Framkvæmdastjóri ÍSÍ: „Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. janúar 2018 19:27 Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Vísir/Vilhelm Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. Hún segist vongóð um að MeToo byltingin verði til þess að skapa betra samfélag fyrir alla. 462 íþróttakonur stigu í dag fram og kröfðust breytinga. 62 nafnlausar reynslusögur fylgdu yfirlýsingunni og voru þar meðal annars sex ásakanir um nauðgun. Margar sögurnar lýstu valdaójafnvægi milli þjálfara og iðkenda.Sjá einnig: Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum Rætt var við Líney Rut í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði Líney að MeToo byltingin hafi skorið upp herör gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og orðið til þess að þolendur hafi þorað að stíga fram. „Ég veit ekki hvort þetta hefur verið feimnismál en við getum bara ekki stungið höfðinu í sandinn með það að slík málefni finnist ekki innan íþróttahreyfingarinnar, íþróttirnar eru jú þverskurður af samfélaginu okkar,“ segir Líney. Hún segir að markvisst hafi verið unnið að því síðustu ár innan ÍSÍ að búa til fræðsluefni um kynferðisofbeldi og að innan þjálfaramenntunar sé nú farið vel yfir skilgreiningu á kynferðislegu ofbeldi, ábyrgð þjálfara og aðstæðum sem beri að varast. „Það gerir voðalega lítið þegar brotin eru framin, en þetta eru allavega leiðbeiningar til íþróttafélaga og okkar sambandsaðila með hvaða hætti er hægt að verjast slíku og svo með hvaða hætti er hægt að bregðast við,“ segir hún. Skapi betra samfélag Líney segir að eitthvað hafi búið undir þegar íþróttakonur hafi ákveðið að stíga fram og að væntanlega nái frásagnirnar yfir langt tímabil. „Við viljum þetta ekki innan okkar hreyfingar og þurfum að gera allt sem við getum til að vinna gegn því að slíkt komi upp,“ segir hún. „Þetta hefur hjálpað fólki að stíga fram til að segja frá og loksins koma því frá sér. Maður hefur heyrt að bara það að geta sagt frá því það hjálpar viðkomandi. Þetta hlýtur að vera skelfilegt að lenda í slíku og þetta er ekkert annað en ofbeldi og á ekki að líðast. Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða.“ Líney segist vona að MeToo byltingin muni skapa betra samfélag. „Þessi MeToo bylting er bara stórkostleg í því að bæta samskipti og gera fólk meðvitaðra um það hvernig það skal koma fram og ég held að það eigi við um alla.“Viðtalið við Líney má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. Hún segist vongóð um að MeToo byltingin verði til þess að skapa betra samfélag fyrir alla. 462 íþróttakonur stigu í dag fram og kröfðust breytinga. 62 nafnlausar reynslusögur fylgdu yfirlýsingunni og voru þar meðal annars sex ásakanir um nauðgun. Margar sögurnar lýstu valdaójafnvægi milli þjálfara og iðkenda.Sjá einnig: Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum Rætt var við Líney Rut í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði Líney að MeToo byltingin hafi skorið upp herör gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og orðið til þess að þolendur hafi þorað að stíga fram. „Ég veit ekki hvort þetta hefur verið feimnismál en við getum bara ekki stungið höfðinu í sandinn með það að slík málefni finnist ekki innan íþróttahreyfingarinnar, íþróttirnar eru jú þverskurður af samfélaginu okkar,“ segir Líney. Hún segir að markvisst hafi verið unnið að því síðustu ár innan ÍSÍ að búa til fræðsluefni um kynferðisofbeldi og að innan þjálfaramenntunar sé nú farið vel yfir skilgreiningu á kynferðislegu ofbeldi, ábyrgð þjálfara og aðstæðum sem beri að varast. „Það gerir voðalega lítið þegar brotin eru framin, en þetta eru allavega leiðbeiningar til íþróttafélaga og okkar sambandsaðila með hvaða hætti er hægt að verjast slíku og svo með hvaða hætti er hægt að bregðast við,“ segir hún. Skapi betra samfélag Líney segir að eitthvað hafi búið undir þegar íþróttakonur hafi ákveðið að stíga fram og að væntanlega nái frásagnirnar yfir langt tímabil. „Við viljum þetta ekki innan okkar hreyfingar og þurfum að gera allt sem við getum til að vinna gegn því að slíkt komi upp,“ segir hún. „Þetta hefur hjálpað fólki að stíga fram til að segja frá og loksins koma því frá sér. Maður hefur heyrt að bara það að geta sagt frá því það hjálpar viðkomandi. Þetta hlýtur að vera skelfilegt að lenda í slíku og þetta er ekkert annað en ofbeldi og á ekki að líðast. Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða.“ Líney segist vona að MeToo byltingin muni skapa betra samfélag. „Þessi MeToo bylting er bara stórkostleg í því að bæta samskipti og gera fólk meðvitaðra um það hvernig það skal koma fram og ég held að það eigi við um alla.“Viðtalið við Líney má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08
Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent