Nær Brunson að hefna fyrir tapið gegn krókódílnum? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. janúar 2018 08:00 Derek Brunson er hann barðist við Anderson Silva. Vísir/Getty Í nótt fer fram ansi áhugaverður bardagi í millivigt UFC. Þar mætast þeir Derek Brunson og Ronaldo ‘Jacare’ Souza þar sem Brunson fær kjörið tækifæri til að hefna fyrir tapið er þeir mættust fyrst. Það var í ágúst 2012 sem þeir Brunson og Jacare Souza mættust fyrst. Þá sigraði Jacare (sem beinþýðist sem krókódíll og hefur alltaf verið viðurnefni þess brasilíska) eftir rothögg í 1. lotu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á þeim tíma er þeir mættust fyrst var Brunson fremur einhæfur bardagamaður sem treysti helst á fellurnar. Í dag er hann talsvert fjölbreyttari bardagamaður og hafa síðustu sex sigrar hans endað með rothöggi í 1. lotu. Honum hefur samt ekki enn tekist að vinna þessa allra bestu eins og Yoel Romero, Robert Whittaker og Jacare. Brunson fær þó kjörið tækifæri til þess í nótt enda er Jacare að dala og spurning hversu góður hann er enn í dag. Síðast sáum við Jacare vera rotaðan af Robert Whittaker en eftir það glímdi hann við erfiðustu meiðsli ferilsins að eigin sögn. Endurkoman var erfið enda segir Jacare að hann hafi verið feitur, hægur og einfaldlega grútlélegur þegar hann snéri aftur á dýnurnar eftir meiðslin. Jacare er nú orðinn 38 ára gamall og kominn af léttasta skeiði. Það má þó aldrei afskrifa Jacare enda fer þar á ferð einn allra besti glímumaður heims. Eftir að hafa orðið margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu snéri hann sér að MMA. Þar hefur honum vegnað ansi vel og er með 17 sigra eftir uppgjafartök. Þó aldurinn sé farinn að segja til sín mun hann alltaf njóta yfirburða fari bardaginn í gólfið. Stóra spurningin er bara hvort honum takist að fara með bardagann í gólfið. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins þegar UFC heimsækir Charlotte í Norður-Karólínu í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 1. MMA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira
Í nótt fer fram ansi áhugaverður bardagi í millivigt UFC. Þar mætast þeir Derek Brunson og Ronaldo ‘Jacare’ Souza þar sem Brunson fær kjörið tækifæri til að hefna fyrir tapið er þeir mættust fyrst. Það var í ágúst 2012 sem þeir Brunson og Jacare Souza mættust fyrst. Þá sigraði Jacare (sem beinþýðist sem krókódíll og hefur alltaf verið viðurnefni þess brasilíska) eftir rothögg í 1. lotu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á þeim tíma er þeir mættust fyrst var Brunson fremur einhæfur bardagamaður sem treysti helst á fellurnar. Í dag er hann talsvert fjölbreyttari bardagamaður og hafa síðustu sex sigrar hans endað með rothöggi í 1. lotu. Honum hefur samt ekki enn tekist að vinna þessa allra bestu eins og Yoel Romero, Robert Whittaker og Jacare. Brunson fær þó kjörið tækifæri til þess í nótt enda er Jacare að dala og spurning hversu góður hann er enn í dag. Síðast sáum við Jacare vera rotaðan af Robert Whittaker en eftir það glímdi hann við erfiðustu meiðsli ferilsins að eigin sögn. Endurkoman var erfið enda segir Jacare að hann hafi verið feitur, hægur og einfaldlega grútlélegur þegar hann snéri aftur á dýnurnar eftir meiðslin. Jacare er nú orðinn 38 ára gamall og kominn af léttasta skeiði. Það má þó aldrei afskrifa Jacare enda fer þar á ferð einn allra besti glímumaður heims. Eftir að hafa orðið margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu snéri hann sér að MMA. Þar hefur honum vegnað ansi vel og er með 17 sigra eftir uppgjafartök. Þó aldurinn sé farinn að segja til sín mun hann alltaf njóta yfirburða fari bardaginn í gólfið. Stóra spurningin er bara hvort honum takist að fara með bardagann í gólfið. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins þegar UFC heimsækir Charlotte í Norður-Karólínu í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 1.
MMA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira