Segir forseta ASÍ hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 11:00 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni stéttarfélagsins. Ragnar segist ekki muna eftir viðlíka afskiptum forseta ASÍ af innri málefnum VR síðan hann settist fyrst í stjórn félagsins fyrir níu árum síðan. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Ragnars Þórs þar sem hann svarar gagnrýni Gylfa sem hann setti fram í Morgunblaðinu í dag varðandi stuðningsyfirlýsingu Ragnars við Sólveigu Önnu Jónsdóttur vegna framboðs hennar til formanns Eflingar. Sagði Gylfi í samtali við Morgunblaðið að það væri fordæmalaust að formaður VR hefði afskipti af kjöri í öðru félagi með svo beinum hætti. Ragnar Þór segir í færslu sinni á Facebook að það hafi farið um hann kjánahrollur við að lesa orð Gylfa. „Það fer um mig kjánahrollur að lesa yfirlýsingu forseta ASÍ. Ég hef margoft horft upp á bein afskipti ASÍ af málefnum annara stéttarfélaga. Ákveðnir aðilar hafa gengið svo langt að vinna gegn öðrum formönnum séu þeir líklegir til að gera betur en gjaldþrota hugmyndafræði örfárra um hvað sé nægilega hóflegt hverju sinni. Gylfi hefur ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR. Meðal annars með beinum tölvupóstsendingum á stjórn og trúnaðarráð félagsins. Hann á örfáa bandamenn innan stjórnar VR sem virðast halda honum vel upplýstum um gang mála. Þeir aðilar munu leggja sín störf í dóm félagsmanna í mars,“ segir Ragnar Þór og bætir við: „Í hvert skipti sem við ætlum að ræða mikilvæg mál innan okkar baklands byrja þessar tölvupóstsendingar hans. Meðal annars þegar við ætluðum að ræða og álykta um tilgreindu séreignina eða veru okkar innan LÍV og ASÍ. Ég man ekki eftir viðlíka afskiptum Forseta ASÍ af innri málum VR síðan ég tók sæti í stjórn félagsins fyrir 9 árum síðan. Líklega er það vegna þess að hann hefur ekki talið þörf á því hingað til þar sem valdastrúktúr hreyfingarinnar hefur ekki verið ógnað fyrr en nú. Þannig mætti kalla afskipti Gylfa fordæmalaus. Þetta er jú sami forseti og þykist eingöngu fara eftir vilja félagsmanna á meðan hann treður gjaldþrota hugmyndafræði sinni ofar vilja grasrótarinnar. En sú rós sem Gylfi ber í hnappagati svika við alþýðu þessa lands og mun aldrei gleymast er aðgerðarleysið og samstöðuleysið gagnvart fjármálakerfinu eftir hrun. Hans verður minnst sem varðhundur verðtryggingar og okurvaxta.“ Sjá má Facebook-færslu Ragnars í heild sinni hér fyrir neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49 Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni stéttarfélagsins. Ragnar segist ekki muna eftir viðlíka afskiptum forseta ASÍ af innri málefnum VR síðan hann settist fyrst í stjórn félagsins fyrir níu árum síðan. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Ragnars Þórs þar sem hann svarar gagnrýni Gylfa sem hann setti fram í Morgunblaðinu í dag varðandi stuðningsyfirlýsingu Ragnars við Sólveigu Önnu Jónsdóttur vegna framboðs hennar til formanns Eflingar. Sagði Gylfi í samtali við Morgunblaðið að það væri fordæmalaust að formaður VR hefði afskipti af kjöri í öðru félagi með svo beinum hætti. Ragnar Þór segir í færslu sinni á Facebook að það hafi farið um hann kjánahrollur við að lesa orð Gylfa. „Það fer um mig kjánahrollur að lesa yfirlýsingu forseta ASÍ. Ég hef margoft horft upp á bein afskipti ASÍ af málefnum annara stéttarfélaga. Ákveðnir aðilar hafa gengið svo langt að vinna gegn öðrum formönnum séu þeir líklegir til að gera betur en gjaldþrota hugmyndafræði örfárra um hvað sé nægilega hóflegt hverju sinni. Gylfi hefur ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR. Meðal annars með beinum tölvupóstsendingum á stjórn og trúnaðarráð félagsins. Hann á örfáa bandamenn innan stjórnar VR sem virðast halda honum vel upplýstum um gang mála. Þeir aðilar munu leggja sín störf í dóm félagsmanna í mars,“ segir Ragnar Þór og bætir við: „Í hvert skipti sem við ætlum að ræða mikilvæg mál innan okkar baklands byrja þessar tölvupóstsendingar hans. Meðal annars þegar við ætluðum að ræða og álykta um tilgreindu séreignina eða veru okkar innan LÍV og ASÍ. Ég man ekki eftir viðlíka afskiptum Forseta ASÍ af innri málum VR síðan ég tók sæti í stjórn félagsins fyrir 9 árum síðan. Líklega er það vegna þess að hann hefur ekki talið þörf á því hingað til þar sem valdastrúktúr hreyfingarinnar hefur ekki verið ógnað fyrr en nú. Þannig mætti kalla afskipti Gylfa fordæmalaus. Þetta er jú sami forseti og þykist eingöngu fara eftir vilja félagsmanna á meðan hann treður gjaldþrota hugmyndafræði sinni ofar vilja grasrótarinnar. En sú rós sem Gylfi ber í hnappagati svika við alþýðu þessa lands og mun aldrei gleymast er aðgerðarleysið og samstöðuleysið gagnvart fjármálakerfinu eftir hrun. Hans verður minnst sem varðhundur verðtryggingar og okurvaxta.“ Sjá má Facebook-færslu Ragnars í heild sinni hér fyrir neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49 Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49
Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. 29. janúar 2018 06:00