Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 07:24 Piers Morgan (t.v.) hefur verið hrifinn af Trump forseta. Viðtal þeirra verður birt í bresku sjónvarpi í kvöld. Vísir/AFP Svo virðist sem að Donald Trump Bandaríkjaforseti skorti grunnskilning á loftslagsbreytingum á jörðinni og vísindunum að baki þeim. Í sjónvarpsviðtali fyrir helgi fór forsetinn með ítrekaðar fleipur, meðal annars um að kólna sé á jörðinni, þvert á allar mælingar. Piers Morgan, breski sjónvarpsmaðurinn umdeildi, spurði Trump hvort hann „tryði“ á tilvist loftslagsbreytinga á jörðinni í viðtali sem var tekið fyrir ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos. Virtist Trump annað hvort ekki skilja umræðuefnið eða vísvitandi rangtúlka það. „Það er kólnun og það er hlýnun. Ég meina, sjáðu til, það var einu sinni ekki loftslagsbreytingar, það var einu sinni hnattræn hlýnun. Það virkaði ekki of vel vegna þess að það var að verða of kalt út um allt,“ svaraði Trump í viðtalinu sem á að birtast á ITV-sjónvarpsstöðinni í kvöld, að sögn The Independent. Hnattræn hlýnun og og loftslagsbreytingar eru hugtök sem eru notuð á víxl en lýsa bæði afleiðingum stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Hnattræn hlýnun lýsir þeirri hlýnun yfirborðs jarðar og sjávar sem hefur átt sér stað. Vísindamenn áætla að hlýnun yfirborðs jarðar nemi nú um 1°C frá tímabilinu fyrir iðnbyltingu. Hugtakið loftslagsbreytingar nær yfir fleiri afleiðingar eins og breytingar á veðurfari og súrnun sjávar.Sjá einnig:Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Samkvæmt nýjustu mælingum bandarísku vísindastofnananna NASA og NOAA var árið í fyrra það annað eða þriðja hlýjasta frá því að mælingar hófust. Árin þrjú á undan höfðu öll verið þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sautján af átján hlýjustu árunum frá upphafi hafa verið á þessari öld.Hélt því ranglega fram að ísþekjan væri að slá öll metÞá fabúleraði Bandaríkjaforseti í viðtalinu um að þvert á spár um að íshellur jarðar myndu bráðna þá slái þær nú met og hafi aldrei verið stærri. Það gengur þvert gegn tölum sem NOAA birti fyrr í mánuðinum. Þar kom fram að útbreiðsla hafíssins við Suðurskautslandið hafi aldrei verið minni en í fyrra. Á norðurskautinu var ísþekjan sú önnur minnsta frá upphafi mælinga. Hafísinn á norðurskautinu hefur dregist verulega saman frá því á seinni hluta 20. aldar þegar gervihnattamælingar hófust. Endurtók Trump einnig vanskilning á eðli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum, sem hann ætlar að draga Bandaríkin út úr. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum á eftir Kína. Fór forsetinn enn með möntru sína um að hann væri opinn fyrir að taka aftur þátt í samkomulaginu ef Bandaríkin fengju „betri samning“. Aðildarríki Parísarsamkomulagsins ákveða aftur á móti sjálf hvert framlag þeirra á að vera og markmið um samdrátt í losun. Það var breyting sem gerð var frá fyrri tilraunum til að ná bindandi alþjóðlegu samkomulagi um aðgerðir í loftslagsmálum. Ástæðan var meðal annars sú að ómögulegt hefði reynst að koma bindandi samkomulagi í gegnum Bandaríkjaþing vegna andstöðu Repúblikanaflokks Trump. Flokkurinn hefur um árabil þrætt fyrir vísindalega þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftlagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 29. desember 2017 10:46 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Svo virðist sem að Donald Trump Bandaríkjaforseti skorti grunnskilning á loftslagsbreytingum á jörðinni og vísindunum að baki þeim. Í sjónvarpsviðtali fyrir helgi fór forsetinn með ítrekaðar fleipur, meðal annars um að kólna sé á jörðinni, þvert á allar mælingar. Piers Morgan, breski sjónvarpsmaðurinn umdeildi, spurði Trump hvort hann „tryði“ á tilvist loftslagsbreytinga á jörðinni í viðtali sem var tekið fyrir ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos. Virtist Trump annað hvort ekki skilja umræðuefnið eða vísvitandi rangtúlka það. „Það er kólnun og það er hlýnun. Ég meina, sjáðu til, það var einu sinni ekki loftslagsbreytingar, það var einu sinni hnattræn hlýnun. Það virkaði ekki of vel vegna þess að það var að verða of kalt út um allt,“ svaraði Trump í viðtalinu sem á að birtast á ITV-sjónvarpsstöðinni í kvöld, að sögn The Independent. Hnattræn hlýnun og og loftslagsbreytingar eru hugtök sem eru notuð á víxl en lýsa bæði afleiðingum stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Hnattræn hlýnun lýsir þeirri hlýnun yfirborðs jarðar og sjávar sem hefur átt sér stað. Vísindamenn áætla að hlýnun yfirborðs jarðar nemi nú um 1°C frá tímabilinu fyrir iðnbyltingu. Hugtakið loftslagsbreytingar nær yfir fleiri afleiðingar eins og breytingar á veðurfari og súrnun sjávar.Sjá einnig:Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Samkvæmt nýjustu mælingum bandarísku vísindastofnananna NASA og NOAA var árið í fyrra það annað eða þriðja hlýjasta frá því að mælingar hófust. Árin þrjú á undan höfðu öll verið þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Sautján af átján hlýjustu árunum frá upphafi hafa verið á þessari öld.Hélt því ranglega fram að ísþekjan væri að slá öll metÞá fabúleraði Bandaríkjaforseti í viðtalinu um að þvert á spár um að íshellur jarðar myndu bráðna þá slái þær nú met og hafi aldrei verið stærri. Það gengur þvert gegn tölum sem NOAA birti fyrr í mánuðinum. Þar kom fram að útbreiðsla hafíssins við Suðurskautslandið hafi aldrei verið minni en í fyrra. Á norðurskautinu var ísþekjan sú önnur minnsta frá upphafi mælinga. Hafísinn á norðurskautinu hefur dregist verulega saman frá því á seinni hluta 20. aldar þegar gervihnattamælingar hófust. Endurtók Trump einnig vanskilning á eðli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum, sem hann ætlar að draga Bandaríkin út úr. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum á eftir Kína. Fór forsetinn enn með möntru sína um að hann væri opinn fyrir að taka aftur þátt í samkomulaginu ef Bandaríkin fengju „betri samning“. Aðildarríki Parísarsamkomulagsins ákveða aftur á móti sjálf hvert framlag þeirra á að vera og markmið um samdrátt í losun. Það var breyting sem gerð var frá fyrri tilraunum til að ná bindandi alþjóðlegu samkomulagi um aðgerðir í loftslagsmálum. Ástæðan var meðal annars sú að ómögulegt hefði reynst að koma bindandi samkomulagi í gegnum Bandaríkjaþing vegna andstöðu Repúblikanaflokks Trump. Flokkurinn hefur um árabil þrætt fyrir vísindalega þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga.
Donald Trump Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftlagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 29. desember 2017 10:46 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Sjá meira
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftlagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 29. desember 2017 10:46
Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07