Sport

Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Till í bardaganum gegn Cerrone.
Till í bardaganum gegn Cerrone. vísir/getty
Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari.

Það er þvert á yfirlýsingar þjálfara Gunnars, John Kavanagh, sem sagði í gær að þeim hefði verið boðið að fá aðalbardagann í London þann 17. mars.

Chamatkar Sandhu hjá MMAjunkie segir á Twitter-síðu sinni í dag að hann hafi rætt við Till í morgun og sagðist Till ekki hafa fengið boð frá UFC um þennan bardaga. Hann tjáði Sandhu enn fremur að hann hefði fengið boð um að berjast gegn Stephen Thompson í apríl.





Afar sérstakt ef rétt er en UFC hlýtur að tjá sig um málið fljótlega enda á enn eftir að finna aðalbardaga fyrir þetta stóra kvöld í Lundúnum.

Englendingurinn Michael Bisping virðist aftur á móti hafa augastað á þessu kvöldi og gaf því undir fótinn á Instagram í morgun að hann væri til í að taka sinn síðasta bardaga á ferlinum í London. Bardagi með Bisping er því möguleiki sem aðalbardagi fari svo að Gunnar og Till berjist ekki eftir allt saman.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×