Kallaður „kaktuspungur“ og „perri“ á Facebook: „Þetta MeToo er bara komið í algjört rugl“ Þórdís Valsdóttir skrifar 27. janúar 2018 21:30 Sveinbjörn Guðjohnsen segist ekkert skammast sín fyrir að hafa gefið út músarmotturnar umdeildu. „Myndin var gerð af fúsum og frjálsum vilja, af konum. Þær voru margar sem hringdu og vildu komast á dagatölin í gamla daga fyrir ekki neitt, bara til að fá að vera með. Flottir skrokkar og flottar konur,“ segir Sveinbjörn Guðjohnsen hjá bílabúðinni H. Jónsson & Co. um mynd sem prentuð var á músarmottur sem fyrirtækið hefur gefið viðskiptavinum sínum. Hann segist ekkert skammast sín fyrir að hafa gefið út þessar mottur. Músarmotturnar hafa farið fyrir brjóstið á mörgum en myndin á músarmottunni sýnir þrjár konur standa við afgreiðsluborð, berar að neðan. Myndin umdeilda var tekin inni í bílabúðinni sjálfri og það glittir í Sveinbjörn á myndinni, en hann er maðurinn á bak við dagblaðið. „Þessi mynd er tekin fyrir svona 10-12 árum síðan, þetta eru bara konur sem komu þarna og voru til í að sitja fyrir og skömmuðust sín ekkert fyrir það. Það er ekkert klám þarna, enginn dónaskapur. Þetta eru bara fallegar konur,“ segir Sveinbjörn en hann byrjaði að vinna hjá bílabúðinni aðeins tíu ára gamall og var þá sendill. Sveinbjörn er hæstánægður með þá umræðu sem hefur skapast í kringum músarmotturnar og segir að viðskiptavinir hafi streymt til hans eftir fréttaflutning gærdagsins. „Þetta er alveg æðisleg auglýsing sem er búin að skila sér þarna.“ Fyrirtækið sem var upphaflega stofnað árið 1947 prentaði á fjórða hundrað eintaka af músarmottum sem viðskiptavinir geta tekið með sér að kostnaðarlausu og Sveinbjörn segir að upplagið sé ekki alveg búið. „Það streymdi að fólkið í gær og við höfum fengið mikið af e-mailum og annað þar sem verið er að biðja um þetta, í dag og í gær.“ Sveinbjörn hafnar því alfarið að þarna sé verið að hlutgera konur, en margir hafa gagnrýnt myndina á Facebook síðu bílabúðarinnar og sagt að þarna sé verið að gera konur að „hlut“ eða „vöru“. „Hlutgera? Kíktu á dagatalið hjá slökkviliðinu, er verið að hlutgera karla þá? Þetta er gert af fúsum og frjálsum vilja, þá er ekki verið að hlutgera neinn,“ segir Sveinbjörn.Ekkert á móti MeToo en segir það „komið út í rugl“ „Bara svo það komi skýrt fram þá er ég ekkert á móti MeToo og ég virði það alveg í botn, en þetta MeToo er bara komið í algjört rugl. Ég er svo sammála MeToo að öllu leyti nema konur eru búnar að ofgera þessu. Eins og þetta með motturnar, þetta er bara svo lítið mál og allt þjóðfélagið fer á hliðina,“ segir Sveinbjörn. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa gefið bílabúðinni lélega einkunn og skrifað neikvæðar athugasemdir um motturnar á Facebook síðu þeirra síðasta sólarhringinn og Sveinbjörn segir að margar konur hafi skrifað dónalegar og niðrandi athugasemdir og þar með hlutgert hann. Hann tekur sem dæmi að hann hafi meðal annars verið kallaður „kaktuspungur“ og „perri“ í athugasemdunum. „Þetta er þeim virkilega til skammar. Þetta er konum ekki til uppdráttar og þær eru bara með þessu ljóta tali að láta vita af því hvað er á bak við þetta metoo, það er ekki nein fegurð sko,“ segir Sveinbjörn en hann segist þó taka gagnrýninni vel. „Ef þú skoðar öll þessi orð og tekur saman þá er það bara stórt efni út af fyrir sig hvernig konur eru að hugsa í dag.“ Fjölmargir hafa þó einnig skrifað jákvæðar athugasemdir um bílabúðina og Sveinbjörn segir að hann hafi líka fengið margar jákvæðar athugasemdir frá konum sem finnist þetta of langt gengið. Þá segist hann einnig hafa fengið fjölda símtala. „Ég fæ svo mikið af hringingum frá mönnum sem eru að þakka mér fyrir að þora að segja eitthvað í þessum heimi vegna þess að það er eins og það megi ekki segja neitt eða gera neitt því þá verða konur alveg brjálaðar út af einhverri smá músarmottu sem er saklaus og bara fallegar konur. Þær ættu að vera stoltar af því að sjá þarna fallegar konur.“Þeir bræður stofnuðu saman líkamsræktarstöðina Orkubót í byrjun níunda áratugs síðustu aldar. Orkubót var fyrsta líkamsræktarstöðin sinnar tegundar hér á landi.Morgunblaðið 25. júní 1981Ekki sá eini í fjölskyldunni sem ratað hefur í fjölmiðla Sveinbjörn er ekki sá eini í fjölskyldunni sem vakið hefur athygli í fjölmiðlum í vikunni. Bróðir hans Viðar bauð fram krafta sína í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vakti framboð hans mikla athygli vegna harðlínuhægri viðhorfa hans. Hann er til að mynda þeirrar skoðunar að „dópistar“ eigi ekki að fá hjálp og að velferðarkerfið á Íslandi sé eins og „segulstál“ fyrir íbúa þriðja heims ríkja.Sjá meira: Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna meginEn hvers vegna eru konurnar ekki klæddar að neðan? Blaðamaður velti upp þeirri spurningu hvers vegna konurnar á myndinni á músarmottunni væru ekki klæddar að neðan í þessum erindagjörðum í bílabúðinni og Sveinbjörn segir að þetta sé bara mynd. „Það var nú einn sem ég þekki og dóttir hans spurði að því af hverju þær væru berrassaðar og hann svaraði því að þær ættu bara eftir að klæða sig,“ segir Sveinbjörn glettinn. Sveinbjörn segir að það eigi ekki að gera þessa músarmottu að einhverju „klámdóti“. „Það er mikið bil á milli kláms og fallega skapaðrar konu.“ Að lokum segir Sveinbjörn að það geti vel verið að hann prenti fleiri músarmottur og hlær. MeToo Tengdar fréttir Segir eftirspurn eftir umdeildum músarmottum Músarmottur bílabúðarinnar H. Jónsson & Co. hafa verið harðlega gagnrýndar en forsvarsmaður búðarinnar segir ekkert athugavert við þær. 26. janúar 2018 14:11 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
„Myndin var gerð af fúsum og frjálsum vilja, af konum. Þær voru margar sem hringdu og vildu komast á dagatölin í gamla daga fyrir ekki neitt, bara til að fá að vera með. Flottir skrokkar og flottar konur,“ segir Sveinbjörn Guðjohnsen hjá bílabúðinni H. Jónsson & Co. um mynd sem prentuð var á músarmottur sem fyrirtækið hefur gefið viðskiptavinum sínum. Hann segist ekkert skammast sín fyrir að hafa gefið út þessar mottur. Músarmotturnar hafa farið fyrir brjóstið á mörgum en myndin á músarmottunni sýnir þrjár konur standa við afgreiðsluborð, berar að neðan. Myndin umdeilda var tekin inni í bílabúðinni sjálfri og það glittir í Sveinbjörn á myndinni, en hann er maðurinn á bak við dagblaðið. „Þessi mynd er tekin fyrir svona 10-12 árum síðan, þetta eru bara konur sem komu þarna og voru til í að sitja fyrir og skömmuðust sín ekkert fyrir það. Það er ekkert klám þarna, enginn dónaskapur. Þetta eru bara fallegar konur,“ segir Sveinbjörn en hann byrjaði að vinna hjá bílabúðinni aðeins tíu ára gamall og var þá sendill. Sveinbjörn er hæstánægður með þá umræðu sem hefur skapast í kringum músarmotturnar og segir að viðskiptavinir hafi streymt til hans eftir fréttaflutning gærdagsins. „Þetta er alveg æðisleg auglýsing sem er búin að skila sér þarna.“ Fyrirtækið sem var upphaflega stofnað árið 1947 prentaði á fjórða hundrað eintaka af músarmottum sem viðskiptavinir geta tekið með sér að kostnaðarlausu og Sveinbjörn segir að upplagið sé ekki alveg búið. „Það streymdi að fólkið í gær og við höfum fengið mikið af e-mailum og annað þar sem verið er að biðja um þetta, í dag og í gær.“ Sveinbjörn hafnar því alfarið að þarna sé verið að hlutgera konur, en margir hafa gagnrýnt myndina á Facebook síðu bílabúðarinnar og sagt að þarna sé verið að gera konur að „hlut“ eða „vöru“. „Hlutgera? Kíktu á dagatalið hjá slökkviliðinu, er verið að hlutgera karla þá? Þetta er gert af fúsum og frjálsum vilja, þá er ekki verið að hlutgera neinn,“ segir Sveinbjörn.Ekkert á móti MeToo en segir það „komið út í rugl“ „Bara svo það komi skýrt fram þá er ég ekkert á móti MeToo og ég virði það alveg í botn, en þetta MeToo er bara komið í algjört rugl. Ég er svo sammála MeToo að öllu leyti nema konur eru búnar að ofgera þessu. Eins og þetta með motturnar, þetta er bara svo lítið mál og allt þjóðfélagið fer á hliðina,“ segir Sveinbjörn. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa gefið bílabúðinni lélega einkunn og skrifað neikvæðar athugasemdir um motturnar á Facebook síðu þeirra síðasta sólarhringinn og Sveinbjörn segir að margar konur hafi skrifað dónalegar og niðrandi athugasemdir og þar með hlutgert hann. Hann tekur sem dæmi að hann hafi meðal annars verið kallaður „kaktuspungur“ og „perri“ í athugasemdunum. „Þetta er þeim virkilega til skammar. Þetta er konum ekki til uppdráttar og þær eru bara með þessu ljóta tali að láta vita af því hvað er á bak við þetta metoo, það er ekki nein fegurð sko,“ segir Sveinbjörn en hann segist þó taka gagnrýninni vel. „Ef þú skoðar öll þessi orð og tekur saman þá er það bara stórt efni út af fyrir sig hvernig konur eru að hugsa í dag.“ Fjölmargir hafa þó einnig skrifað jákvæðar athugasemdir um bílabúðina og Sveinbjörn segir að hann hafi líka fengið margar jákvæðar athugasemdir frá konum sem finnist þetta of langt gengið. Þá segist hann einnig hafa fengið fjölda símtala. „Ég fæ svo mikið af hringingum frá mönnum sem eru að þakka mér fyrir að þora að segja eitthvað í þessum heimi vegna þess að það er eins og það megi ekki segja neitt eða gera neitt því þá verða konur alveg brjálaðar út af einhverri smá músarmottu sem er saklaus og bara fallegar konur. Þær ættu að vera stoltar af því að sjá þarna fallegar konur.“Þeir bræður stofnuðu saman líkamsræktarstöðina Orkubót í byrjun níunda áratugs síðustu aldar. Orkubót var fyrsta líkamsræktarstöðin sinnar tegundar hér á landi.Morgunblaðið 25. júní 1981Ekki sá eini í fjölskyldunni sem ratað hefur í fjölmiðla Sveinbjörn er ekki sá eini í fjölskyldunni sem vakið hefur athygli í fjölmiðlum í vikunni. Bróðir hans Viðar bauð fram krafta sína í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vakti framboð hans mikla athygli vegna harðlínuhægri viðhorfa hans. Hann er til að mynda þeirrar skoðunar að „dópistar“ eigi ekki að fá hjálp og að velferðarkerfið á Íslandi sé eins og „segulstál“ fyrir íbúa þriðja heims ríkja.Sjá meira: Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna meginEn hvers vegna eru konurnar ekki klæddar að neðan? Blaðamaður velti upp þeirri spurningu hvers vegna konurnar á myndinni á músarmottunni væru ekki klæddar að neðan í þessum erindagjörðum í bílabúðinni og Sveinbjörn segir að þetta sé bara mynd. „Það var nú einn sem ég þekki og dóttir hans spurði að því af hverju þær væru berrassaðar og hann svaraði því að þær ættu bara eftir að klæða sig,“ segir Sveinbjörn glettinn. Sveinbjörn segir að það eigi ekki að gera þessa músarmottu að einhverju „klámdóti“. „Það er mikið bil á milli kláms og fallega skapaðrar konu.“ Að lokum segir Sveinbjörn að það geti vel verið að hann prenti fleiri músarmottur og hlær.
MeToo Tengdar fréttir Segir eftirspurn eftir umdeildum músarmottum Músarmottur bílabúðarinnar H. Jónsson & Co. hafa verið harðlega gagnrýndar en forsvarsmaður búðarinnar segir ekkert athugavert við þær. 26. janúar 2018 14:11 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Segir eftirspurn eftir umdeildum músarmottum Músarmottur bílabúðarinnar H. Jónsson & Co. hafa verið harðlega gagnrýndar en forsvarsmaður búðarinnar segir ekkert athugavert við þær. 26. janúar 2018 14:11