Hyundai pallbíll á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2018 10:29 Hinn laglegasti pallbíll frá Hyundai hér á ferð. Á teikniborðinu hjá Hyundai er nú nýr pallbíll sem í fyrstu verður beint að mörkuðum í Ástralíu og Asíu. Þessi nýi pallbíll verður ekki hugsaður fyrir stærsta pallbílamarkað heims í Bandaríkjunum, að minnsta kosti ekki í fyrstu. Annar pallbíll er hugsaður fyrir Ameríkumarkað og mun hann bera nafnið Santa Cruz og verða framleiddur í Alabama. Yfirhönnuður Hyundai og Kia, Peter Schreyer segir að bíllinn fyrir Ástralíu og Asíu verði einungis hannaður fyrir Hyundai og ekki er því von á afbrigði hans frá systurmerkinu Kia. Framleiðsla þessa laglega pallbíls mun þó ekki hefjast fyrr en árið 2021, svo fremi sem hann fái grænt ljós hjá yfirstjórn Hyundai. Það er ekki að spyrja að aflinu í Santa Cruz pallbílnum sem bandarískum kaupendum mun standa til boða, en hann mun líklega fá 3,3 lítra biturbo V6 vél sem skilar 365 hestöflum til allra hjólanna og togar 510 Nm. Þessa vél má einnig finna í Genesis G70 bílnum frá lúxusbíladeild Hyundai. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent
Á teikniborðinu hjá Hyundai er nú nýr pallbíll sem í fyrstu verður beint að mörkuðum í Ástralíu og Asíu. Þessi nýi pallbíll verður ekki hugsaður fyrir stærsta pallbílamarkað heims í Bandaríkjunum, að minnsta kosti ekki í fyrstu. Annar pallbíll er hugsaður fyrir Ameríkumarkað og mun hann bera nafnið Santa Cruz og verða framleiddur í Alabama. Yfirhönnuður Hyundai og Kia, Peter Schreyer segir að bíllinn fyrir Ástralíu og Asíu verði einungis hannaður fyrir Hyundai og ekki er því von á afbrigði hans frá systurmerkinu Kia. Framleiðsla þessa laglega pallbíls mun þó ekki hefjast fyrr en árið 2021, svo fremi sem hann fái grænt ljós hjá yfirstjórn Hyundai. Það er ekki að spyrja að aflinu í Santa Cruz pallbílnum sem bandarískum kaupendum mun standa til boða, en hann mun líklega fá 3,3 lítra biturbo V6 vél sem skilar 365 hestöflum til allra hjólanna og togar 510 Nm. Þessa vél má einnig finna í Genesis G70 bílnum frá lúxusbíladeild Hyundai.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent