„Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 11:00 Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í Lundúnum fyrir ári síðan. vísir/getty Eins og Vísir hefur greint frá bíður Gunnar Nelson eftir því að Englendingurinn Darren Till samþykki að berjast við hann í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Lundúnum 17. mars. UFC vill að þeir sjái um aðalskemmtiatriðið þetta kvöldið og er Gunnar búinn að samþykkja en Till og hans menn eru eitthvað að draga fæturnar í málinu eins og Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, komst að orði við Vísi í morgun. Liverpool-maðurinn Darren Till er einn sá allra heitasti í UFC þessa dagana eftir að hann tók Donald „Cowboy“ Cerrone og pakkaði honum saman á síðasta ári en hann er í sjöunda sæti styrkleikalista veltivigtarinnar og hefur farið mikinn undanfarin misseri.Darren Till er bragð mánaðarins í UFC.vísir/gettyMikil áhætta Sigur á stærsta bardagakvöldi Evrópu myndi heldur betur hjálpa Gunnari aftur á fætur eftir tapið umdeilda gegn argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio í Glasgow á síðasta ári. „Þessi bardagi kemur eilítið á óvart þar sem ég hélt að Darren Till myndi fá hærra skrifaðan andstæðing eftir hans síðasta sigur og sérstaklega þar sem Gunni tapaði síðast. UFC hefur væntanlega reynt að fá Stephen Thompson til að mæta Till en það ekki gengið. Þetta kemur skemmtilega á óvart en samt er ég drullu stressaður fyrir þennan bardaga ef af verður,“ segir Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA Frétta og sérfræðingur og aðallýsari UFC á Stöð 2 Sport. „Þetta er mikil áhætta en gæti líka skotið Gunna hátt upp. Þessa dagana eru allir að tala um Darren Till, Colby Covington og Kamaru Usman sem einhverja mögulega framtíðar meistara en það er enginn að tala um Gunna. Með sigri á Till gæti Gunni stolið sviðsljósinu af Till og komist aftur í þessa umræðu sem líklegur áskorandi. Annað tap, og þá sérstaklega eftir rothögg, væri hálfgert áfall og er ég viss um að ansi margir myndu afskrifa Gunnar. Það er því til mikils að vinna fyrir Gunna en líka mikil áhætta.“Gunnar var rotaður í Glasgow í fyrra.vísir/gettyÓbilandi trú Pétur segir að margir séu að afskrifa Gunnar Nelson og telji hann ekki eiga mikla mögulega gegn Till. Það er þá helst vegna þess að Till er svo miklu stærri en að eigin sögn vill sá enski berjast í léttþungavigt (93 kg) en ekki veltivigt (77 kg). „Það má samt ekki gleyma því að Till er í raun bara með einn geggjaðan sigur gegn Donald Cerrone í október. Fram að því hafði hann unnið þrjá bardaga, einn eftir rothögg, og gert eitt jafntefli og það gegn minni spámönnum. Till gerði frábærlega gegn Cerrone en hann nýtti sér líka veikleika Cerrone mjög vel og kom með góða leikáætlun. Maðurinn er ekkert ósigrandi þó hann hafi litið vel út síðast,“ segir Pétur. „Þetta verður rosalega hættulegur bardagi og ég á alveg eftir að farast úr stressi ef það verður af þessu. En þetta er áhætta sem Gunni er tilbúinn að taka og það sýnir kannski þá trú sem hann hefur á sjálfan sig og sýnir visst hugrekki. Hann hefði pottþétt getað fengið auðveldari bardaga en Gunni vill mæta öllum þeim bestu,“ segir Pétur Marinó Jónsson. MMA Tengdar fréttir Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá bíður Gunnar Nelson eftir því að Englendingurinn Darren Till samþykki að berjast við hann í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Lundúnum 17. mars. UFC vill að þeir sjái um aðalskemmtiatriðið þetta kvöldið og er Gunnar búinn að samþykkja en Till og hans menn eru eitthvað að draga fæturnar í málinu eins og Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, komst að orði við Vísi í morgun. Liverpool-maðurinn Darren Till er einn sá allra heitasti í UFC þessa dagana eftir að hann tók Donald „Cowboy“ Cerrone og pakkaði honum saman á síðasta ári en hann er í sjöunda sæti styrkleikalista veltivigtarinnar og hefur farið mikinn undanfarin misseri.Darren Till er bragð mánaðarins í UFC.vísir/gettyMikil áhætta Sigur á stærsta bardagakvöldi Evrópu myndi heldur betur hjálpa Gunnari aftur á fætur eftir tapið umdeilda gegn argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio í Glasgow á síðasta ári. „Þessi bardagi kemur eilítið á óvart þar sem ég hélt að Darren Till myndi fá hærra skrifaðan andstæðing eftir hans síðasta sigur og sérstaklega þar sem Gunni tapaði síðast. UFC hefur væntanlega reynt að fá Stephen Thompson til að mæta Till en það ekki gengið. Þetta kemur skemmtilega á óvart en samt er ég drullu stressaður fyrir þennan bardaga ef af verður,“ segir Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA Frétta og sérfræðingur og aðallýsari UFC á Stöð 2 Sport. „Þetta er mikil áhætta en gæti líka skotið Gunna hátt upp. Þessa dagana eru allir að tala um Darren Till, Colby Covington og Kamaru Usman sem einhverja mögulega framtíðar meistara en það er enginn að tala um Gunna. Með sigri á Till gæti Gunni stolið sviðsljósinu af Till og komist aftur í þessa umræðu sem líklegur áskorandi. Annað tap, og þá sérstaklega eftir rothögg, væri hálfgert áfall og er ég viss um að ansi margir myndu afskrifa Gunnar. Það er því til mikils að vinna fyrir Gunna en líka mikil áhætta.“Gunnar var rotaður í Glasgow í fyrra.vísir/gettyÓbilandi trú Pétur segir að margir séu að afskrifa Gunnar Nelson og telji hann ekki eiga mikla mögulega gegn Till. Það er þá helst vegna þess að Till er svo miklu stærri en að eigin sögn vill sá enski berjast í léttþungavigt (93 kg) en ekki veltivigt (77 kg). „Það má samt ekki gleyma því að Till er í raun bara með einn geggjaðan sigur gegn Donald Cerrone í október. Fram að því hafði hann unnið þrjá bardaga, einn eftir rothögg, og gert eitt jafntefli og það gegn minni spámönnum. Till gerði frábærlega gegn Cerrone en hann nýtti sér líka veikleika Cerrone mjög vel og kom með góða leikáætlun. Maðurinn er ekkert ósigrandi þó hann hafi litið vel út síðast,“ segir Pétur. „Þetta verður rosalega hættulegur bardagi og ég á alveg eftir að farast úr stressi ef það verður af þessu. En þetta er áhætta sem Gunni er tilbúinn að taka og það sýnir kannski þá trú sem hann hefur á sjálfan sig og sýnir visst hugrekki. Hann hefði pottþétt getað fengið auðveldari bardaga en Gunni vill mæta öllum þeim bestu,“ segir Pétur Marinó Jónsson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00