Framkvæmdastjóri ÍSÍ: „Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. janúar 2018 19:27 Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Vísir/Vilhelm Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. Hún segist vongóð um að MeToo byltingin verði til þess að skapa betra samfélag fyrir alla. 462 íþróttakonur stigu í dag fram og kröfðust breytinga. 62 nafnlausar reynslusögur fylgdu yfirlýsingunni og voru þar meðal annars sex ásakanir um nauðgun. Margar sögurnar lýstu valdaójafnvægi milli þjálfara og iðkenda.Sjá einnig: Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum Rætt var við Líney Rut í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði Líney að MeToo byltingin hafi skorið upp herör gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og orðið til þess að þolendur hafi þorað að stíga fram. „Ég veit ekki hvort þetta hefur verið feimnismál en við getum bara ekki stungið höfðinu í sandinn með það að slík málefni finnist ekki innan íþróttahreyfingarinnar, íþróttirnar eru jú þverskurður af samfélaginu okkar,“ segir Líney. Hún segir að markvisst hafi verið unnið að því síðustu ár innan ÍSÍ að búa til fræðsluefni um kynferðisofbeldi og að innan þjálfaramenntunar sé nú farið vel yfir skilgreiningu á kynferðislegu ofbeldi, ábyrgð þjálfara og aðstæðum sem beri að varast. „Það gerir voðalega lítið þegar brotin eru framin, en þetta eru allavega leiðbeiningar til íþróttafélaga og okkar sambandsaðila með hvaða hætti er hægt að verjast slíku og svo með hvaða hætti er hægt að bregðast við,“ segir hún. Skapi betra samfélag Líney segir að eitthvað hafi búið undir þegar íþróttakonur hafi ákveðið að stíga fram og að væntanlega nái frásagnirnar yfir langt tímabil. „Við viljum þetta ekki innan okkar hreyfingar og þurfum að gera allt sem við getum til að vinna gegn því að slíkt komi upp,“ segir hún. „Þetta hefur hjálpað fólki að stíga fram til að segja frá og loksins koma því frá sér. Maður hefur heyrt að bara það að geta sagt frá því það hjálpar viðkomandi. Þetta hlýtur að vera skelfilegt að lenda í slíku og þetta er ekkert annað en ofbeldi og á ekki að líðast. Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða.“ Líney segist vona að MeToo byltingin muni skapa betra samfélag. „Þessi MeToo bylting er bara stórkostleg í því að bæta samskipti og gera fólk meðvitaðra um það hvernig það skal koma fram og ég held að það eigi við um alla.“Viðtalið við Líney má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að kynferðisleg áreitni og ofbeldi sé ólíðandi og óvelkomið innan íþróttasamfélagsins. Hún segist vongóð um að MeToo byltingin verði til þess að skapa betra samfélag fyrir alla. 462 íþróttakonur stigu í dag fram og kröfðust breytinga. 62 nafnlausar reynslusögur fylgdu yfirlýsingunni og voru þar meðal annars sex ásakanir um nauðgun. Margar sögurnar lýstu valdaójafnvægi milli þjálfara og iðkenda.Sjá einnig: Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum Rætt var við Líney Rut í Reykjavík síðdegis í dag. Þar sagði Líney að MeToo byltingin hafi skorið upp herör gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og orðið til þess að þolendur hafi þorað að stíga fram. „Ég veit ekki hvort þetta hefur verið feimnismál en við getum bara ekki stungið höfðinu í sandinn með það að slík málefni finnist ekki innan íþróttahreyfingarinnar, íþróttirnar eru jú þverskurður af samfélaginu okkar,“ segir Líney. Hún segir að markvisst hafi verið unnið að því síðustu ár innan ÍSÍ að búa til fræðsluefni um kynferðisofbeldi og að innan þjálfaramenntunar sé nú farið vel yfir skilgreiningu á kynferðislegu ofbeldi, ábyrgð þjálfara og aðstæðum sem beri að varast. „Það gerir voðalega lítið þegar brotin eru framin, en þetta eru allavega leiðbeiningar til íþróttafélaga og okkar sambandsaðila með hvaða hætti er hægt að verjast slíku og svo með hvaða hætti er hægt að bregðast við,“ segir hún. Skapi betra samfélag Líney segir að eitthvað hafi búið undir þegar íþróttakonur hafi ákveðið að stíga fram og að væntanlega nái frásagnirnar yfir langt tímabil. „Við viljum þetta ekki innan okkar hreyfingar og þurfum að gera allt sem við getum til að vinna gegn því að slíkt komi upp,“ segir hún. „Þetta hefur hjálpað fólki að stíga fram til að segja frá og loksins koma því frá sér. Maður hefur heyrt að bara það að geta sagt frá því það hjálpar viðkomandi. Þetta hlýtur að vera skelfilegt að lenda í slíku og þetta er ekkert annað en ofbeldi og á ekki að líðast. Þetta er ólíðandi og við viljum ekki að þetta gerist innan okkar raða.“ Líney segist vona að MeToo byltingin muni skapa betra samfélag. „Þessi MeToo bylting er bara stórkostleg í því að bæta samskipti og gera fólk meðvitaðra um það hvernig það skal koma fram og ég held að það eigi við um alla.“Viðtalið við Líney má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Þjálfari skammaði leikmann fyrir að mæta of seint eftir að hafa nauðgað henni Nokkrar nauðganir þjálfara og landsliðsmanna eru á meðal reynslusagna sem íþróttakonur sendu frá sér í dag. 11. janúar 2018 16:08
Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00