Áfall að lesa frásagnir íþróttakvenna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. janúar 2018 18:43 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Ernir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir það hafa verið honum áfall að lesa frásagnir íþróttakvenna sem birtar voru í gær undir merkju MeToo. Hann segir að allir verði að geta treyst því að íþróttastarf sé öruggur vettvangur og það eigi að vera sameiginlegt forgangsverkefni að tryggja algjört öryggi iðkenda og annarra sem koma að íþróttamálum. Þetta kemur fram í vikulegum pistli borgarstjórans. „Brotin eru gróf og jafnvel grófari en í frásögnum annarra kvennahópa sem við höfum heyrt undanfarið og þolendurnir oft ungir. Ábyrgð gerenda er vitanlega grundvallaratriði en ábyrgð samfélagsins að hlusta - ekki aðeins á frásagnirnar heldur bregðast við er ótvíræð og mikil. Um það snýst líka ákall íþróttakvennanna,“ skrifar Dagur. Hann segir að íþróttir, íþróttaþátttaka, íþróttafélög og íþróttahreyfingin i heild hafi verið aðalsmerki og stolt samfélagsins. „Og við höfum oft í ræðu og riti fjallað um jákvæð áhrif þeirra. Samfélagið og sveitarfélögin hafa staðið myndarlega á bak við íþróttastarf með uppbyggingu og margvíslegum styrkjum. Við eigum því að finna til ábyrgðar og líta á það sem forgangsmál og frumskyldu að kynferðisleg áreitni eða ofbeldi verði ekki liðin í tengslum við íþróttastarf, keppni og æfingar.“Ábyrgðin skýr Hann segir að allir iðkendur, foreldrar þeirra og forráðamenn sem og allir sem komi að íþróttastarfi verði að geta treyst því að það sé örggur vettvangur og að tekið sé á málum sem koma upp af fagmennsku og festu. „Í því felst að staðið sé með þolendum og þeim veittur nauðsynlegur og eðlilegur stuðningur. Og þetta snýst líka greinilega um breytta menningu, og jafnrétti á öllum sviðum.“ Hann segir að ábyrgð forystu íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar í heild, ásamt ábyrgð sveitarfélaganna sem fjármagna stóran hluta starfseminnar vera sérstaklega skýra þegar kemur að því að stíga skref um úrbætur. „Ég hef þegar verið í sambandi við forystu Íþróttabandalags Reykjavíkur til að bjóða fram stuðning borgarinnnar við viðbrögð og úrvinnslu einstakra mála, stuðning við gerð ferla og viðbragðsáætlana þar sem slíkt vantar. Það á að vera sameiginlegt forgangsverkefni að tryggja algjört öryggi iðkenda og allra annarra sem koma að íþróttamálum - að ótöldu umhverfi jafnréttis og virðingar í öllum samskiptum. Annað kemur ekki til greina. Ég vil þakka íþróttakonunum sem að baki ákallinu standa alveg sérstaklega fyrir hugrekkið og forystuna. Nú tökum við höndum saman og gerum þær breytingar sem þarf.“ MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Yfirlýsing frá ÍSÍ: Ofbeldi verður ekki liðið! Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því að íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 15:45 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Vinnumarkaðurinn gegnir lykilhlutverki í baráttunni gegn einelti, ofbeldi og áreitni Stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök skrifuðu undir viljayfirlýsingu í dag. Þá verður skipaður starfshópur á næstunni sem mun kortleggja áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði. 11. janúar 2018 19:45 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir það hafa verið honum áfall að lesa frásagnir íþróttakvenna sem birtar voru í gær undir merkju MeToo. Hann segir að allir verði að geta treyst því að íþróttastarf sé öruggur vettvangur og það eigi að vera sameiginlegt forgangsverkefni að tryggja algjört öryggi iðkenda og annarra sem koma að íþróttamálum. Þetta kemur fram í vikulegum pistli borgarstjórans. „Brotin eru gróf og jafnvel grófari en í frásögnum annarra kvennahópa sem við höfum heyrt undanfarið og þolendurnir oft ungir. Ábyrgð gerenda er vitanlega grundvallaratriði en ábyrgð samfélagsins að hlusta - ekki aðeins á frásagnirnar heldur bregðast við er ótvíræð og mikil. Um það snýst líka ákall íþróttakvennanna,“ skrifar Dagur. Hann segir að íþróttir, íþróttaþátttaka, íþróttafélög og íþróttahreyfingin i heild hafi verið aðalsmerki og stolt samfélagsins. „Og við höfum oft í ræðu og riti fjallað um jákvæð áhrif þeirra. Samfélagið og sveitarfélögin hafa staðið myndarlega á bak við íþróttastarf með uppbyggingu og margvíslegum styrkjum. Við eigum því að finna til ábyrgðar og líta á það sem forgangsmál og frumskyldu að kynferðisleg áreitni eða ofbeldi verði ekki liðin í tengslum við íþróttastarf, keppni og æfingar.“Ábyrgðin skýr Hann segir að allir iðkendur, foreldrar þeirra og forráðamenn sem og allir sem komi að íþróttastarfi verði að geta treyst því að það sé örggur vettvangur og að tekið sé á málum sem koma upp af fagmennsku og festu. „Í því felst að staðið sé með þolendum og þeim veittur nauðsynlegur og eðlilegur stuðningur. Og þetta snýst líka greinilega um breytta menningu, og jafnrétti á öllum sviðum.“ Hann segir að ábyrgð forystu íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar í heild, ásamt ábyrgð sveitarfélaganna sem fjármagna stóran hluta starfseminnar vera sérstaklega skýra þegar kemur að því að stíga skref um úrbætur. „Ég hef þegar verið í sambandi við forystu Íþróttabandalags Reykjavíkur til að bjóða fram stuðning borgarinnnar við viðbrögð og úrvinnslu einstakra mála, stuðning við gerð ferla og viðbragðsáætlana þar sem slíkt vantar. Það á að vera sameiginlegt forgangsverkefni að tryggja algjört öryggi iðkenda og allra annarra sem koma að íþróttamálum - að ótöldu umhverfi jafnréttis og virðingar í öllum samskiptum. Annað kemur ekki til greina. Ég vil þakka íþróttakonunum sem að baki ákallinu standa alveg sérstaklega fyrir hugrekkið og forystuna. Nú tökum við höndum saman og gerum þær breytingar sem þarf.“
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Yfirlýsing frá ÍSÍ: Ofbeldi verður ekki liðið! Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því að íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 15:45 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Vinnumarkaðurinn gegnir lykilhlutverki í baráttunni gegn einelti, ofbeldi og áreitni Stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök skrifuðu undir viljayfirlýsingu í dag. Þá verður skipaður starfshópur á næstunni sem mun kortleggja áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði. 11. janúar 2018 19:45 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08
Yfirlýsing frá ÍSÍ: Ofbeldi verður ekki liðið! Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því að íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 15:45
Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34
Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00
Vinnumarkaðurinn gegnir lykilhlutverki í baráttunni gegn einelti, ofbeldi og áreitni Stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök skrifuðu undir viljayfirlýsingu í dag. Þá verður skipaður starfshópur á næstunni sem mun kortleggja áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði. 11. janúar 2018 19:45
Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00