Ólafía Þórunn með sex skolla á fyrsta hring ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2018 17:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar árið ekki nógu vel en hún spilaði fyrsta hringinn á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum á fjórum höggum yfir pari. Þetta er fyrsta LPGA-mótið hennar ár árinu 2018 en Íþróttamaður ársins 2017 ætlar sér að byggja oftan á mjög gott fyrsta tímabil á sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía Þórunn náði ekki að fylgja eftir draumabyrjun í dag en hún fékk fugl á fyrstu holu og var þá í fyrsta sæti. Fyrsti skollinn kom hinsvegar strax á næstu holu og þeir urðu alls sex talsins á holum tvö til tólf. Ólafía átti mjög erfitt uppdráttar um miðjan hringinn þegar hún tapaði fjórum höggum á fimm holum. Hún missti þó ekki hausinn og paraði sex síðustu holurnar á hringnum. Ólafía Þórunn endaði daginn á 77 höggum en par vallarsins var 73 högg. Hún fékk tvo fugla og tíu pör auk skollanna sex. Hún var í 65. sæti þegar hún kom inn en mun örugglega detta niður listann eftir því sem líður á kvöldið. Það er ljóst að íslenski kylfingurinn þarf að spila miklu betur á öðrum hringnum á morgun ef hún ætlar á ná niðurskurðinum eins og á þessu móti í fyrra.Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá þessum fyrsta degi.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir byrjar árið ekki nógu vel en hún spilaði fyrsta hringinn á Pure Silk mótinu á Bahamaeyjum á fjórum höggum yfir pari. Þetta er fyrsta LPGA-mótið hennar ár árinu 2018 en Íþróttamaður ársins 2017 ætlar sér að byggja oftan á mjög gott fyrsta tímabil á sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía Þórunn náði ekki að fylgja eftir draumabyrjun í dag en hún fékk fugl á fyrstu holu og var þá í fyrsta sæti. Fyrsti skollinn kom hinsvegar strax á næstu holu og þeir urðu alls sex talsins á holum tvö til tólf. Ólafía átti mjög erfitt uppdráttar um miðjan hringinn þegar hún tapaði fjórum höggum á fimm holum. Hún missti þó ekki hausinn og paraði sex síðustu holurnar á hringnum. Ólafía Þórunn endaði daginn á 77 höggum en par vallarsins var 73 högg. Hún fékk tvo fugla og tíu pör auk skollanna sex. Hún var í 65. sæti þegar hún kom inn en mun örugglega detta niður listann eftir því sem líður á kvöldið. Það er ljóst að íslenski kylfingurinn þarf að spila miklu betur á öðrum hringnum á morgun ef hún ætlar á ná niðurskurðinum eins og á þessu móti í fyrra.Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá þessum fyrsta degi.
Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira