Guðjón mættur til Indlands en veit ekki hvort hann fær að spila Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 07:59 Guðjón Baldvinsson er í ævintýraför. vísir/stefán Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deld karla í fótbolta, er mættur til Indlands þar sem hann vonast eftir því að spila með liðinu Kerala Blasters næstu mánuðina.Greint var frá því í gær að Guðjón væri á leið til Indlands og hann staðfestir það sjálfur á Facebook-síðu sinni í morgun en Íslandsvinurinn David James, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands, þjálfar liðið og honum til aðstoðar er Hermann Hreiðarsson. Erfiðlega virðist hjá Guðjóni að fá grænt ljós á að spila fyrir indverska liðið, hvort sem það tengist pappírsvinnu hér heima eða úti, en deildinni þar lýkur í mars þannig að Stjörnumaðurinn á að vera kominn heim áður en Pepsi-deildin fer af stað. Guðjón tók greinilega ákvörðun um að skella sér alla leið til Indlands þrátt fyrir að vita ekki 100 prósent hvort hann myndi fá að spila en á Facebook segir hann: „Mættur til Indlands á hugsanlegt lán, kemur í ljós á næstu dögum hvort þetta verði 2ja mánaða ævintýri eða 3ja daga flugferð. Hvað sem gerist þá er ég þakklátur fyrir allar þær upplifanir sem fótboltinn hefur gefið mér og fjölskyldunni í gegnum árin.“ Vísir heyrði hljóðið í Guðjóni í morgun, eða eftir hádegi að indverskum tíma, þar sem hann var rólegur á liðshótelinu að bíða fregna. „Ég er í rauninni bara að bíða eftir einhverri staðfestingu en ég veit ekki í alveg hver á að gefa hana. Ég held að Stjarnan sé að bíað eftir svari frá FIFA. Ég er á hóteli með liðinu en þarf að kveðja ef þetta klikkar allt saman. Þetta er alveg sturlað,“ sagði Guðjón Baldvinsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar í Pepsi-deld karla í fótbolta, er mættur til Indlands þar sem hann vonast eftir því að spila með liðinu Kerala Blasters næstu mánuðina.Greint var frá því í gær að Guðjón væri á leið til Indlands og hann staðfestir það sjálfur á Facebook-síðu sinni í morgun en Íslandsvinurinn David James, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands, þjálfar liðið og honum til aðstoðar er Hermann Hreiðarsson. Erfiðlega virðist hjá Guðjóni að fá grænt ljós á að spila fyrir indverska liðið, hvort sem það tengist pappírsvinnu hér heima eða úti, en deildinni þar lýkur í mars þannig að Stjörnumaðurinn á að vera kominn heim áður en Pepsi-deildin fer af stað. Guðjón tók greinilega ákvörðun um að skella sér alla leið til Indlands þrátt fyrir að vita ekki 100 prósent hvort hann myndi fá að spila en á Facebook segir hann: „Mættur til Indlands á hugsanlegt lán, kemur í ljós á næstu dögum hvort þetta verði 2ja mánaða ævintýri eða 3ja daga flugferð. Hvað sem gerist þá er ég þakklátur fyrir allar þær upplifanir sem fótboltinn hefur gefið mér og fjölskyldunni í gegnum árin.“ Vísir heyrði hljóðið í Guðjóni í morgun, eða eftir hádegi að indverskum tíma, þar sem hann var rólegur á liðshótelinu að bíða fregna. „Ég er í rauninni bara að bíða eftir einhverri staðfestingu en ég veit ekki í alveg hver á að gefa hana. Ég held að Stjarnan sé að bíað eftir svari frá FIFA. Ég er á hóteli með liðinu en þarf að kveðja ef þetta klikkar allt saman. Þetta er alveg sturlað,“ sagði Guðjón Baldvinsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Guðjón sagður vera á leið til Indlands Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann. 24. janúar 2018 14:12
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti