Körfubolti

Stærsti sigurinn í 22 ár

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Friðrik Þór Stefánsson átti 3 af 96 stigum Tindastóls
Friðrik Þór Stefánsson átti 3 af 96 stigum Tindastóls vísir/hanna
Tindastóll valtaði yfir bikarmeistara síðustu tveggja ára og Íslandsmeistara síðustu fjögurra ára, KR, 69-96 í úrslitaleiknum í Maltbikar karla.

Sigur Tindastóls var sá stærsti í 22 ár í sögu bikarúrslitaleikja karla og sá næst stærsti frá upphafi.

Stærsti sigurinn kom árið 1993 þegar Keflavík vann Snæfell með 39 stigum, 115-76.

Árið 1996 áttust Haukar og ÍA við í úrslitum bikarsins og unnu Haukar þá með 27 stigum, líkt og Tindastólsmenn gerðu í dag.

Stærstu sigrar í bikarkeppni KKÍ

1993 Keflavík - Snæfell 115-76 (39 stig)

2018 Tindastóll - KR 96-69 (27 stig)

1996 Haukar - ÍA 85-58 (27 stig)

2005 Fjölnir - Njarðvík 64-90 (26 stig)

2003 Keflavík - Snæfell 95-71 (24 stig)

1998 Grindavík - KFÍ 95-71 (24 stig)


Tengdar fréttir

Umfjöllun: KR - Tindastóll 69-96 | Tindastóll bikarmeistari í fyrsta sinn

Tindastóll er bikarmeistari í körfubolta í fyrsta skipti eftir að hafa unnið glæstan sigur á bikarmeisturum síðustu þriggja ára, KR, í Laugardalshöllinni í kvöld. Maltbikarinn er því á leið í Skagafjörðinn, en Tindastóll lagði gruninn að sigrinum í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×