Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Lovísa Arnardóttir skrifar 29. janúar 2018 06:00 Silja Dögg Andradóttir hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í Breiðholtsskóla. vísir/ernir „Dóttir mín ákvað sjálf að þetta væri ekki hægt lengur,“ segir Silja Andradóttir, móðir stúlku í 9. bekk sem í nóvember skipti um skóla vegna slæmrar aðstöðu í Breiðholtsskóla. „Hana vantaði betri aðstöðu. Þetta er hennar vinnustaður. Hún hefur verið með sjö mismunandi umsjónarkennara síðan hún byrjaði þarna fyrir fjórum og hálfu ári. Það er mjög lítill stöðugleiki í því,“ útskýrir Silja. Silja er sjálf úr Breiðholti og var, að eigin sögn, í tíu gleðileg ár í Breiðholtsskóla. Hún flutti með börnin sín þrjú í Breiðholtið og var spennt fyrir því að þau gætu notið þess, eins og hún. „Ég var svo ánægð með að þau kæmust í svona góðan skóla. Svo er maður bara að sjá eitthvað allt annað í dag,“ segir Silja. Hún telur kennarana sjálfa ekki vera vandamálið, heldur tíðar uppsagnir þeirra og óstöðugleika. „Kennararnir eru flestir frábærir. En málið er að þeir stoppa svo stutt í skólanum, eitt skólaár eða jafnvel bara eina önn. Það hefur skapað ójafnvægi og slæmt andrúmsloft í Breiðholtsskóla. Það segir sig kannski sjálft að þegar kennarar stoppa stutt, þá hlýtur eitthvað að vera að hjá stjórnendum skólans,“ segir Silja. Samkvæmt Skóla- og frístundasviði hafa 54 börn hætt í skólanum síðastliðna tólf mánuði, af þeim fluttu 38 úr hverfinu. Sextán búa enn í hverfinu, en hafa kosið að sækja aðra skóla. Á sama tíma hafa níu kennarar sagt upp störfum, þar af hættu sjö kennarar síðasta vor og tveir núna um áramótin. Jónína Ágústsdóttir, skólastjóri í Breiðholtsskóla, er sammála staðhæfingum um óánægju innan skólans en segir margar ólíkar ástæður fyrir því að bæði kennararnir og börnin hafi hætt. „Tveir fluttu út á land og svo hafa einhverjir einfaldlega hætt vegna þessarar óánægju. Ekki vegna minna stjórnunarhátta. Heldur vegna þess að kennarar hafa talið þessar vinnuaðstæður ómögulegar.“ Hún telur enn fremur breytingar á skólastarfi og nýja stjórnunarhætti hafa eitthvað að segja. Hún segir nemendur ánægða, að skólinn komi framúrskarandi vel út úr mælingum á læsi og samræmdum prófum og faglegt og gott starf sé unnið í skólanum. Mikil úrbótavinna var sett af stað innan skólans í kjölfar óánægju meðal foreldra síðastliðið ár. Umbótatillögur hafa helst snúið að skólabrag, samskiptum, stjórnun og mannauði. Áfangaskýrsla um umbótavinnu er væntanleg síðar í mánuðinum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Dóttir mín ákvað sjálf að þetta væri ekki hægt lengur,“ segir Silja Andradóttir, móðir stúlku í 9. bekk sem í nóvember skipti um skóla vegna slæmrar aðstöðu í Breiðholtsskóla. „Hana vantaði betri aðstöðu. Þetta er hennar vinnustaður. Hún hefur verið með sjö mismunandi umsjónarkennara síðan hún byrjaði þarna fyrir fjórum og hálfu ári. Það er mjög lítill stöðugleiki í því,“ útskýrir Silja. Silja er sjálf úr Breiðholti og var, að eigin sögn, í tíu gleðileg ár í Breiðholtsskóla. Hún flutti með börnin sín þrjú í Breiðholtið og var spennt fyrir því að þau gætu notið þess, eins og hún. „Ég var svo ánægð með að þau kæmust í svona góðan skóla. Svo er maður bara að sjá eitthvað allt annað í dag,“ segir Silja. Hún telur kennarana sjálfa ekki vera vandamálið, heldur tíðar uppsagnir þeirra og óstöðugleika. „Kennararnir eru flestir frábærir. En málið er að þeir stoppa svo stutt í skólanum, eitt skólaár eða jafnvel bara eina önn. Það hefur skapað ójafnvægi og slæmt andrúmsloft í Breiðholtsskóla. Það segir sig kannski sjálft að þegar kennarar stoppa stutt, þá hlýtur eitthvað að vera að hjá stjórnendum skólans,“ segir Silja. Samkvæmt Skóla- og frístundasviði hafa 54 börn hætt í skólanum síðastliðna tólf mánuði, af þeim fluttu 38 úr hverfinu. Sextán búa enn í hverfinu, en hafa kosið að sækja aðra skóla. Á sama tíma hafa níu kennarar sagt upp störfum, þar af hættu sjö kennarar síðasta vor og tveir núna um áramótin. Jónína Ágústsdóttir, skólastjóri í Breiðholtsskóla, er sammála staðhæfingum um óánægju innan skólans en segir margar ólíkar ástæður fyrir því að bæði kennararnir og börnin hafi hætt. „Tveir fluttu út á land og svo hafa einhverjir einfaldlega hætt vegna þessarar óánægju. Ekki vegna minna stjórnunarhátta. Heldur vegna þess að kennarar hafa talið þessar vinnuaðstæður ómögulegar.“ Hún telur enn fremur breytingar á skólastarfi og nýja stjórnunarhætti hafa eitthvað að segja. Hún segir nemendur ánægða, að skólinn komi framúrskarandi vel út úr mælingum á læsi og samræmdum prófum og faglegt og gott starf sé unnið í skólanum. Mikil úrbótavinna var sett af stað innan skólans í kjölfar óánægju meðal foreldra síðastliðið ár. Umbótatillögur hafa helst snúið að skólabrag, samskiptum, stjórnun og mannauði. Áfangaskýrsla um umbótavinnu er væntanleg síðar í mánuðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira