Innlent

Katrín óskar forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með óléttuna

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ólétt þegar hún var mennta- og menningarmálaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ólétt þegar hún var mennta- og menningarmálaráðherra. vísir/ernir
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur óskað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með að eiga von á barni á Twitter. „Sem óléttur ráðherra mennta- og menningarmála á árunum 2010-2011 mæli ég eindregið með því,“ skrifar Katrín.

Jacinda tilkynnti þann 18. janúar að hún eigi von á barni með eiginmanni sínum, Clark Gayford. Barnið er sett í júní og gerir Ardern ráð fyrir því að taka sér sex vikna barneignarleyfi að fæðingunni lokinni.

Ardern er 37 ára gömul og varð yngsti forsætisráðherrann í sögu Nýja-Sjálands þegar hún myndaði stjórn frá miðju til vinstri í október síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Yngsta konan í ráðherrasætinu

Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum.

Forsætisráðherrann verður móðir

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford




Fleiri fréttir

Sjá meira


×