Körfubolti

Sverrir Þór: Get ekki verið annað en í skýjunum

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Sverrir Þór í leiknum í dag.
Sverrir Þór í leiknum í dag. Vísir/Hanna
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum hæstánægður með sigur Keflavíkur á grönnum sínum frá Njarðvík, 74-63 í úrslitum Malt-bikarsins. Var þetta annað árið í röð sem að Keflavík vinnur þennan bikar og fimmtánda skiptið í sögu félagsins, sem er met. 

 „Ég get ekki annað en verið í skýjunum með þennan sigur. Það er magnaður árangur fyrir félag á borð við Keflavík að vinna þennan bikar fimmtán sinnum“ 

 Spurður um hvað hefði skopið þennan sigur, sagði Sverrir að þetta hefði verið þolinmæðisverk.

„Njarðvíkurstelpurnar komu virkilega flottar inn í þennan leik og voru mjög öflugar. Þær spiluðu svæðisvörn lengi sem við vorum í smá basli með. Það tók okkur smá tíma að komas  okkar leik í gang en það var ekkert panikk í gangi. Við héldum bara áfram og svo small þetta á réttum tíma. Við vissum að þetta kæmi að lokum.“

Augljóst var að Sverrir vanmat ekki lið Njarðvíkur fyrir leikinn þrátt fyrir að þær grænklæddu væru stigalausar í deildinni. Leikurinn þróaðist nákvæmlega eins og hann bjóst við.  

„Ég var búinn að undibúa mitt lið fyrir svona jafnan leik. Njarðvík hefur verið í svona leikjum í bikarnum á móti liðum sem eru áþekk okkur. Ég sagði við stelpurnar mínar í hálfleik að þetta væri nákvæmlega eins leikur og við bjuggumst við, jafn og harður leikur og barist um alla bolta. Liðið mitt svaraði kallinu í síðari hálfleik og steig á bensíngjöfina. Ég er með ánægður með það“ 

Brittanny Dinkins var valinn maður leiksins af KKÍ í leikslok en Sverri fannst Embla Kristínardóttir ekki síðri í leiknum.

 „Embla og Brittanny myndi ég segja að hafi verið leiðtogarnir. Svo voru margar aðrar sem áttu góðar rispur í leiknum. En Embla var stórkostleg í þessum leik. Fyrir mér hefði verið hægt að velja annað hvort Brittany eða Emblu sem mann leiksins, þær áttu það báðar skilið. “ 

Að lokum var Sverrir spurður útí það hvernig honum lítist á komandi leiki í Domino’s deildinni

„Mér líst vel á næstu leiki. Við komum náttúrulega til leiks með breytt lið frá því fyrir áramót. Þórunn og Emilía eru dottnar út en Embla er kominn inn, sem er að sjálfsögðu mikill liðsstyrkur. Við förum bara í það núna að safna stigum í deildinni“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×