„Lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. janúar 2018 20:00 Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna úttektar en grunur var um að búseta væri í húsinu. Hann kallar eftir umræðu um mál sem þessi. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins áformi lokun á ólöglegu leiguhúsnæði við Köllunarklettsveg 4 en slökkviliðið og lögregla réðust til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu og vegna búsetunnar er brunavörnum áfátt og ekki reglum samkvæm. Eigandi hússins vísar því á bug að búið sé í húsinu. Fram kemur að vegna aðgerðanna fyrir rúmu ári hafi starfsmanni slökkviliðsins borist hótanir en Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri sagði í samtali við blaðið; „að það væri ekkert sem slökkviliðið vilji hafa að aðalatriði í málinu,“ og að „ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast.“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig ummælum slökkviliðsstjórans. „Satt best að segja þá kemur það mér á óvart að þessu hafi verið svarað með þessum hætti vegna þess að ég lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Stefán telur að starfsöryggi eldvarnareftirlitsmanna sé heilt yfir tryggt en oft á tíðum þurfi þeir að taka ákvarðanir sem sem húseigendum geti þótt óréttlátar. Þeir vinni þó eftir lögum sem séu alveg skýr. Ekki liggur fyrir hvort önnur sambærileg mál hafi komið upp í störfum eldvarnareftirlitsmanna á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar á landinu. „Við höfum engar spurnir haft af þess háttar málum sem vísað er til en ég mun kalla eftir upplýsingum og ferla þetta mál upp,“ segir Stefán. Tengdar fréttir Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Slökkviliðið ætlar að loka ósamþykktu leiguhúsnæði um mánaðamótin en síðast var gripið til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. 16. janúar 2018 06:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Sjá meira
Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig á því af hverju eigandi iðnaðarhúsnæðis hafi komist upp með að hafa haft í hótunum við slökkviliðsmann vegna úttektar en grunur var um að búseta væri í húsinu. Hann kallar eftir umræðu um mál sem þessi. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins áformi lokun á ólöglegu leiguhúsnæði við Köllunarklettsveg 4 en slökkviliðið og lögregla réðust til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu og vegna búsetunnar er brunavörnum áfátt og ekki reglum samkvæm. Eigandi hússins vísar því á bug að búið sé í húsinu. Fram kemur að vegna aðgerðanna fyrir rúmu ári hafi starfsmanni slökkviliðsins borist hótanir en Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri sagði í samtali við blaðið; „að það væri ekkert sem slökkviliðið vilji hafa að aðalatriði í málinu,“ og að „ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast.“ Formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna furðar sig ummælum slökkviliðsstjórans. „Satt best að segja þá kemur það mér á óvart að þessu hafi verið svarað með þessum hætti vegna þess að ég lít svo á að ef opinberum starfsmönnum er hótað þá beri að kæra það til lögreglu,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Stefán telur að starfsöryggi eldvarnareftirlitsmanna sé heilt yfir tryggt en oft á tíðum þurfi þeir að taka ákvarðanir sem sem húseigendum geti þótt óréttlátar. Þeir vinni þó eftir lögum sem séu alveg skýr. Ekki liggur fyrir hvort önnur sambærileg mál hafi komið upp í störfum eldvarnareftirlitsmanna á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar á landinu. „Við höfum engar spurnir haft af þess háttar málum sem vísað er til en ég mun kalla eftir upplýsingum og ferla þetta mál upp,“ segir Stefán.
Tengdar fréttir Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Slökkviliðið ætlar að loka ósamþykktu leiguhúsnæði um mánaðamótin en síðast var gripið til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. 16. janúar 2018 06:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Sjá meira
Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Slökkviliðið ætlar að loka ósamþykktu leiguhúsnæði um mánaðamótin en síðast var gripið til aðgerða vegna hússins í nóvember fyrir rúmu ári. 16. janúar 2018 06:00