Hótel Kría er að hluta byggt úr einingum frá Moelven í Noregi sem er eitt stærsta húseiningafyrirtæki í Evrópu, en framleiðsla Moelven hefur gefið góða raun við íslenskar aðstæður. Miðrými hótelsins, m.a. gestamóttaka og veitingasalur, er byggt úr forsteyptum einingum.
Aðstandendur að byggingu og rekstri Hótel Kríu í Vík í Mýrdal eru þeir Vilhjálmur Sigurðsson, Hjálmar Pétursson og Sigurður Elías Guðmundsson.

Sigurður Elías Guðmundson hefur margra ára reynslu af hótel og veitingarekstri í Vík í Mýrdal og er meðal annars eigandi Icelandair Hótels Vík sem og eigandi og rekstraraðili Víkurskála, veitingastaðarins Icecave og Lavecafé í nýrri og glæsilegri verslunarmiðstöð Icewear.
„Við sjáum mikil tækifæri í uppbyggingu hótels á Vík í Mýrdal enda fjölfarinn ferðamannastaður sem skartar ægifagurri náttúru” segir Vilhjálmur.
„Það er mikil eftirspurn er eftir gistingu á svæðinu og við höfum þegar fengið fjölda fyrirspurna um gistingu hjá Hótel Kríu þó formleg sala og markaðssetning sé ekki hafin. Það verður opnað fyrir bókanir á næstu dögum og við eigum von á að það verði mikil eftirspurn strax á fyrstu dögunum.”