Mikilvægt að rjúfa einangrun kvenna af erlendum uppruna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. janúar 2018 13:43 Heiða Björg segir að frásagnirnar séu til vitnis um kerfisbundið valdamisvægi á Íslandi. Myndvinnsla/Garðar Það mátti greina rauðan þráð í frásögnum kvenna af erlendum uppruna sem í síðustu viku stigu fram með frásagnir af kynferðislegri áreitni og ofbeldi en þær virtust margar hverjar búa við mikla einangrun. Það er aðkallandi verkefni að rjúfa einangrun kvennanna. Þetta kom í máli Guðfinnu J. Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, sem var á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Nicole Leigh Mosty, verkefnisstjóri og fyrrverandi Alþingiskona og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi ræddu einnig um viðkvæma stöðu sem konur af erlendum uppruna búa við á Íslandi.Sveitarfélög og vinnumarkaður taki höndum saman„Ef einangrunin er það mikil þá er auðvitað erfitt fyrir þessa einstaklinga að leita sér aðstoðar af því þeir þekkja ekki hvernig hlutirnir eru og hafa jafnvel engan til að leita til. Þeir þekkja jafnvel engan annan en ofbeldismanninn sem viðkomandi býr með,“ segir Guðfinna sem telur að öll sveitarfélög ásamt vinnumarkaðinum eigi að taka höndum saman til tryggja það að konur af erlendum uppruna viti að þær geti verið öruggar á Íslandi og viti hvert þær geti leitað ef eitthvað kemur upp á. Það sé allt og algengt að þær þekki ekki reglurnar í íslensku þjóðfélagi.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir vill rjúfa einangrun kvenna af erlendum uppruna.Nicole, sem sat á Alþingi fyrir Bjarta framtíð, er ein talskvenna „Me Too“ byltingarinnar. „Ég var kannski ekki áreitt af karlmönnum en mér var haldið niðri bæði sem kona og útlensk kona sem fékk ekki sama traust og tækifæri og aðrir. Þú getur ímyndað þér að upplifa það í ræstingum. Það er eitt að upplifa það í þingkona að upplifa þetta en hvað með að vera í ræstingum?“ segir Nicole sem setur sig í spor verkakvenna af erlendum uppruna. Hún brýnir fyrir íslensku þjóðinni að varast það að fara í vörn. „Þetta er samfélagslegt vandamál og við megum ekki fara í vörn. Það er kannski það mikilvægasta. Við þurfum að þora að taka þetta samtal og finna leið upp úr þessu og efla þessar konur.“ Í yfirlýsingu segir að frásagnir kvenna af erlendum uppruna séu ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. Sjá frétt Vísis hér.Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins.Aðsend myndFrásagnirnar afhjúpa kerfisbundið valdamisvægiHeiða Björg, tekur undir með Nicole, sem segir að við þurfum að vinna með frásagnirnar og draga lærdóm af þeim. „Ég get ekki sagt að þessar frásagnir kæmu mér á óvart, ég þurfti alveg að herða mig upp til að lesa þær því ég þóttist vita hvað stæði þarna.“ Frásagnirnar séu vitnisburður um kerfisbundið valdamisvægi í íslensku samfélagi. „Þessir fordómar okkar gagnvart fólki með annan uppruna kemur mjög berlega fram. Við höfum séð það í mansalsmálum og ýmsu sem við höfum verið að eiga við hér í Reykjavík. Við þurfum að taka okkur á,“ segir Heiða. Heiða, sem hefur gegnt formennsku í Ofbeldisvarnarnefnd, segir að fólk eigi ekki að tala niður það sem þó sé til staðar og bjóðist konum af erlendum uppruna. Það sé mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir að þær verði fyrir ofbeldi og að koma í veg fyrir það að þær þurfi yfir höfuð að leita sér aðstoðar.Nicole Leigh Mosty, fyrrverandi þingkona Bjartrar framtíðar, segir að aðalmarkmiðið sé að hver og einn einstaklingur nái að fóta sig í samfélaginu.Vísir/ErnirMarkmiðið er að fólk nái að fóta sig„Hver einasta manneskja sem nær að fóta sig er sigur samfélagsins. Þetta á alltaf að vera okkar markmið í öllu sem við gerum í þeirri þjónustu sem við veitum og í þeim kerfum sem við höfum eins og hjá lögreglunni, dómskerfinu, velferðarkerfinu, menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu. Efla, efla, efla,“ segir Nicole.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. MeToo Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Það mátti greina rauðan þráð í frásögnum kvenna af erlendum uppruna sem í síðustu viku stigu fram með frásagnir af kynferðislegri áreitni og ofbeldi en þær virtust margar hverjar búa við mikla einangrun. Það er aðkallandi verkefni að rjúfa einangrun kvennanna. Þetta kom í máli Guðfinnu J. Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, sem var á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Nicole Leigh Mosty, verkefnisstjóri og fyrrverandi Alþingiskona og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi ræddu einnig um viðkvæma stöðu sem konur af erlendum uppruna búa við á Íslandi.Sveitarfélög og vinnumarkaður taki höndum saman„Ef einangrunin er það mikil þá er auðvitað erfitt fyrir þessa einstaklinga að leita sér aðstoðar af því þeir þekkja ekki hvernig hlutirnir eru og hafa jafnvel engan til að leita til. Þeir þekkja jafnvel engan annan en ofbeldismanninn sem viðkomandi býr með,“ segir Guðfinna sem telur að öll sveitarfélög ásamt vinnumarkaðinum eigi að taka höndum saman til tryggja það að konur af erlendum uppruna viti að þær geti verið öruggar á Íslandi og viti hvert þær geti leitað ef eitthvað kemur upp á. Það sé allt og algengt að þær þekki ekki reglurnar í íslensku þjóðfélagi.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir vill rjúfa einangrun kvenna af erlendum uppruna.Nicole, sem sat á Alþingi fyrir Bjarta framtíð, er ein talskvenna „Me Too“ byltingarinnar. „Ég var kannski ekki áreitt af karlmönnum en mér var haldið niðri bæði sem kona og útlensk kona sem fékk ekki sama traust og tækifæri og aðrir. Þú getur ímyndað þér að upplifa það í ræstingum. Það er eitt að upplifa það í þingkona að upplifa þetta en hvað með að vera í ræstingum?“ segir Nicole sem setur sig í spor verkakvenna af erlendum uppruna. Hún brýnir fyrir íslensku þjóðinni að varast það að fara í vörn. „Þetta er samfélagslegt vandamál og við megum ekki fara í vörn. Það er kannski það mikilvægasta. Við þurfum að þora að taka þetta samtal og finna leið upp úr þessu og efla þessar konur.“ Í yfirlýsingu segir að frásagnir kvenna af erlendum uppruna séu ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. Sjá frétt Vísis hér.Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins.Aðsend myndFrásagnirnar afhjúpa kerfisbundið valdamisvægiHeiða Björg, tekur undir með Nicole, sem segir að við þurfum að vinna með frásagnirnar og draga lærdóm af þeim. „Ég get ekki sagt að þessar frásagnir kæmu mér á óvart, ég þurfti alveg að herða mig upp til að lesa þær því ég þóttist vita hvað stæði þarna.“ Frásagnirnar séu vitnisburður um kerfisbundið valdamisvægi í íslensku samfélagi. „Þessir fordómar okkar gagnvart fólki með annan uppruna kemur mjög berlega fram. Við höfum séð það í mansalsmálum og ýmsu sem við höfum verið að eiga við hér í Reykjavík. Við þurfum að taka okkur á,“ segir Heiða. Heiða, sem hefur gegnt formennsku í Ofbeldisvarnarnefnd, segir að fólk eigi ekki að tala niður það sem þó sé til staðar og bjóðist konum af erlendum uppruna. Það sé mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir að þær verði fyrir ofbeldi og að koma í veg fyrir það að þær þurfi yfir höfuð að leita sér aðstoðar.Nicole Leigh Mosty, fyrrverandi þingkona Bjartrar framtíðar, segir að aðalmarkmiðið sé að hver og einn einstaklingur nái að fóta sig í samfélaginu.Vísir/ErnirMarkmiðið er að fólk nái að fóta sig„Hver einasta manneskja sem nær að fóta sig er sigur samfélagsins. Þetta á alltaf að vera okkar markmið í öllu sem við gerum í þeirri þjónustu sem við veitum og í þeim kerfum sem við höfum eins og hjá lögreglunni, dómskerfinu, velferðarkerfinu, menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu. Efla, efla, efla,“ segir Nicole.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
MeToo Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira