„Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. janúar 2018 17:30 Guðmundur B. Ólafsson ásamt stuðningsmönnum landsliðsins í Split í dag en karlalandsliðið mætir Króötum í kvöld. Vísir/Ernir Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. Bryndís Bjarnadóttir, fyrrverandi handboltakona hjá Val, sagði þar frá því að hún hafði verið áreitt kynferðislega af þjálfara sínum. Sagðist hún vera óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot á annarri konu en var svo ráðin hjá öðru liði. „Það er ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum í þessum málum og er HSÍ ekki þar undanskilið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Ekki hafa verið til verkferlar eða reglur um hvernig á að taka á svona kvörtunum og hvaða afleiðingar þær geta haft, t.d. til sjálfboðavinnu.“Sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þessÞá segir í tilkynningunni að sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort einstakir aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þess, það ákvörðunarvald sé hjá félögunum sjálfum. „Á sínum tíma brást HSÍ þannig við að umræddur aðili vann ekki sjálfboðastarf fyrir sambandið í um það bil tvö ár eftir það. Eflaust má gagnrýna sambandið fyrir að fela honum afmörkuð verkefni einungis tveimur árum síðar og tekur HSÍ allri gagnrýni með opnum hug og mun gera betur í framtíðinni,“ kemur fram í tilkynningunni. Jafnframt kemur fram að umræddur aðili hafi hvergi komið nærri afreks- eða landsliðshópum síðan. Þá segir einnig í tilkynningunni frá stjórninni að sambandið hafi þegar brugðist við gagnrýninni og hafið vinnu að leiðum og reglum sem tryggja stöðu þolenda og taka á þeim álitaefnum sem um ræðir.Manninum boðið til Katar af HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, staðfestir það í samtali við Vísi að manninum hafi vissulega verið boðið til Katar af HSÍ en að sambandið hafi ekki borgað ferðina fyrir hann. „Þegar þessi Katar ferð kemur til er hann aftur byrjaður að vinna sem sjálfboðaliði hjá okkur. Alþjóðahandknattleikssambandið tók upp á því að bjóða fimmtán stuðningmönnum til Katar svo HSÍ bar ekki kostnaðinn af því,“ segir Guðmundur. Segir hann jafnframt að aðilarnir hafi þurft að fara út og vera í þrjár vikur en að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi haft stuttan fyrirvara á þessu. „Við buðum þeim sjálfboðaliðum sem voru við störf á þessum tíma. Þannig kemur það til að hann var þar með.“ MeToo Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. Bryndís Bjarnadóttir, fyrrverandi handboltakona hjá Val, sagði þar frá því að hún hafði verið áreitt kynferðislega af þjálfara sínum. Sagðist hún vera óánægð með framgöngu HSÍ í málinu en þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot á annarri konu en var svo ráðin hjá öðru liði. „Það er ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum í þessum málum og er HSÍ ekki þar undanskilið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Ekki hafa verið til verkferlar eða reglur um hvernig á að taka á svona kvörtunum og hvaða afleiðingar þær geta haft, t.d. til sjálfboðavinnu.“Sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þessÞá segir í tilkynningunni að sambandið hafi ekki völd til að ákvarða hvort einstakir aðilar geti starfað hjá aðildarfélögum þess, það ákvörðunarvald sé hjá félögunum sjálfum. „Á sínum tíma brást HSÍ þannig við að umræddur aðili vann ekki sjálfboðastarf fyrir sambandið í um það bil tvö ár eftir það. Eflaust má gagnrýna sambandið fyrir að fela honum afmörkuð verkefni einungis tveimur árum síðar og tekur HSÍ allri gagnrýni með opnum hug og mun gera betur í framtíðinni,“ kemur fram í tilkynningunni. Jafnframt kemur fram að umræddur aðili hafi hvergi komið nærri afreks- eða landsliðshópum síðan. Þá segir einnig í tilkynningunni frá stjórninni að sambandið hafi þegar brugðist við gagnrýninni og hafið vinnu að leiðum og reglum sem tryggja stöðu þolenda og taka á þeim álitaefnum sem um ræðir.Manninum boðið til Katar af HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, staðfestir það í samtali við Vísi að manninum hafi vissulega verið boðið til Katar af HSÍ en að sambandið hafi ekki borgað ferðina fyrir hann. „Þegar þessi Katar ferð kemur til er hann aftur byrjaður að vinna sem sjálfboðaliði hjá okkur. Alþjóðahandknattleikssambandið tók upp á því að bjóða fimmtán stuðningmönnum til Katar svo HSÍ bar ekki kostnaðinn af því,“ segir Guðmundur. Segir hann jafnframt að aðilarnir hafi þurft að fara út og vera í þrjár vikur en að Alþjóðahandknattleikssambandið hafi haft stuttan fyrirvara á þessu. „Við buðum þeim sjálfboðaliðum sem voru við störf á þessum tíma. Þannig kemur það til að hann var þar með.“
MeToo Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira