Ólafur Egill fyllir í skarð Jóns Páls hjá Leikfélagi Akureyrar Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 12:29 Ólafur Egill hefur áður stigið á svið á Akureyri. Vísir/Hanna Leikfélag Akureyrar hefur fengið Ólaf Egil Egilsson til að leikstýra verkinu „Sjeikspír eins og hann leggur sig“. Ólafur Egill tekur við keflinu af Jóni Páli Eyjólfssyni sem var rekinn sem leikhússtjóri fyrr í þessum mánuði eftir að stjórn Menningarfélags Akureyrar lýsti yfir vantrausti á hann. Í tilkynningu frá Menningarfélaginu er Ólafur Egill boðinn velkominn til starfa. Þetta verði ekki fyrstu kynni Akureyringa af Ólafi því hann hafi leikið þjófaforingjann Fagin í eftirminnilegri uppfærslu Leikfélags Akureyrar á „Óliver!“ skömmu eftir útskrift frá Listaháskóla Íslands. Ólafur er sagður hafa getið sér gott orð sem leikstjóri, leikari og handritshöfundur frá því hann útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2002. „Nú síðast skrifaði Ólafur, ásamt Gísla Erni Garðarssyni, handrit söngleiksins Elly sem notið hefur fádæma vinsælda auk þess sem hann leikstýrði Kartöfluætunum eftir Tyrfing Tyrfingsson og eigin leikgerð á verkinu Brot úr hjónabandi en báðar uppsetningar hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda og leikhúsgesta,“ segir í tilkynningu MAk. Jón Páll staðfesti við Mbl.is að uppsögn hans tengdist #metoo-byltingunni fyrr í þessum mánuði. Um hafi verið að ræða mál sem gerðist utan leikhússins fyrir áratug. Framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar vildi hins vegar ekki tjá sig um uppsögnina þar sem hún væri „persónulegs eðlis“. MeToo Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Leikfélag Akureyrar hefur fengið Ólaf Egil Egilsson til að leikstýra verkinu „Sjeikspír eins og hann leggur sig“. Ólafur Egill tekur við keflinu af Jóni Páli Eyjólfssyni sem var rekinn sem leikhússtjóri fyrr í þessum mánuði eftir að stjórn Menningarfélags Akureyrar lýsti yfir vantrausti á hann. Í tilkynningu frá Menningarfélaginu er Ólafur Egill boðinn velkominn til starfa. Þetta verði ekki fyrstu kynni Akureyringa af Ólafi því hann hafi leikið þjófaforingjann Fagin í eftirminnilegri uppfærslu Leikfélags Akureyrar á „Óliver!“ skömmu eftir útskrift frá Listaháskóla Íslands. Ólafur er sagður hafa getið sér gott orð sem leikstjóri, leikari og handritshöfundur frá því hann útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2002. „Nú síðast skrifaði Ólafur, ásamt Gísla Erni Garðarssyni, handrit söngleiksins Elly sem notið hefur fádæma vinsælda auk þess sem hann leikstýrði Kartöfluætunum eftir Tyrfing Tyrfingsson og eigin leikgerð á verkinu Brot úr hjónabandi en báðar uppsetningar hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda og leikhúsgesta,“ segir í tilkynningu MAk. Jón Páll staðfesti við Mbl.is að uppsögn hans tengdist #metoo-byltingunni fyrr í þessum mánuði. Um hafi verið að ræða mál sem gerðist utan leikhússins fyrir áratug. Framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar vildi hins vegar ekki tjá sig um uppsögnina þar sem hún væri „persónulegs eðlis“.
MeToo Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira