Tiger ánægður með endurkomuna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. janúar 2018 08:30 Áhorfendur voru brjálaðir í Tiger eins og venjulega. Hann kunni að meta það. vísir/getty Tiger Woods spilaði ágætlega á Torrey Pines um helgina og náði þá að klára fjóra hringi á golfmóti í fyrsta skipti síðan í ágúst árið 2015. Hann þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum og var ánægður hvernig til tókst. Woods var í vandræðum með upphafshöggin allt mótið og á lokahringnum hitti hann aðeins þrjár af fjórtán brautum úr upphafshöggunum. Stutta spilið var aftur á móti í fínu lagi og hann lauk leik á 3 höggum undir pari. Hann var því á meðal 30 efstu sem gladdi hann mikið. Tiger hitti nefnilega aðeins níu brautir á síðustu þremur dögunum. Hann bjargaði sér þó ítrekað sem gefur honum byr undir báða vængi. „Ég spilaði betur í dag en í gær. Aðstæður voru erfiðar en ég er mjög ánægður. Eftir að hafa verið í frá í tvö ár og spila fjóra fína hringi er ánægjulegt. Ég barðist virkilega fyrir þessu skori og er ánægður að hafa klárað heilt mót,“ sagði Tiger en nákvæmnin í upphafshöggunum var sú lélegasta hjá honum síðan 2005. „Ég hafði mestar áhyggjur af því hvernig mér myndi farnast í karganum. Ég hafði ekki spilað í svona grasi lengi en ég leysti það mjög vel. Því miður var ég alltaf að koma mér þangað,“ sagði Tiger léttur. Tiger hefur ekki ákveðið hvaða mót hann ætlar á næst en hann er að undirbúa sig fyrir Masters sem hefst í apríl. Golf Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods spilaði ágætlega á Torrey Pines um helgina og náði þá að klára fjóra hringi á golfmóti í fyrsta skipti síðan í ágúst árið 2015. Hann þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum og var ánægður hvernig til tókst. Woods var í vandræðum með upphafshöggin allt mótið og á lokahringnum hitti hann aðeins þrjár af fjórtán brautum úr upphafshöggunum. Stutta spilið var aftur á móti í fínu lagi og hann lauk leik á 3 höggum undir pari. Hann var því á meðal 30 efstu sem gladdi hann mikið. Tiger hitti nefnilega aðeins níu brautir á síðustu þremur dögunum. Hann bjargaði sér þó ítrekað sem gefur honum byr undir báða vængi. „Ég spilaði betur í dag en í gær. Aðstæður voru erfiðar en ég er mjög ánægður. Eftir að hafa verið í frá í tvö ár og spila fjóra fína hringi er ánægjulegt. Ég barðist virkilega fyrir þessu skori og er ánægður að hafa klárað heilt mót,“ sagði Tiger en nákvæmnin í upphafshöggunum var sú lélegasta hjá honum síðan 2005. „Ég hafði mestar áhyggjur af því hvernig mér myndi farnast í karganum. Ég hafði ekki spilað í svona grasi lengi en ég leysti það mjög vel. Því miður var ég alltaf að koma mér þangað,“ sagði Tiger léttur. Tiger hefur ekki ákveðið hvaða mót hann ætlar á næst en hann er að undirbúa sig fyrir Masters sem hefst í apríl.
Golf Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira