Vöruskiptahalli aldrei meiri í krónum talið Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Innflutningur neysluvara hefur aukist mikið að undanförnu og þannig jókst innflutningur á nýjum bílum til einkanota um 40 prósent fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Þá jókst innflutningur á heimilistækjum um 23 prósent. Fréttablaðið/GVA Halli af vöruskiptum við útlönd hefur aldrei mælst meiri en í fyrra þegar hann nam 172 milljörðum króna. Um er að ræða 60 prósenta aukningu frá fyrra ári, þegar hann var um 108 milljarðar. Sem hlutfall af landsframleiðslu var vöruskiptahallinn um 6,8 prósent og á þann mælikvarða hefur hann ekki verið meiri í tíu ár. Það er ekki síst innflutningur neysluvara sem er að aukast hratt um þessar mundir. Þannig jókst innflutningur á bílum til einkanota um 40 prósent á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs og á heimilistækjum um 23 prósent yfir sama tímabil. Þetta kemur fram í greiningu frá Íslandsbanka sem byggð er á bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtust í fyrradag. Gerir greiningardeildin ráð fyrir afgangi upp á 270 milljarða af þjónustuviðskiptum á síðasta ári sem þýðir að viðskiptaafgangur Íslands við útlönd var um 100 milljarðar króna. Þetta er fimmta árið í röð þar sem viðskiptaafgangi er skilað en Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir það heyra til tíðinda. „Hagsaga síðustu áratuga geymir engin dæmi um fimm ára samfelldan viðskiptaafgang og við erum í raun og veru að snúa við blaðinu í þeim efnum.“ Ör vöxtur ferðaþjónustunnar á stóran þátt í þessu en greinin hefur einnig kallað á aukinn innflutning aðfanga vegna neyslu ferðamanna hér á landi. Ferðamönnum mun að öllum líkindum halda áfram að fjölga á þessu ári, líkt og undanfarin ár, en þó hægir á þeim vexti. Þannig mætti eiga von á því að vöruskiptahalli aukist á meðan dregur úr viðskiptaafgangi.„Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004-2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.Jón Bjarki segir skuldsetningu heimilanna hafa aukist örlítið undanfarið ár eða svo, en ekki sé hægt að bera hana saman við árin fyrir hrun bankanna. „Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004 til 2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón og bætir við að aukin skuldsetning nú skýri lítinn hluta af vexti einkaneyslu. Staða heimilanna sé sterk í ríkjandi hagsveiflu. Hann segir langan veg frá því að við séum komin á varasamar slóðir hvað það varðar. Þó svo að vöruinnflutningur hafi aukist töluvert hefur útflutningur nokkurn veginn staðið í stað. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að útflutningur sjávarafurða hafi gefið aðeins eftir en á sama tíma hafi útflutningur á áli aukist nokkuð. Mælt í erlendum gjaldmiðli kemur þetta nokkurn veginn út á pari. Hann segir styrkingu krónunnar og aukinn kaupmátt eiga stóran þátt í auknum innflutningi. Bendir hann á að vöruskiptahallinn sé einn og sér kominn á svipaðar slóðir og fyrir hrun en svo lengi sem viðskiptajöfnuður er jákvæðari verði það lítið vandamál. Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Halli af vöruskiptum við útlönd hefur aldrei mælst meiri en í fyrra þegar hann nam 172 milljörðum króna. Um er að ræða 60 prósenta aukningu frá fyrra ári, þegar hann var um 108 milljarðar. Sem hlutfall af landsframleiðslu var vöruskiptahallinn um 6,8 prósent og á þann mælikvarða hefur hann ekki verið meiri í tíu ár. Það er ekki síst innflutningur neysluvara sem er að aukast hratt um þessar mundir. Þannig jókst innflutningur á bílum til einkanota um 40 prósent á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs og á heimilistækjum um 23 prósent yfir sama tímabil. Þetta kemur fram í greiningu frá Íslandsbanka sem byggð er á bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtust í fyrradag. Gerir greiningardeildin ráð fyrir afgangi upp á 270 milljarða af þjónustuviðskiptum á síðasta ári sem þýðir að viðskiptaafgangur Íslands við útlönd var um 100 milljarðar króna. Þetta er fimmta árið í röð þar sem viðskiptaafgangi er skilað en Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir það heyra til tíðinda. „Hagsaga síðustu áratuga geymir engin dæmi um fimm ára samfelldan viðskiptaafgang og við erum í raun og veru að snúa við blaðinu í þeim efnum.“ Ör vöxtur ferðaþjónustunnar á stóran þátt í þessu en greinin hefur einnig kallað á aukinn innflutning aðfanga vegna neyslu ferðamanna hér á landi. Ferðamönnum mun að öllum líkindum halda áfram að fjölga á þessu ári, líkt og undanfarin ár, en þó hægir á þeim vexti. Þannig mætti eiga von á því að vöruskiptahalli aukist á meðan dregur úr viðskiptaafgangi.„Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004-2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.Jón Bjarki segir skuldsetningu heimilanna hafa aukist örlítið undanfarið ár eða svo, en ekki sé hægt að bera hana saman við árin fyrir hrun bankanna. „Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004 til 2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón og bætir við að aukin skuldsetning nú skýri lítinn hluta af vexti einkaneyslu. Staða heimilanna sé sterk í ríkjandi hagsveiflu. Hann segir langan veg frá því að við séum komin á varasamar slóðir hvað það varðar. Þó svo að vöruinnflutningur hafi aukist töluvert hefur útflutningur nokkurn veginn staðið í stað. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að útflutningur sjávarafurða hafi gefið aðeins eftir en á sama tíma hafi útflutningur á áli aukist nokkuð. Mælt í erlendum gjaldmiðli kemur þetta nokkurn veginn út á pari. Hann segir styrkingu krónunnar og aukinn kaupmátt eiga stóran þátt í auknum innflutningi. Bendir hann á að vöruskiptahallinn sé einn og sér kominn á svipaðar slóðir og fyrir hrun en svo lengi sem viðskiptajöfnuður er jákvæðari verði það lítið vandamál.
Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira