Fá ekki túlkaþjónustu þegar þær skilja við eiginmenn sína Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. janúar 2018 14:28 Sabine Leskopf og Nicole Leigh Mosty Vísir/Vilhelm Konur af erlendum uppruna rufu þögnina í gær og stigu fram með MeToo sögur af fordómum, útilokun, áreitni, mansali, vanrækslu og kynferðisofbeldi. Þessar sláandi frásagnir vöktu mikla athygli og bíða konurnar nú eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum og stéttarfélögum. Þær Nicole Leigh Mosty kennari, verkefnastjóri og fyrrverandi þingmaður og Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi voru í viðtali í Harmageddon í dag og ræddu þar umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna.Innflytjendur er mannauður„Ég held að það sé rosalega mikilvægt að gera sér grein fyrir að þessi mismunun er margþætt,“ segir Sabine. Hún hefur unnið í þessum málum frá árinu 2004 og verið í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna, vann í Alþjóðahúsi, situr nú í stjórn Kvennaathvarfsins og er í borgarstjórn. Sagði hún í samtali við Vísi að þrátt fyrir að fyrstu og annar kynslóðir innflytjenda séu 13 prósent íbúa hér á landi, séu meira en helmingur kvennanna í Kvennaathvarfinu af erlendum uppruna. „Það hefur alltaf verið mín lína að berjast svolítið á tveimur vígvöllum. Þessi hópur er til, sem verður fyrir grófu ofbeldi og svona en ég vil líka berjast fyrir því að við höfum rödd, að fólk geri sér grein fyrir að innflytjendur séu mannauður, að það geti verið þakklátt fyrir að fá okkur hingað,“ sagði Sabine í Harmageddon. „Það er það sem Vigdís Finnbogadóttir kenndi okkur, kenndi litlum stelpum að þær geti verið allt sem þær vilja.“ Benti hún á að börn, ekki bara þau sem eru innflytjendur, sjái konur af erlendum uppruna oftast ekki í sjónvarpinu, í valdastöðum og stjórnunarstöðum heldur að skúra í skólanum.Fá ekki túlk þegar þær skilja við eiginmanninn Sabine gagnrýnir að Sýslumaður telji sig geta sinnt sinni upplýsingaskyldu þó að fólk skilji ekki orð af því sem kemur fram. „Þeir panta ekki túlk þannig að kona sem kemur í skilnaðarviðtal hjá Sýslumanni er algjörlega háð makanum sem hún er að skilja við. Þær eru margar, ég veit um nokkur dæmi þar sem kona hefur afsalað sér forræði yfir börnunum sínum af því að þær skildu ekki hvað fer þarna fram.“ Nicole sé að þetta sé víðar, eins og hjá Barnaverndarnefnd. Hún hafi einu sinni fengið símtal frá grátandi konu í neyð vegna tungumálaerfiðleika. „Börnin hennar voru tekin af henni og hún vissi ekki nákvæmlega af hverju.“Hver ber ábyrgð?„Hver ber ábyrgð á þessum sögum sem eru hér? Alls ekki þessar konur, alls ekki,“ sagði Nicole um reynslusögur kvennanna. Hún sagði að hugrekki þeirra til að stíga fram með sínar sögur væri ákall eftir aðgerðum. „Ég bíð eftir að heyra viðbrögð frá til dæmis Ragnari hjá VR, Gylfa hjá ASÍ. Hvað ætla þau að gera á vinnumarkaðinum? Hvernig ætla þau að efla þekkingu á réttindum fólk sem er að starfa hjá þeim. [...] Halldór Benjamín í SA. Bara gjörðu svo vel, ég vil sjá ykkur í fjölmiðlum.“ Konurnar eru með framkvæmdaáætlun með aðgerðum tengdum opinberum stofnunum, sveitarfélögum og þeirra ábyrgð til þess að fræða, mennta og skýra leiðir fyrir innflytjendur. „Það er á okkar ábyrgð að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér. Hvern einasta skattborgara.“ Viðtalið við Nicole og Sabine í Harmageddon má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. MeToo Tengdar fréttir Sögur kvenna af erlendum uppruna ríma við reynslu Kvennaathvarfsins Konur af erlendum uppruna bættust í hóp kvenna sem hafa sagt frá kynferðisofbeldi og áreitni í íslensku samfélagi. Sendu þær frá sér #metoo yfirlýsingu með sláandi sögum tuga kvenna. 26. janúar 2018 07:00 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Segir skeytingarleysi ríkja gagnvart konum af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna. 25. janúar 2018 19:45 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Konur af erlendum uppruna rufu þögnina í gær og stigu fram með MeToo sögur af fordómum, útilokun, áreitni, mansali, vanrækslu og kynferðisofbeldi. Þessar sláandi frásagnir vöktu mikla athygli og bíða konurnar nú eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum og stéttarfélögum. Þær Nicole Leigh Mosty kennari, verkefnastjóri og fyrrverandi þingmaður og Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi voru í viðtali í Harmageddon í dag og ræddu þar umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna.Innflytjendur er mannauður„Ég held að það sé rosalega mikilvægt að gera sér grein fyrir að þessi mismunun er margþætt,“ segir Sabine. Hún hefur unnið í þessum málum frá árinu 2004 og verið í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna, vann í Alþjóðahúsi, situr nú í stjórn Kvennaathvarfsins og er í borgarstjórn. Sagði hún í samtali við Vísi að þrátt fyrir að fyrstu og annar kynslóðir innflytjenda séu 13 prósent íbúa hér á landi, séu meira en helmingur kvennanna í Kvennaathvarfinu af erlendum uppruna. „Það hefur alltaf verið mín lína að berjast svolítið á tveimur vígvöllum. Þessi hópur er til, sem verður fyrir grófu ofbeldi og svona en ég vil líka berjast fyrir því að við höfum rödd, að fólk geri sér grein fyrir að innflytjendur séu mannauður, að það geti verið þakklátt fyrir að fá okkur hingað,“ sagði Sabine í Harmageddon. „Það er það sem Vigdís Finnbogadóttir kenndi okkur, kenndi litlum stelpum að þær geti verið allt sem þær vilja.“ Benti hún á að börn, ekki bara þau sem eru innflytjendur, sjái konur af erlendum uppruna oftast ekki í sjónvarpinu, í valdastöðum og stjórnunarstöðum heldur að skúra í skólanum.Fá ekki túlk þegar þær skilja við eiginmanninn Sabine gagnrýnir að Sýslumaður telji sig geta sinnt sinni upplýsingaskyldu þó að fólk skilji ekki orð af því sem kemur fram. „Þeir panta ekki túlk þannig að kona sem kemur í skilnaðarviðtal hjá Sýslumanni er algjörlega háð makanum sem hún er að skilja við. Þær eru margar, ég veit um nokkur dæmi þar sem kona hefur afsalað sér forræði yfir börnunum sínum af því að þær skildu ekki hvað fer þarna fram.“ Nicole sé að þetta sé víðar, eins og hjá Barnaverndarnefnd. Hún hafi einu sinni fengið símtal frá grátandi konu í neyð vegna tungumálaerfiðleika. „Börnin hennar voru tekin af henni og hún vissi ekki nákvæmlega af hverju.“Hver ber ábyrgð?„Hver ber ábyrgð á þessum sögum sem eru hér? Alls ekki þessar konur, alls ekki,“ sagði Nicole um reynslusögur kvennanna. Hún sagði að hugrekki þeirra til að stíga fram með sínar sögur væri ákall eftir aðgerðum. „Ég bíð eftir að heyra viðbrögð frá til dæmis Ragnari hjá VR, Gylfa hjá ASÍ. Hvað ætla þau að gera á vinnumarkaðinum? Hvernig ætla þau að efla þekkingu á réttindum fólk sem er að starfa hjá þeim. [...] Halldór Benjamín í SA. Bara gjörðu svo vel, ég vil sjá ykkur í fjölmiðlum.“ Konurnar eru með framkvæmdaáætlun með aðgerðum tengdum opinberum stofnunum, sveitarfélögum og þeirra ábyrgð til þess að fræða, mennta og skýra leiðir fyrir innflytjendur. „Það er á okkar ábyrgð að valdefla hverja einustu manneskju sem er hér. Hvern einasta skattborgara.“ Viðtalið við Nicole og Sabine í Harmageddon má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
MeToo Tengdar fréttir Sögur kvenna af erlendum uppruna ríma við reynslu Kvennaathvarfsins Konur af erlendum uppruna bættust í hóp kvenna sem hafa sagt frá kynferðisofbeldi og áreitni í íslensku samfélagi. Sendu þær frá sér #metoo yfirlýsingu með sláandi sögum tuga kvenna. 26. janúar 2018 07:00 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Segir skeytingarleysi ríkja gagnvart konum af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna. 25. janúar 2018 19:45 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Sögur kvenna af erlendum uppruna ríma við reynslu Kvennaathvarfsins Konur af erlendum uppruna bættust í hóp kvenna sem hafa sagt frá kynferðisofbeldi og áreitni í íslensku samfélagi. Sendu þær frá sér #metoo yfirlýsingu með sláandi sögum tuga kvenna. 26. janúar 2018 07:00
Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13
Segir skeytingarleysi ríkja gagnvart konum af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir skeytingarleysi ríkja í samfélaginu þegar komi að ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna. 25. janúar 2018 19:45
Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08