Vinnumarkaðurinn gegnir lykilhlutverki í baráttunni gegn einelti, ofbeldi og áreitni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. janúar 2018 19:45 Frumkvæði vinnumarkaðarins gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að grípa til aðgerða gegn einelti og hvers kyns ofbeldi og áreitni í samfélaginu að sögn forsætisráðherra. Skipaður verður starfshópur á næstunni sem mun kortleggja áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði. Vinnueftirlitsi, stjórn Vinnueftirlitsins og Velferðarráðuneytið stóðu fyrir morgunverðarfundi á Grand hótel í morgun en tilgangur fundarins var að vekja athygli á mikilvægi þess að efla forvarnir á sviði vinnuverndar með sérstaka áherslu á einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og var fundurinn vel sóttur. Félags- og jafnréttismálaráðherra greindi frá því að á næstu dögum muni hann skipa starfshóp sem fær það hlutverk að kortleggja og rannsaka áreitni á vinnumarkaði. „Auðvitað eigum við að stefna að því að útrýma slíku og það er auðvitað yfirskrift fundarins hér í dag en ég held að við verðum alltaf að vera vakandi og umræðan verður alltaf að vera lifandi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags og jafnréttismálaráðherra, í samtali við Stöð 2. „Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að forsvarsmenn á vinnumarkaðnum sjálfum séu í forystu þarna vegna þess að ég held að það sé lykillinn að því að ná fram breytingum,“ bætti hann við. Undir þetta tekur Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. „Fyrst og fremst þarf að tryggja stöðu þolenda og tryggja að úr málum sé leyst og gera þá ráðstafanir á vinnustöðum til þess að það geti ekki orðið endurtekning,“ segir Eyjólfur en það var Vinnueftirlitið og stjórn þess sem áttu frumkvæði að því að halda fundinn.Gerendur þurfa að breyta hegðun sinni Fundarmönnum var tíðrætt um MeToo-byltinguna og áhrif hennar en formaður BHM gerði aftur á móti heilann og það hvernig við hegðum okkur að umræðuefni. „Stundum náum við ekki að haga okkur skynsamlega og það er mjög mikilvægt að við kunnum aðferðirnar og þetta er nú það sem við kennum börnum í uppeldi til þess að taka á hegðun og breyta hegðun sem er óæskileg og það er auðvitað það sem að gerendurnir þurfa að gera,“ segir Þórunn. Undir lok fundarins var borin upp viljayfirlýsing og hún undirrituð af stjórnvöldum, aðilum vinnumarkaðarins, fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum. Hægt er að kynna sér efni yfirlýsingarinnar og skrifa undir hana rafrænt hér. „Hér erum við að skrifa undir viljayfirlýsingu um að við ætlum að grípa til aðgerða og ætlum ekki að láta þetta viðgangast. Við lítum á þetta sem okkar verkefni sem samfélags og hins vegar að við séum reiðubúin með ferla og aðgerðir til að takast á við það ef eitthvað svona kemur upp,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem flutti opnunarerindi á fundinum í morgun. MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 #metoo-sögur streyma enn á facebook-síður Stjórnendur facebook-síðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja afleiðingar byltingarinnar ræddar í hópnum og að tilfinningar séu blendnar enda bransinn lítill. Þær segja von á tíðindum frá fleiri starfshópum. 10. janúar 2018 19:30 Sagt upp vegna ásökunar um nauðgun Jón Páll er sakaður um nauðgun sem átti sér stað í vinnuferð fyrir tæpum tíu árum síðan. 10. janúar 2018 20:03 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Frumkvæði vinnumarkaðarins gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að grípa til aðgerða gegn einelti og hvers kyns ofbeldi og áreitni í samfélaginu að sögn forsætisráðherra. Skipaður verður starfshópur á næstunni sem mun kortleggja áreitni og ofbeldi á vinnumarkaði. Vinnueftirlitsi, stjórn Vinnueftirlitsins og Velferðarráðuneytið stóðu fyrir morgunverðarfundi á Grand hótel í morgun en tilgangur fundarins var að vekja athygli á mikilvægi þess að efla forvarnir á sviði vinnuverndar með sérstaka áherslu á einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og var fundurinn vel sóttur. Félags- og jafnréttismálaráðherra greindi frá því að á næstu dögum muni hann skipa starfshóp sem fær það hlutverk að kortleggja og rannsaka áreitni á vinnumarkaði. „Auðvitað eigum við að stefna að því að útrýma slíku og það er auðvitað yfirskrift fundarins hér í dag en ég held að við verðum alltaf að vera vakandi og umræðan verður alltaf að vera lifandi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags og jafnréttismálaráðherra, í samtali við Stöð 2. „Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að forsvarsmenn á vinnumarkaðnum sjálfum séu í forystu þarna vegna þess að ég held að það sé lykillinn að því að ná fram breytingum,“ bætti hann við. Undir þetta tekur Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. „Fyrst og fremst þarf að tryggja stöðu þolenda og tryggja að úr málum sé leyst og gera þá ráðstafanir á vinnustöðum til þess að það geti ekki orðið endurtekning,“ segir Eyjólfur en það var Vinnueftirlitið og stjórn þess sem áttu frumkvæði að því að halda fundinn.Gerendur þurfa að breyta hegðun sinni Fundarmönnum var tíðrætt um MeToo-byltinguna og áhrif hennar en formaður BHM gerði aftur á móti heilann og það hvernig við hegðum okkur að umræðuefni. „Stundum náum við ekki að haga okkur skynsamlega og það er mjög mikilvægt að við kunnum aðferðirnar og þetta er nú það sem við kennum börnum í uppeldi til þess að taka á hegðun og breyta hegðun sem er óæskileg og það er auðvitað það sem að gerendurnir þurfa að gera,“ segir Þórunn. Undir lok fundarins var borin upp viljayfirlýsing og hún undirrituð af stjórnvöldum, aðilum vinnumarkaðarins, fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum. Hægt er að kynna sér efni yfirlýsingarinnar og skrifa undir hana rafrænt hér. „Hér erum við að skrifa undir viljayfirlýsingu um að við ætlum að grípa til aðgerða og ætlum ekki að láta þetta viðgangast. Við lítum á þetta sem okkar verkefni sem samfélags og hins vegar að við séum reiðubúin með ferla og aðgerðir til að takast á við það ef eitthvað svona kemur upp,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem flutti opnunarerindi á fundinum í morgun.
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 #metoo-sögur streyma enn á facebook-síður Stjórnendur facebook-síðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja afleiðingar byltingarinnar ræddar í hópnum og að tilfinningar séu blendnar enda bransinn lítill. Þær segja von á tíðindum frá fleiri starfshópum. 10. janúar 2018 19:30 Sagt upp vegna ásökunar um nauðgun Jón Páll er sakaður um nauðgun sem átti sér stað í vinnuferð fyrir tæpum tíu árum síðan. 10. janúar 2018 20:03 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55
#metoo-sögur streyma enn á facebook-síður Stjórnendur facebook-síðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja afleiðingar byltingarinnar ræddar í hópnum og að tilfinningar séu blendnar enda bransinn lítill. Þær segja von á tíðindum frá fleiri starfshópum. 10. janúar 2018 19:30
Sagt upp vegna ásökunar um nauðgun Jón Páll er sakaður um nauðgun sem átti sér stað í vinnuferð fyrir tæpum tíu árum síðan. 10. janúar 2018 20:03