættu flest svæði að klárast í þessari viku. Stjórn SVFR óskar félagsmönnum góðs gengis í drættinum og gleðilegs veiðisumars." Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði
Eitt að vinsælustu veiðisvæðum landsins og líklega sú á sem hvað flestir þekkja er Elliðaáin sem rennur í gegnum Reykjavík. Hún hefur um árabil verið vinsæl og eru veiðileyfin í hana mjög eftirsótt enda er veiðin góð og svo sannarlega stutt af fara í veiði fyrir borgarbúa. Sú tilhögum er á úthlutun að dregið er um veiðileyfi og er sá dráttur gjarnan mjög spennandi en dregið verður um leyfin í kvöld hjá SVFR. Eftirfarandi frétt er frá félaginu: "Það er loksins að koma að því að dregið verði úr innsendum umsóknum um veiðileyfi í Elliðaánum á komandi veiðisumri. Útdráttur fer fram í húsakynnum SVFR að Rafstöðvarvegi 14, fimmtudagskvöldið 18. janúar kl. 20.00.Áhugasömum er boðið að koma og fylgjast með en einnig verður fjallað ítarlega um útdráttinn á vef SVFR og á Facebook-síðu félagsins eftir því sem honum vindur fram. Mikill áhugi er meðal félagsmanna SVFR á að veiða í Elliðaánum enda hefur veiðin undanfarin ár verið góð. Segja má að í Elliðaánum séu félagsmenn á heimavelli enda var félagið stofnað árið 1939 utan um leigu ánna og þar hafa fjölmargir veiðimenn tekið sín fyrstu skref í laxveiðinni – lært hvernig á að kasta, lesa vatn og krækja í laxa. Barna- og unglingadagar SVFR við Elliðaárnar eru t.a.m. lykilþáttur í fræðslustarfi félagsins.Eins og við var að búast var töluverð umframeftirspurn eftir veiðileyfum í Elliðanum næsta sumar. Vegna þessa var brugðið á það ráð að láta tölvu sjá um útdrátt leyfa líkt og hefur gefist vel undanfarin ár. Félagsmenn SVFR sóttu í úthlutun um tiltekna viku sem þeir helst vilja veiða í og á fimmtudaginn kemur í ljós hverjir detta í lukkupottinn. Umsóknir þeirra sem ekki fá úthlutað leyfum fara í pott og verður dregið úr honum um lausa daga sem eftir standa. Fari svo að einhverir dagar gangi ekki út verða þeir boðnir til sölu í vefsölu félagsins. Úthlutanir á öðrum svæðum félagsins eru í fullum gangi og ættu flest svæði að klárast í þessari viku. Stjórn SVFR óskar félagsmönnum góðs gengis í drættinum og gleðilegs veiðisumars."
Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði