Illgresi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 29. janúar 2018 07:00 Nú vilja nokkrir þingmenn lögleiða kannabis, sem er vímuefni búið til úr kvenplöntunni Cannabis sativa. Þeir sem tala fyrir kannabis hafa gjarnan á orði að kannabis gagnist í lækningaskyni. En læknar hafa ekki verið að sækjast eftir lögleiðingu þar sem mikil hætta er á misnotkun. Rannsóknir sýna að flestir kannabisneytendur séu ungmenni sem sækjast eftir að komast i vímu en ekki sjúklingar sem vilja lina þjáningar eins og oft er haldið fram. Umrætt frumvarp mun vera byggt á skýrslu á vegum Transform hugveitunnar en á bak við hana er Bretinn Danny Kushlick, sem hefur barist í rúm tuttugu ár fyrir því að lögleiða kannabis. Hvorki hann né annar í hans teymi hefur bakgrunn í heilbrigðisvísindum og þegar gluggað er í skýrsluna skín í gegn vanþekking á stefnumótun í heilbrigðis- og lýðheilsumálum. Hvergi kemur fram hvaða áhrif kannabis hefur á heilsu neytenda. Af þeim fjölmörgum efnum sem finnast í kannabisplöntunni hefur TetraHydroCannabinol (THC) fengið mesta athygli því það veldur mestu geðhrifunum. THC hefur víðtæk áhrif á heilann. Undir áhrifum er fólk líklegra til að lenda í umferðarslysum og við langvarandi neyslu getur kannabis skert greind og getu til að tileinka sé nýja þekkingu. Börn mæðra sem neyta þess á meðgöngu eru í aukinni hættu á þroskaskerðingu og sýnt hefur verið fram á að kannabis eykur líkur á geðklofa, sjálfsvígum, kvíða og þunglyndi, svo eitthvað sé nefnt. Með lögleiðingu kannabis mun neysla þess aukast og það mun svo auka neyslu annarra fíkniefna – eins og margar rannsóknir sýna. Það getur ekki talist framfaraspor að sá illgresi í jarðveginn þar sem ungmenni okkar eiga að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun
Nú vilja nokkrir þingmenn lögleiða kannabis, sem er vímuefni búið til úr kvenplöntunni Cannabis sativa. Þeir sem tala fyrir kannabis hafa gjarnan á orði að kannabis gagnist í lækningaskyni. En læknar hafa ekki verið að sækjast eftir lögleiðingu þar sem mikil hætta er á misnotkun. Rannsóknir sýna að flestir kannabisneytendur séu ungmenni sem sækjast eftir að komast i vímu en ekki sjúklingar sem vilja lina þjáningar eins og oft er haldið fram. Umrætt frumvarp mun vera byggt á skýrslu á vegum Transform hugveitunnar en á bak við hana er Bretinn Danny Kushlick, sem hefur barist í rúm tuttugu ár fyrir því að lögleiða kannabis. Hvorki hann né annar í hans teymi hefur bakgrunn í heilbrigðisvísindum og þegar gluggað er í skýrsluna skín í gegn vanþekking á stefnumótun í heilbrigðis- og lýðheilsumálum. Hvergi kemur fram hvaða áhrif kannabis hefur á heilsu neytenda. Af þeim fjölmörgum efnum sem finnast í kannabisplöntunni hefur TetraHydroCannabinol (THC) fengið mesta athygli því það veldur mestu geðhrifunum. THC hefur víðtæk áhrif á heilann. Undir áhrifum er fólk líklegra til að lenda í umferðarslysum og við langvarandi neyslu getur kannabis skert greind og getu til að tileinka sé nýja þekkingu. Börn mæðra sem neyta þess á meðgöngu eru í aukinni hættu á þroskaskerðingu og sýnt hefur verið fram á að kannabis eykur líkur á geðklofa, sjálfsvígum, kvíða og þunglyndi, svo eitthvað sé nefnt. Með lögleiðingu kannabis mun neysla þess aukast og það mun svo auka neyslu annarra fíkniefna – eins og margar rannsóknir sýna. Það getur ekki talist framfaraspor að sá illgresi í jarðveginn þar sem ungmenni okkar eiga að vaxa og dafna.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun