Lögreglan tjáir sig um MeToo: „Allir brotaþolar eru skjólstæðingar lögreglu“ Þórdís Valsdóttir skrifar 27. janúar 2018 20:03 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld þar sem áréttað er hvert hlutverk lögreglu sé ef grunur er á því að brot hafi verið framið. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld þar sem hún ítrekar að allir brotaþolar séu skjólstæðingar lögreglu. Lögreglan segir að það sé hlutverk hennar að rannsaka mál ef grunur er á því að brot hafi verið framið. „Síðastliðnar vikur og mánuði hafa margir stigið fram og lýst því að brotið hafi verið á þeim í orði og í verki. Konur eru þar í yfirgnæfandi meirihluta. Frásagnirnar eru margar og sumar svo átakanlegar að fólki er verulega brugðið,“ segir í yfirlýsingunni sem Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar, sendi fjölmiðlum fyrr í kvöld. Þá segir einnig að sumar frásagnanna nái langt aftur í tímann en aðrar eru nýlegar og bent er á að enginn þjóðfélagshópur er undanskilinn. „Í lýsingum kemur einnig fram að enginn þjóðfélagshópur er undanskilinn og að ætluð brot hafi fengið að þrífast á ólíklegustu stöðum.“ Í yfirlýsingunni segir lögreglan að í umræðunni hafi því verið velt upp hvert hlutverk lögreglu sé í þessu sambandi. „Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu telur rétt að taka það skýrt fram að allir brotaþolar eru skjólstæðingar lögreglu. Á lögreglu hvílir rannsóknarskylda fái hún grun eða vitneskju um að brot hafi átt sér stað. Og það er hlutverk lögreglu og ákærenda að svara því hvort ætluð brot kunni að vera fyrnd eða hvernig sönnunarstöðu sé háttað,” segir í yfirlýsingunni. MeToo Tengdar fréttir Samfélagið greinilega að læra af MeToo-byltingunni Kolbrún Halldórsdóttir, formaður Bandalags íslenskra listamanna og fyrrverandi ráðherra, ræddi um MeToo-byltinguna í Víglínunni á Stöð 2. 27. janúar 2018 14:12 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld þar sem hún ítrekar að allir brotaþolar séu skjólstæðingar lögreglu. Lögreglan segir að það sé hlutverk hennar að rannsaka mál ef grunur er á því að brot hafi verið framið. „Síðastliðnar vikur og mánuði hafa margir stigið fram og lýst því að brotið hafi verið á þeim í orði og í verki. Konur eru þar í yfirgnæfandi meirihluta. Frásagnirnar eru margar og sumar svo átakanlegar að fólki er verulega brugðið,“ segir í yfirlýsingunni sem Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar, sendi fjölmiðlum fyrr í kvöld. Þá segir einnig að sumar frásagnanna nái langt aftur í tímann en aðrar eru nýlegar og bent er á að enginn þjóðfélagshópur er undanskilinn. „Í lýsingum kemur einnig fram að enginn þjóðfélagshópur er undanskilinn og að ætluð brot hafi fengið að þrífast á ólíklegustu stöðum.“ Í yfirlýsingunni segir lögreglan að í umræðunni hafi því verið velt upp hvert hlutverk lögreglu sé í þessu sambandi. „Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu telur rétt að taka það skýrt fram að allir brotaþolar eru skjólstæðingar lögreglu. Á lögreglu hvílir rannsóknarskylda fái hún grun eða vitneskju um að brot hafi átt sér stað. Og það er hlutverk lögreglu og ákærenda að svara því hvort ætluð brot kunni að vera fyrnd eða hvernig sönnunarstöðu sé háttað,” segir í yfirlýsingunni.
MeToo Tengdar fréttir Samfélagið greinilega að læra af MeToo-byltingunni Kolbrún Halldórsdóttir, formaður Bandalags íslenskra listamanna og fyrrverandi ráðherra, ræddi um MeToo-byltinguna í Víglínunni á Stöð 2. 27. janúar 2018 14:12 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Samfélagið greinilega að læra af MeToo-byltingunni Kolbrún Halldórsdóttir, formaður Bandalags íslenskra listamanna og fyrrverandi ráðherra, ræddi um MeToo-byltinguna í Víglínunni á Stöð 2. 27. janúar 2018 14:12
Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13
Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08